Darren Aronofsky „eyðilagður“ yfir andláti Jóhanns Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 22:44 Darren Aronofsky er einn virtasti kvikmyndaleikstjóri í heimi. Vísir/Getty Leikstjórinn og Íslandsvinurinn Darren Aronofsky segist „eyðilagður“ yfir andláti tónskáldsins Jóhanns Jóhannssonar. Aronofsky og Jóhann störfuðu saman við kvikmyndina mother! í fyrra. Í færslu á Twitter-reikningi sínum deilir Aronofsky, sem er einn virtasti kvikmyndaleikstjóri síðari ára, tísti rit- og teiknimyndasöguhöfundarins Warren Ellis, sem tjáði sig einnig um andlát Jóhanns. Með tístinu skrifar Aronofsky einfaldlega „devastated“, eða „eyðilagður“ upp á íslensku.devastated https://t.co/OtpnbwiuqO— darren aronofsky (@DarrenAronofsky) February 10, 2018 Sjá einnig: Þúsundir minnast Jóhanns á samfélagsmiðlum Aronofsky og Jóhann störfuðu saman við nýjustu kvikmynd þess fyrrnefnda, mother!. Samstarf þeirra var afar farsælt, samkvæmt ítarlegri úttekt Indiwire, þó að þeir hafi að endingu ákveðið að nota ekki tónlistina sem Jóhann var búinn að semja fyrir myndina. „Við kvikmyndina mother! dugar ekkert hálfkák og eftir að við Darren höfðum skoðað ýmsa möguleika sagði innsæið mér að sleppa algjörlega takinu af tónlistinni,“ sagði Jóhann um ferlið á sínum tíma. „Stór hluti af sköpunarferlinu er að sleppa taki af hugmyndum og í þessu tilfelli vissum við að við þyrftum að nálgast þetta með þessum hætti.“Jóhann Jóhannsson tónskáld.Vísir/GettyJóhann Jóhannson fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gærkvöldi, 48 ára að aldri. Hann hlaut Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything og var hann auk þess tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í myndinni Sicario. Árið 2016 var hann tilnefndur til Bafta og Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í myndinni The Arrival. Fjölmargir hafa minnst Jóhanns á samfélagsmiðlum í dag en ljóst er að hann hefur snert strengi í hjörtum fólks með tónlist sinni. Darren Aronofsky er einn virtasti kvikmyndaleikstjóri í heimi en hann á baki myndir á borð við Requiem for a Dream, Black Swan og Noah sem var einmitt tekin að hluta til hér á landi. Þá hlaut hann heiðursverðlaun RIFF árið 2016. Andlát Tengdar fréttir Mother! talin of erfið fyrir hinn almenna áhorfanda sem gaf henni lægstu einkunn á CinemaScore Þessi framsækna mynd Íslandsvinar hefur vakið mikið umtal. 17. september 2017 09:38 Þúsundir minnast Jóhanns á samfélagsmiðlum Greint var frá andláti Jóhanns Jóhannssonar tónskálds í dag en hann fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gær. 10. febrúar 2018 19:45 Darren Aronofsky mætir á RIFF Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst í næstu viku en þetta er í 13. sinn sem hún er haldin. Von er á fjölmörgum erlendum gestum hingað til lands í tengslum við hátíðina þar á meðal kvikmyndaleikstjóranum Darren Aronofsky. 20. september 2016 18:45 Jóhann Jóhannsson semur tónlistina fyrir næstu mynd Aronofsky Jóhann Jóhannsson tónskáld mun semja tónlistina fyrir næstu kvikmynd bandaríska leikstjórans Darren Aronofsky en á meðal þeirra sem fara með hlutverk í myndinni eru þau Jennifer Lawrence, Javier Bardem og Ed Harris. 5. október 2016 20:23 Jóhann Jóhannsson látinn Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær 10. febrúar 2018 17:23 Mest lesið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Komst í jólaskapið í september Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Sjá meira
