„Algjörlega ófyrirgefanlegt og óeðlilegt“ Birgir Olgeirsson skrifar 28. febrúar 2018 13:00 Fötluð kona gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í gærmorgun. Bílstjórinn fór í kaffi á meðan hún sat ein og yfirgefin í bílnum. Vísir/stefán „Þetta er á allan hátt algjörlega ófyrirgefanlegt og óeðlilegt,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., um mikið fatlaða konu sem gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík í gærmorgun þegar átti að aka henni til vinnu. Greint var fyrst frá málinu í Fréttablaðinu en þar kom fram að bílstjórinn fór heim í kaffipásu þegar uppgötvaðist að konan væri yfirgefin úti í bíl hjá honum. Jóhannes segir að farið hafi verið yfir málið hjá Strætó og segir hann í samtali við Vísi að það sé með öllu óskiljanlegt hvernig svona getur gerst. „Við erum með tæki og tól þar sem farþegar eru stimplaðir inn og svo stimplaðir út. Þetta er fyrir augum bílstjóra meðan þeir eru í akstri, auk þess að þetta er ekki stór bíll,“ segir Jóhannes. Hann segir Strætó hafa útbúið verklagsreglur og viðbragðsferla en í þessu máli var ekki farið eftir verklagsreglum. „En viðbragðið í sjálfu sér sem fór af stað í framhaldinu, það virkar. Það er svona það eina jákvæða, ef hægt er að tala um jákvæða hluti í þessu samhengi, sem við sjáum í þessu.“ Strætó bs. sér um ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík en verktakar sinna akstursþjónustunni. Í Fréttablaðinu kom fram að konan notast við hjólastól, er mjög flogaveik og sögð geta fengið stór flog hvenær sem er. Hún sé af þeim sökum til dæmis aldrei skilin eftir ein og eftirlitslaus í vinnunni. Blessunarlega varð konunni ekki meint af þessari miklu yfirsjón bílstjórans og var henni á endanum komið til vinnu í Lækjarási. Ferðaþjónusta fatlaðra Tengdar fréttir Bílstjórinn gleymdi fatlaðri konu úti í bíl Bílstjóri ferðaþjónustu fatlaðra gleymdi að skutla fatlaðri konu til vinnu og fór heim til sín í kaffi. Á meðan var konan ein og yfirgefin í bílnum. Konan er mikið flogaveik og því aldrei skilin ein eftir. Málið er litið mjög alvarlegum augum. 28. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
„Þetta er á allan hátt algjörlega ófyrirgefanlegt og óeðlilegt,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., um mikið fatlaða konu sem gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík í gærmorgun þegar átti að aka henni til vinnu. Greint var fyrst frá málinu í Fréttablaðinu en þar kom fram að bílstjórinn fór heim í kaffipásu þegar uppgötvaðist að konan væri yfirgefin úti í bíl hjá honum. Jóhannes segir að farið hafi verið yfir málið hjá Strætó og segir hann í samtali við Vísi að það sé með öllu óskiljanlegt hvernig svona getur gerst. „Við erum með tæki og tól þar sem farþegar eru stimplaðir inn og svo stimplaðir út. Þetta er fyrir augum bílstjóra meðan þeir eru í akstri, auk þess að þetta er ekki stór bíll,“ segir Jóhannes. Hann segir Strætó hafa útbúið verklagsreglur og viðbragðsferla en í þessu máli var ekki farið eftir verklagsreglum. „En viðbragðið í sjálfu sér sem fór af stað í framhaldinu, það virkar. Það er svona það eina jákvæða, ef hægt er að tala um jákvæða hluti í þessu samhengi, sem við sjáum í þessu.“ Strætó bs. sér um ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík en verktakar sinna akstursþjónustunni. Í Fréttablaðinu kom fram að konan notast við hjólastól, er mjög flogaveik og sögð geta fengið stór flog hvenær sem er. Hún sé af þeim sökum til dæmis aldrei skilin eftir ein og eftirlitslaus í vinnunni. Blessunarlega varð konunni ekki meint af þessari miklu yfirsjón bílstjórans og var henni á endanum komið til vinnu í Lækjarási.
Ferðaþjónusta fatlaðra Tengdar fréttir Bílstjórinn gleymdi fatlaðri konu úti í bíl Bílstjóri ferðaþjónustu fatlaðra gleymdi að skutla fatlaðri konu til vinnu og fór heim til sín í kaffi. Á meðan var konan ein og yfirgefin í bílnum. Konan er mikið flogaveik og því aldrei skilin ein eftir. Málið er litið mjög alvarlegum augum. 28. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Bílstjórinn gleymdi fatlaðri konu úti í bíl Bílstjóri ferðaþjónustu fatlaðra gleymdi að skutla fatlaðri konu til vinnu og fór heim til sín í kaffi. Á meðan var konan ein og yfirgefin í bílnum. Konan er mikið flogaveik og því aldrei skilin ein eftir. Málið er litið mjög alvarlegum augum. 28. febrúar 2018 06:00