Menning

Sér veggi borgarinnar sem striga listamanna

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Þórdísi finnst Reykjavík skemmtilegri borg en fyrir nokkrum árum.
Þórdísi finnst Reykjavík skemmtilegri borg en fyrir nokkrum árum. Visir/anton
Hverju máli skipta lýsing, litir og list í borgum? Þeirri spurningu verður leitast við að svara á fundi á Kjarvalsstöðum í kvöld sem hefst klukkan 20. Listakonan Þórdís Erla Zoëga er meðal þeirra sem þar halda erindi. Fundurinn er liður í fundaröðinni Borgin, heimkynni okkar sem umhverfis- og skipulagssvið stendur fyrir.

„Ég ætla að reyna að vera mjög dipló og reyna að taka sem flest sjónarhorn,“ segir Þórdís. Hún kveðst sjá veggi borgarinnar sem striga listamanna. Það hljómar vel. Vill hún meira af útimálverkum?

Þórdís segir útimálverk virkilega farin að setja svip á borgina, sérstaklega í miðbænum. „Þar eru margir gaflar með verkum á. Sumir málaðir í samstarfi við borgina en húseigendur velja líka stundum sjálfir að láta skreyta veggina hjá sér, meðal annars til að hindra krot.“

Henni finnst ófært þegar flottum listaverkjum er komið fyrir á veggjum sem ekki sjást, eins og raunin er uppi í Breiðholti, þar sem Erró er falinn bak við hátt hús. „Það verður nefnilega að velja réttu veggina.“

Sjálf skreytti Þórdís vegg við Smiðjustíginn í fyrra og listamaðurinn Arnór Kári annan við Klapparstíginn. Meiningin er að þau verk lifi fram á næsta sumar. En það tók langan tíma að klára svæðið í kring þannig að kannski verða þau uppi lengur. Annars á götulist ekkert endilega að hafa langan líftíma.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.