Leikstjórinn og Íslandsvinurinn Darren Aronofsky segist „eyðilagður“ yfir andláti tónskáldsins Jóhanns Jóhannssonar. Aronofsky og Jóhann störfuðu saman við kvikmyndina mother! í fyrra. Í færslu á Twitter-reikningi sínum deilir Aronofsky, sem er einn virtasti kvikmyndaleikstjóri síðari ára, tísti rit- og teiknimyndasöguhöfundarins Warren Ellis, sem tjáði sig einnig um andlát Jóhanns. Með tístinu skrifar Aronofsky einfaldlega „devastated“, eða „eyðilagður“ upp á íslensku.devastated https://t.co/OtpnbwiuqO— darren aronofsky (@DarrenAronofsky) February 10, 2018 Sjá einnig: Þúsundir minnast Jóhanns á samfélagsmiðlum Aronofsky og Jóhann störfuðu saman við nýjustu kvikmynd þess fyrrnefnda, mother!. Samstarf þeirra var afar farsælt, samkvæmt ítarlegri úttekt Indiwire, þó að þeir hafi að endingu ákveðið að nota ekki tónlistina sem Jóhann var búinn að semja fyrir myndina. „Við kvikmyndina mother! dugar ekkert hálfkák og eftir að við Darren höfðum skoðað ýmsa möguleika sagði innsæið mér að sleppa algjörlega takinu af tónlistinni,“ sagði Jóhann um ferlið á sínum tíma. „Stór hluti af sköpunarferlinu er að sleppa taki af hugmyndum og í þessu tilfelli vissum við að við þyrftum að nálgast þetta með þessum hætti.“Jóhann Jóhannsson tónskáld.Vísir/GettyJóhann Jóhannson fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gærkvöldi, 48 ára að aldri. Hann hlaut Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything og var hann auk þess tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í myndinni Sicario. Árið 2016 var hann tilnefndur til Bafta og Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í myndinni The Arrival. Fjölmargir hafa minnst Jóhanns á samfélagsmiðlum í dag en ljóst er að hann hefur snert strengi í hjörtum fólks með tónlist sinni. Darren Aronofsky er einn virtasti kvikmyndaleikstjóri í heimi en hann á baki myndir á borð við Requiem for a Dream, Black Swan og Noah sem var einmitt tekin að hluta til hér á landi. Þá hlaut hann heiðursverðlaun RIFF árið 2016.
Andlát Tengdar fréttir Mother! talin of erfið fyrir hinn almenna áhorfanda sem gaf henni lægstu einkunn á CinemaScore Þessi framsækna mynd Íslandsvinar hefur vakið mikið umtal. 17. september 2017 09:38 Þúsundir minnast Jóhanns á samfélagsmiðlum Greint var frá andláti Jóhanns Jóhannssonar tónskálds í dag en hann fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gær. 10. febrúar 2018 19:45 Darren Aronofsky mætir á RIFF Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst í næstu viku en þetta er í 13. sinn sem hún er haldin. Von er á fjölmörgum erlendum gestum hingað til lands í tengslum við hátíðina þar á meðal kvikmyndaleikstjóranum Darren Aronofsky. 20. september 2016 18:45 Jóhann Jóhannsson semur tónlistina fyrir næstu mynd Aronofsky Jóhann Jóhannsson tónskáld mun semja tónlistina fyrir næstu kvikmynd bandaríska leikstjórans Darren Aronofsky en á meðal þeirra sem fara með hlutverk í myndinni eru þau Jennifer Lawrence, Javier Bardem og Ed Harris. 5. október 2016 20:23 Jóhann Jóhannsson látinn Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær 10. febrúar 2018 17:23 Mest lesið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Komst í jólaskapið í september Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Sjá meira
Mother! talin of erfið fyrir hinn almenna áhorfanda sem gaf henni lægstu einkunn á CinemaScore Þessi framsækna mynd Íslandsvinar hefur vakið mikið umtal. 17. september 2017 09:38
Þúsundir minnast Jóhanns á samfélagsmiðlum Greint var frá andláti Jóhanns Jóhannssonar tónskálds í dag en hann fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gær. 10. febrúar 2018 19:45
Darren Aronofsky mætir á RIFF Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst í næstu viku en þetta er í 13. sinn sem hún er haldin. Von er á fjölmörgum erlendum gestum hingað til lands í tengslum við hátíðina þar á meðal kvikmyndaleikstjóranum Darren Aronofsky. 20. september 2016 18:45
Jóhann Jóhannsson semur tónlistina fyrir næstu mynd Aronofsky Jóhann Jóhannsson tónskáld mun semja tónlistina fyrir næstu kvikmynd bandaríska leikstjórans Darren Aronofsky en á meðal þeirra sem fara með hlutverk í myndinni eru þau Jennifer Lawrence, Javier Bardem og Ed Harris. 5. október 2016 20:23
Jóhann Jóhannsson látinn Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær 10. febrúar 2018 17:23
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið