Börnum Jónda í Lambey dæmdar skaðabætur vegna höfundaréttarbrots Þórdís Valsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 20:11 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm Níu börn Jóns Kristinssonar, listamanns sem víða var þekktur sem Jóndi í Lambey, fengu dæmdar 3,2 milljónir í skaðabætur og 500 þúsund krónur í miskabætur vegna sýningar á auglýsinga Jóns í Gallerí Fold árið 2013. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur var kveðinn upp í dag og voru forsvarsmenn Gallerís foldar einnig dæmdir til að greiða börnum jóns 900 þúsund krónur í skaðabætur. Árið 2013 voru auglýsingar sem birtar höfðu verið í hinni svokölluðu Rafskinnu, rafknúinni bók sem staðsett var við hlið Hressingarskálans í miðbæ Reykjavíkur, sýnd í Gallerí Fold. Jón Kristinsson og Tryggvi Magnússon voru teiknarar auglýsinganna, en Jón tók við starfinu eftir að Tryggvi lést. Jón Kristinsson lést árið 2009 en samkvæmt höfundalögum helst höfundaréttur á verkum í flestum tilvikum í 70 ár frá láti höfundar. Eftirmálar sýningarinnar voru þeir að níu börn auglýsingateiknarans Jóns Kristinssonar, sem teiknað hafði auglýsingarnar sem um ræddi, stefndu Gallerí Fold og afkomendum Gunnars Bachmann, eiganda Rafskinnu. Börn Jóns töldu föður sinn eiga höfundarétt á myndverkunum. Héraðsdómur taldi að með sýningunni hafi verið brotið á höfundarétti Jóns. Dómurinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að forsvarsmenn Gallerís Foldar hefðu „haft ærið tilefni til frekari athugunar á þessu atriði, enda voru myndir af bæði Jóni Kristinssyni sem og Tryggva Magnússyni, teiknurum Rafskinnu, hengdar upp á sýningunni, auk þess sem nokkrar myndanna voru merktar „Jóndi“ sem óumdeilt er að er höfundarnafn Jóns”.Auglýsingarnar sýndar tvisvar á ári Sýningarnar á myndum í Rafskinnu fóru fram tvisvar ár hvert, um jól og páska, og að jafnaði voru 64 auglýsingar í hverri sýningu. Myndirnar voru sýndar í Rafskinnu í tvær til þrjár vikur í senn. Auglýsingarnar sem um er deilt voru málaðar teikningar á pappír með teiknuðum texta úr letri sem Jón hannaði og voru þær flestar eða allar merktar Rafskinnu og stundum líka með nafni Jóns. Jón teiknaði auglýsingar fyrir Rafskinnu í fjórtán ár, frá 1943 til 1957, þegar Rafskinna var tekin niður í síðasta sinn. Í dómi héraðsdóms kemur fram að hvorki afkomendur Gunnars né Gallerí Fold hafi leitað samþykkis barna Jóns fyrir sýningunni í Gallerí Fold. Börn Jóns leituðu til Myndstefs eftir að þau fréttu af opnun sýningarinnar krafðist Myndstef í kjölfarið skýringa á heimildum til sýningarhaldsins af Gallerí Fold og afkomendum Gunnars. Eftir árangurslausar tilraunir til sátta höfðuðu börn Jóns mál árið 2015. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að með sýningunni hafi verið brotið gegn höfundaréttindum Jóns og að Gallerí Fold hafi ekki á nokkru stigi málsins leitað frekari upplýsinga eða skýringa um hverjir væru handhafar höfundaréttarins að verkunum sem voru til sýnis á sýningunni en að ærið tilefni hafi verið til þess. Héraðsdómur hafnaði þó kröfu barna Jóns um að afkomendum Gunnars Bachmann yrðu gert að afhenda þeim frumgerðir af verkum Jóns af þeim sökum að krafa þeirra hafi ekki verið nægilega skýr.Kröfðust þess að dómurinn yrði birtur í dagblöðum Börn Jóns kröfðust þess einnig að afkomendur Gunnars og móðir þeirra yrðu dæmd til að dómurinn í málinu yrði birtur í heild í prentaðri útgáfu Fréttablaðsins og Morgunblaðsins og að þau skyldu annast birtinguna og bera kostnað af henni. Héraðsdómur taldi þó sanngjarnt að birta eingöngu dómsorð dómsins í blöðunum vegna þess hversu umfangsmikill hann er og birting hans í heild væri verulega íþyngjandi. Dómsmál Tengdar fréttir Á rennandi blautum ullarsokkunum Sýning á gömlum auglýsingum úr Rafskinnu var opnuð í Galleríi Fold í gær. 2. nóvember 2013 13:00 Teikningar, skissur og skreytingar Sýningin Á pappír verður opnuð í dag í Hönnunarsafni Íslands. Hún gefur áhugaverða mynd af vinnubrögðum sex hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókarkápa, húsgagna og skreytinga. 19. nóvember 2016 10:15 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Sjá meira
Níu börn Jóns Kristinssonar, listamanns sem víða var þekktur sem Jóndi í Lambey, fengu dæmdar 3,2 milljónir í skaðabætur og 500 þúsund krónur í miskabætur vegna sýningar á auglýsinga Jóns í Gallerí Fold árið 2013. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur var kveðinn upp í dag og voru forsvarsmenn Gallerís foldar einnig dæmdir til að greiða börnum jóns 900 þúsund krónur í skaðabætur. Árið 2013 voru auglýsingar sem birtar höfðu verið í hinni svokölluðu Rafskinnu, rafknúinni bók sem staðsett var við hlið Hressingarskálans í miðbæ Reykjavíkur, sýnd í Gallerí Fold. Jón Kristinsson og Tryggvi Magnússon voru teiknarar auglýsinganna, en Jón tók við starfinu eftir að Tryggvi lést. Jón Kristinsson lést árið 2009 en samkvæmt höfundalögum helst höfundaréttur á verkum í flestum tilvikum í 70 ár frá láti höfundar. Eftirmálar sýningarinnar voru þeir að níu börn auglýsingateiknarans Jóns Kristinssonar, sem teiknað hafði auglýsingarnar sem um ræddi, stefndu Gallerí Fold og afkomendum Gunnars Bachmann, eiganda Rafskinnu. Börn Jóns töldu föður sinn eiga höfundarétt á myndverkunum. Héraðsdómur taldi að með sýningunni hafi verið brotið á höfundarétti Jóns. Dómurinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að forsvarsmenn Gallerís Foldar hefðu „haft ærið tilefni til frekari athugunar á þessu atriði, enda voru myndir af bæði Jóni Kristinssyni sem og Tryggva Magnússyni, teiknurum Rafskinnu, hengdar upp á sýningunni, auk þess sem nokkrar myndanna voru merktar „Jóndi“ sem óumdeilt er að er höfundarnafn Jóns”.Auglýsingarnar sýndar tvisvar á ári Sýningarnar á myndum í Rafskinnu fóru fram tvisvar ár hvert, um jól og páska, og að jafnaði voru 64 auglýsingar í hverri sýningu. Myndirnar voru sýndar í Rafskinnu í tvær til þrjár vikur í senn. Auglýsingarnar sem um er deilt voru málaðar teikningar á pappír með teiknuðum texta úr letri sem Jón hannaði og voru þær flestar eða allar merktar Rafskinnu og stundum líka með nafni Jóns. Jón teiknaði auglýsingar fyrir Rafskinnu í fjórtán ár, frá 1943 til 1957, þegar Rafskinna var tekin niður í síðasta sinn. Í dómi héraðsdóms kemur fram að hvorki afkomendur Gunnars né Gallerí Fold hafi leitað samþykkis barna Jóns fyrir sýningunni í Gallerí Fold. Börn Jóns leituðu til Myndstefs eftir að þau fréttu af opnun sýningarinnar krafðist Myndstef í kjölfarið skýringa á heimildum til sýningarhaldsins af Gallerí Fold og afkomendum Gunnars. Eftir árangurslausar tilraunir til sátta höfðuðu börn Jóns mál árið 2015. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að með sýningunni hafi verið brotið gegn höfundaréttindum Jóns og að Gallerí Fold hafi ekki á nokkru stigi málsins leitað frekari upplýsinga eða skýringa um hverjir væru handhafar höfundaréttarins að verkunum sem voru til sýnis á sýningunni en að ærið tilefni hafi verið til þess. Héraðsdómur hafnaði þó kröfu barna Jóns um að afkomendum Gunnars Bachmann yrðu gert að afhenda þeim frumgerðir af verkum Jóns af þeim sökum að krafa þeirra hafi ekki verið nægilega skýr.Kröfðust þess að dómurinn yrði birtur í dagblöðum Börn Jóns kröfðust þess einnig að afkomendur Gunnars og móðir þeirra yrðu dæmd til að dómurinn í málinu yrði birtur í heild í prentaðri útgáfu Fréttablaðsins og Morgunblaðsins og að þau skyldu annast birtinguna og bera kostnað af henni. Héraðsdómur taldi þó sanngjarnt að birta eingöngu dómsorð dómsins í blöðunum vegna þess hversu umfangsmikill hann er og birting hans í heild væri verulega íþyngjandi.
Dómsmál Tengdar fréttir Á rennandi blautum ullarsokkunum Sýning á gömlum auglýsingum úr Rafskinnu var opnuð í Galleríi Fold í gær. 2. nóvember 2013 13:00 Teikningar, skissur og skreytingar Sýningin Á pappír verður opnuð í dag í Hönnunarsafni Íslands. Hún gefur áhugaverða mynd af vinnubrögðum sex hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókarkápa, húsgagna og skreytinga. 19. nóvember 2016 10:15 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Sjá meira
Á rennandi blautum ullarsokkunum Sýning á gömlum auglýsingum úr Rafskinnu var opnuð í Galleríi Fold í gær. 2. nóvember 2013 13:00
Teikningar, skissur og skreytingar Sýningin Á pappír verður opnuð í dag í Hönnunarsafni Íslands. Hún gefur áhugaverða mynd af vinnubrögðum sex hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókarkápa, húsgagna og skreytinga. 19. nóvember 2016 10:15