Tónlist, tækni og hönnun rennur saman í eitt Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. febrúar 2018 08:00 Eftir þriggja ára vinnu fer fyrsta vara Genki Instruments að detta á markað á næstu vikum. VÍSIR/ERNIR Genki Instruments er tónlistartæknifyrirtæki þar sem verkfræði, hönnun og tónlist renna saman í eitt. Fyrirtækið fæddist, eins og margir sprotar, þegar stofnendurnir Ólafur Bjarki Bogason og Daníel Grétarsson voru í námi. Þeir voru að leita sér að lokaverkefni í rafmagnsverkfræði og fóru þá, verandi miklir tónlistaraðdáendur, að leita að vandamálum á skilum tækni og tónlistar. Þeir sækja um með þessar hugmyndir í Startup Reykjavík sumarið 2015 og það ýtir þeim beina leið út í alvöruna. Þeir fara að tala við tónlistarfólk til að reyna að finna eitthvað vandamál og það kemur fljótlega í ljós að það er fartölvan sem flestir vilja losna við úr sinni uppstillingu. „Markmið okkar í fyrirtækinu hefur verið að gera tækni aðgengilegri og náttúrulegri. Tækni í tónlist veitir fólki ótrúlegt afl og sköpunarkraft. Það er hægt að búa til hljóðheima, lög og útsetningar einn heima í tölvunni sem hefði ekki verið mögulegt fyrir hundrað manns fyrir nokkrum áratugum – en á sama tíma er öll tæknin: tölvurnar og takkaborðin og allt það sem gerir fólki þetta kleift, að binda þig svolítið niður – það er ekkert rosalega kreatívt að hreyfa mús á skjá miðað við það að spila á hljóðfæri og það er svolítið útgangspunkturinn á bakvið þessa fyrstu vöru okkar,“ segir Haraldur. Inn í fyrirtækið kom Jón Helgi Hólmgeirsson, vöruhönnuður og tónlistarmaður, sem hafði nýlokið mastersnámi í samspilshönnun. Hann hafði sjálfur verið að glíma við sama vandamál í lokaverkefninu sínu; verið að leita að lausn á því hversu ónáttúrulegt það væri fyrir tónlistarmann að vinna með tölvu á sviði. Þarna rann hönnunin inn í samspilið og úr varð Wave, fyrsta vara Genki Instruments sem hefur verið í þróun undanfarin þrjú ár. Um er að ræða hring sem tónlistarmaðurinn ber á vísifingri og hægt er að nota til að stjórna hljóði með hreyfingum, slætti handar og með því að ýta á hnappa á hringnum með þumalfingri. Wave tengist með Bluetooth og auðvelt er að stilla hann til að stjórna hverju sem er.Hópfjármögnun í mars „Við vorum að leita að því hvernig væri að hægt að beisla þennan kraft og þessa möguleika sem tæknin gefur tónlistarfólki en á sama tíma að leyfa því að tjá sig á náttúrulegri og eðlilegri hátt. Undanfarin þrjú ár hafa einkennst af því að þróa tiltölulega hratt einhverja vöru og koma henni í hendurnar á fólki til að prófa. Fyrsta útgáfa var tilbúin í ágúst 2015, þá var fólk að hreyfa stór box aftan á höndunum á sér – sem þeim fannst bara gaman, en það var ekkert til að nota á sviði. Þá hófst leitin að því hvernig væri hægt að gera þetta betra, hvernig væri hægt að veita fólki meiri stjórn og hvernig getur þetta orðið eitthvað sem fólk virkilega vill nota og getur bætt einhverju við flutninginn eða í sköpuninni.“ Sumarið 2017 var komin frumgerð af Wave og á síðasta Iceland Airwaves kom ákveðin prófraun þegar Wave var notað á tónleikum hljómsveitarinnar aYia á Iceland Airwaves hátíðinni. Það heppnaðist vel og Wave fer í hópfjármögnun í mars. „Það sem gerir okkur kleift að vera þrjú ár í þróun, og að í rauninni það að allt hugvit og þekking sem hefur skapast er íslenskt, er að við fengum styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís og Hönnunarsjóði. Við værum ekki hérna nema fyrir þessa sjóði. Við höfum séð um alla grunnþróunina hérna heima, sem er bara mjög verðmætt fyrir íslenskt atvinnulíf,“ segir Haraldur og bendir á að ef einhverjir vilja prófa eða kaupa hringinn þá er það bara að hafa samband. Genki Instruments bjóða öllum að fagna því að Wave sé að koma á markað en því verður fagnað á skemmtistaðnum Húrra á þriðjudagskvöldið 6. mars klukkan 20. Þar verður hægt að prófa Wave, fá nánari upplýsingar og panta Wave á besta mögulega verði. Startup Reykjavík viðskiptahraðallinn hefst þann 11. júní en opnað hefur verið fyrir umsóknir. