Tónlistinni fylgja töfrar sem bæta manninn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 11:00 "Það eru líka skemmtileg samtöl sem eiga sér stað í músíkinni því formið á henni er þannig að þar skiptast á sóló og samleikur,“ segir Hlíf sem hér er með öðrum fiðluleikara í Spiccato, Martin Frewer. Fréttablaðið/Stefán Tólf manna strengjasveitin Spiccato heldur tónleika í Listasafni Sigurjóns á Laugarnestanga í dag. Þeir hefjast klukkan 17.15 og andi barokks svífur þar yfir. Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari er ein tólfmenninganna og hún verður fyrir svörum þegar aflað er upplýsinga um dagskrána. „Við erum að spila verk eftir Telemann og Locatelli, Torelli og Hollendinginn Wassenau. Þeir voru uppi á tímabilinu 1680 til 1760-70. Það er sem sagt barrokktíminn og okkur langaði að spila þessa músík því hún heyrist sjaldan en er strengjavæn og vel skrifuð.“ Hvar kynntust þið henni? „Nú liggur allt á netinu, þar er hægt að fara á YouTube og heyra hvernig verk hljóma og yfirleitt er auðvelt að finna nótur þar líka. Þetta sem við erum að spila núna er óvernduð músík svo valið er innan þægindarammans, þannig séð.“ Hlíf áréttar að tónlistin sé flott. „Bæði gerir hún kröfur til flytjendanna en um leið fær maður mikið út úr henni,“ lýsir hún. „Það eru líka skemmtileg samtöl sem eiga sér stað í músíkinni því formið á henni er þannig að þar skiptast á sóló og samleikur.“ Hlíf segir æfingar sveitarinnar Spiccato lýðræðislegar. Þar skiptist fólk á skoðunum um túlkun tónverkanna og allir fái tækifæri til að koma fram sem einleikarar. „Það er svona grasrótarstemning í gangi sem er svo mikilvægt að rækta – þó við séum ekki alltaf sammála. Við þroskum okkur með þessu fyrirkomulagi því þar er höfðað til framkvæmdahvatar og ábyrgðar hjá hverju og einu og tónlistinni fylgja töfrar sem bæta manninn,“ segir hún og klykkir út með afbragðs lokaorðum. „Lífsgæði verða ekki talin í aurum en okkur líður vel í þessu samstarfi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Tólf manna strengjasveitin Spiccato heldur tónleika í Listasafni Sigurjóns á Laugarnestanga í dag. Þeir hefjast klukkan 17.15 og andi barokks svífur þar yfir. Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari er ein tólfmenninganna og hún verður fyrir svörum þegar aflað er upplýsinga um dagskrána. „Við erum að spila verk eftir Telemann og Locatelli, Torelli og Hollendinginn Wassenau. Þeir voru uppi á tímabilinu 1680 til 1760-70. Það er sem sagt barrokktíminn og okkur langaði að spila þessa músík því hún heyrist sjaldan en er strengjavæn og vel skrifuð.“ Hvar kynntust þið henni? „Nú liggur allt á netinu, þar er hægt að fara á YouTube og heyra hvernig verk hljóma og yfirleitt er auðvelt að finna nótur þar líka. Þetta sem við erum að spila núna er óvernduð músík svo valið er innan þægindarammans, þannig séð.“ Hlíf áréttar að tónlistin sé flott. „Bæði gerir hún kröfur til flytjendanna en um leið fær maður mikið út úr henni,“ lýsir hún. „Það eru líka skemmtileg samtöl sem eiga sér stað í músíkinni því formið á henni er þannig að þar skiptast á sóló og samleikur.“ Hlíf segir æfingar sveitarinnar Spiccato lýðræðislegar. Þar skiptist fólk á skoðunum um túlkun tónverkanna og allir fái tækifæri til að koma fram sem einleikarar. „Það er svona grasrótarstemning í gangi sem er svo mikilvægt að rækta – þó við séum ekki alltaf sammála. Við þroskum okkur með þessu fyrirkomulagi því þar er höfðað til framkvæmdahvatar og ábyrgðar hjá hverju og einu og tónlistinni fylgja töfrar sem bæta manninn,“ segir hún og klykkir út með afbragðs lokaorðum. „Lífsgæði verða ekki talin í aurum en okkur líður vel í þessu samstarfi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira