Lífið

Verðlaunin tileinkuð kvenföngum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Unnur Ösp flutti þrumuræðu á Edduverðlaunahátíðinni þegar hún tók við verðlaunum fyrir leikið sjónvarpsefni.
Unnur Ösp flutti þrumuræðu á Edduverðlaunahátíðinni þegar hún tók við verðlaunum fyrir leikið sjónvarpsefni. Skjáskot af RÚV
„Við tileinkum þessum vinkonum okkar úr kvennafangelsinu þessi verðlaun,“ segir Unnur Ösp Stefánsdóttir sem tók við Edduverðlaununum sem hún og aðstandendur sjónvarpsþáttaraðarinnar Fangar hlutu fyrir leikið sjónvarpsefni.

Edduverðlaunin eru í beinni útsendingu á RÚV. Verðlaunin eru uppskeruhátíð íslensku sjónvarps-og kvikmyndaakademíunnar og í kvöld eru verðlaun veitt í tuttugu og sex flokkum auk heiðursverðlauna Eddunnar.

Fangar er íslensk þáttaröð sem sýnd var á RÚV í ársbyrjun 2017. Þáttaröðin er hugarfóstur leikkvennanna Unnar Aspar Stefánsdóttur og Nína Daggar Filippusdóttur og fjallar um konur sem sitja inni í kvennafangelsinu í Kópavogi. Ragnar Bragason fer með leikstjórn þáttaraðarinnar og Margrét Örnólfsdóttir skrifaði handritið.

Þáttaröðin Fangar er hugarfóstur leikkvennanna Unnar Aspar Stefánsdóttur og Nínu Daggar Filipusdóttur.Vísir/andri
„Í heimi þar sem einni af af hverjum fimm konum er nauðgað og ein af hverjum þremur upplifir kynbundið ofbeldi á lífsleiðinni er þörf fyrir byltingu. Það er sláandi staðreynd að konur í fangelsum hafa næstum undantekningarlaust upplifað kynbundið ofbeldi,“ segir Unnur Ösp í þakkarræðu sinni.

Það hafi fyrst og fremst verið fyrir kvenfanga sem þær hafi gert sjónvarpsþáttaseríuna. Eftir að hafa varið tíma með konunum og heyrt sögur þeirra varð ljóst að raddir þeirra þurftu að fá að hljóma.

„Við tileinkum þeim verðlaunin því þær voru uppspretta og innblástur sjónvarpsþáttaseríu sem við, hér öll sem stöndum á sviðinu, erum nú stolt af að kynna fyrir heimsbyggðinni, mitt í ólgandi byltingu.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.