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Genki Instruments er tónlistartæknifyrirtæki þar sem verkfræði, hönnun og tónlist renna saman í eitt. Fyrirtækið fæddist, eins og margir sprotar, þegar stofnendurnir Ólafur Bjarki Bogason og Daníel Grétarsson voru í námi. Þeir voru að leita sér að lokaverkefni í rafmagnsverkfræði og fóru þá, verandi miklir tónlistaraðdáendur, að leita að vandamálum á skilum tækni og tónlistar. Þeir sækja um með þessar hugmyndir í Startup Reykjavík sumarið 2015 og það ýtir þeim beina leið út í alvöruna. Þeir fara að tala við tónlistarfólk til að reyna að finna eitthvað vandamál og það kemur fljótlega í ljós að það er fartölvan sem flestir vilja losna við úr sinni uppstillingu. „Markmið okkar í fyrirtækinu hefur verið að gera tækni aðgengilegri og náttúrulegri. Tækni í tónlist veitir fólki ótrúlegt afl og sköpunarkraft. Það er hægt að búa til hljóðheima, lög og útsetningar einn heima í tölvunni sem hefði ekki verið mögulegt fyrir hundrað manns fyrir nokkrum áratugum – en á sama tíma er öll tæknin: tölvurnar og takkaborðin og allt það sem gerir fólki þetta kleift, að binda þig svolítið niður – það er ekkert rosalega kreatívt að hreyfa mús á skjá miðað við það að spila á hljóðfæri og það er svolítið útgangspunkturinn á bakvið þessa fyrstu vöru okkar,“ segir Haraldur. Inn í fyrirtækið kom Jón Helgi Hólmgeirsson, vöruhönnuður og tónlistarmaður, sem hafði nýlokið mastersnámi í samspilshönnun. Hann hafði sjálfur verið að glíma við sama vandamál í lokaverkefninu sínu; verið að leita að lausn á því hversu ónáttúrulegt það væri fyrir tónlistarmann að vinna með tölvu á sviði. Þarna rann hönnunin inn í samspilið og úr varð Wave, fyrsta vara Genki Instruments sem hefur verið í þróun undanfarin þrjú ár. Um er að ræða hring sem tónlistarmaðurinn ber á vísifingri og hægt er að nota til að stjórna hljóði með hreyfingum, slætti handar og með því að ýta á hnappa á hringnum með þumalfingri. Wave tengist með Bluetooth og auðvelt er að stilla hann til að stjórna hverju sem er.Hópfjármögnun í mars „Við vorum að leita að því hvernig væri að hægt að beisla þennan kraft og þessa möguleika sem tæknin gefur tónlistarfólki en á sama tíma að leyfa því að tjá sig á náttúrulegri og eðlilegri hátt. Undanfarin þrjú ár hafa einkennst af því að þróa tiltölulega hratt einhverja vöru og koma henni í hendurnar á fólki til að prófa. Fyrsta útgáfa var tilbúin í ágúst 2015, þá var fólk að hreyfa stór box aftan á höndunum á sér – sem þeim fannst bara gaman, en það var ekkert til að nota á sviði. Þá hófst leitin að því hvernig væri hægt að gera þetta betra, hvernig væri hægt að veita fólki meiri stjórn og hvernig getur þetta orðið eitthvað sem fólk virkilega vill nota og getur bætt einhverju við flutninginn eða í sköpuninni.“ Sumarið 2017 var komin frumgerð af Wave og á síðasta Iceland Airwaves kom ákveðin prófraun þegar Wave var notað á tónleikum hljómsveitarinnar aYia á Iceland Airwaves hátíðinni. Það heppnaðist vel og Wave fer í hópfjármögnun í mars. „Það sem gerir okkur kleift að vera þrjú ár í þróun, og að í rauninni það að allt hugvit og þekking sem hefur skapast er íslenskt, er að við fengum styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís og Hönnunarsjóði. Við værum ekki hérna nema fyrir þessa sjóði. Við höfum séð um alla grunnþróunina hérna heima, sem er bara mjög verðmætt fyrir íslenskt atvinnulíf,“ segir Haraldur og bendir á að ef einhverjir vilja prófa eða kaupa hringinn þá er það bara að hafa samband. Genki Instruments bjóða öllum að fagna því að Wave sé að koma á markað en því verður fagnað á skemmtistaðnum Húrra á þriðjudagskvöldið 6. mars klukkan 20. Þar verður hægt að prófa Wave, fá nánari upplýsingar og panta Wave á besta mögulega verði. Startup Reykjavík viðskiptahraðallinn hefst þann 11. júní en opnað hefur verið fyrir umsóknir.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira