Djassinn komst ekki á flug Jónas Sen skrifar 23. febrúar 2018 16:00 „Þórdís er þó góður lagasmiður,“ segir í dómnum, tónleikarnir voru að langmestu leyti byggðir upp á hennar verkum. Djassklúbburinn Múlinn í Björtuloftum á fimmtu hæð í Hörpu laðar að útlendinga fremur en innfædda. Ég hef farið á það marga tónleika í Múlanum að ég get fullyrt þetta. Hvers vegna á þessu stendur veit ég ekki. Kannski er Múlinn bara orðinn að notalegum viðkomustað túristanna, og ekki aðeins tónlistin sem er tilgangur heimsóknarinnar. Afskaplega huggulegt er í Björtuloftum, barinn er opinn og útsýnið yfir höfnina er stórkostlegt. Þegar tónleikunum á miðvikudagskvöldið var lokið sýndu fáir á sér fararsnið heldur gengu að barnum og keyptu sér meira að drekka. Þar sem útlendingar eru oftast í meirihluta í Múlanum eru lögin á tónleikunum venjulega kynnt á ensku, eða á ensku og íslensku. Það er sjálfsögð kurteisi. Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari, sem var í aðalhlutverkinu á tónleikunum og því kynnir í leiðinni, talaði hins vegar bara á íslensku. Ekki virtist hvarfla að henni að stærstur hluti tónleikagesta skildi ekki bofs í því sem hún var að segja. Þetta var töluverður ljóður á dagskránni. Tónlistin var, með tveimur undantekningum, öll eftir Þórdísi Gerði, samin á árunum 2013-2015. Hún var skemmtileg, lögin voru margbreytileg og þróuðust gjarnan í áhugaverðar áttir með spennandi framvindu. Sumt bar keim af heimstónlist; í einu laginu sveif indverskur hljóðheimur yfir vötnum, í öðru var farið með mann til Tyrklands. Laglínurnar voru fallegar og útsetningar litríkar. Þar munaði töluvert um sýrukenndan rafgítarleik Guðmundar Péturssonar. Hann var notalega nostalgískur, minnti á köflum jafnvel á krautrokkið sælla minninga. Ekki síðri var fínlegur og framandi slagverksleikur Matthíasar M.D. Hemstock, samansettur úr fjölþættum blæbrigðum. Hann nostraði við hvern tón og var ávallt í sannfærandi takti við hina. Kontrabassaleikur Andra Ólafssonar var líka flottur, lágstemmdur en akkúrat. Píanóleikur Steingríms Karls Teague var hins vegar dálítið stirður, tónmótunina skorti karakter; hún var of flöt. Steingrímur tók engar áhættur, ekkert kom á óvart, fátt djúsí bar fyrir eyru, þetta var bara daufur undirleikur. Verri var þó sellóleikur Þórdísar Gerðar. Tónarnir voru losaralegir, stundum óhreinir, fókusinn vantaði. Verstar voru tvær aríur úr óperum eftir Gluck og Purcell, en þar spilaði sellóleikarinn svo illa að það fór beinlínis um mann. Lögin voru auk þess stílbrot, þau áttu engan veginn heima á dagskránni. Ekki er hægt að gefa þessum tónleikum háa einkunn. Sellóleikurinn var í forgrunni allan tímann, bar uppi megnið af laglínunum, og því komust herlegheitin aldrei á flug, þrátt fyrir fínan gítar- og slagverksleik. Þórdís er þó góður lagasmiður en hún þarf að æfa sig MIKIÐ ef hún ætlar sér að ná langt sem sellóleikari.Niðurstaða: Fínar lagasmíðar en flutningur í heild var ekki ásættanlegur auk þess sem kynning laganna var klaufaleg. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Djassklúbburinn Múlinn í Björtuloftum á fimmtu hæð í Hörpu laðar að útlendinga fremur en innfædda. Ég hef farið á það marga tónleika í Múlanum að ég get fullyrt þetta. Hvers vegna á þessu stendur veit ég ekki. Kannski er Múlinn bara orðinn að notalegum viðkomustað túristanna, og ekki aðeins tónlistin sem er tilgangur heimsóknarinnar. Afskaplega huggulegt er í Björtuloftum, barinn er opinn og útsýnið yfir höfnina er stórkostlegt. Þegar tónleikunum á miðvikudagskvöldið var lokið sýndu fáir á sér fararsnið heldur gengu að barnum og keyptu sér meira að drekka. Þar sem útlendingar eru oftast í meirihluta í Múlanum eru lögin á tónleikunum venjulega kynnt á ensku, eða á ensku og íslensku. Það er sjálfsögð kurteisi. Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari, sem var í aðalhlutverkinu á tónleikunum og því kynnir í leiðinni, talaði hins vegar bara á íslensku. Ekki virtist hvarfla að henni að stærstur hluti tónleikagesta skildi ekki bofs í því sem hún var að segja. Þetta var töluverður ljóður á dagskránni. Tónlistin var, með tveimur undantekningum, öll eftir Þórdísi Gerði, samin á árunum 2013-2015. Hún var skemmtileg, lögin voru margbreytileg og þróuðust gjarnan í áhugaverðar áttir með spennandi framvindu. Sumt bar keim af heimstónlist; í einu laginu sveif indverskur hljóðheimur yfir vötnum, í öðru var farið með mann til Tyrklands. Laglínurnar voru fallegar og útsetningar litríkar. Þar munaði töluvert um sýrukenndan rafgítarleik Guðmundar Péturssonar. Hann var notalega nostalgískur, minnti á köflum jafnvel á krautrokkið sælla minninga. Ekki síðri var fínlegur og framandi slagverksleikur Matthíasar M.D. Hemstock, samansettur úr fjölþættum blæbrigðum. Hann nostraði við hvern tón og var ávallt í sannfærandi takti við hina. Kontrabassaleikur Andra Ólafssonar var líka flottur, lágstemmdur en akkúrat. Píanóleikur Steingríms Karls Teague var hins vegar dálítið stirður, tónmótunina skorti karakter; hún var of flöt. Steingrímur tók engar áhættur, ekkert kom á óvart, fátt djúsí bar fyrir eyru, þetta var bara daufur undirleikur. Verri var þó sellóleikur Þórdísar Gerðar. Tónarnir voru losaralegir, stundum óhreinir, fókusinn vantaði. Verstar voru tvær aríur úr óperum eftir Gluck og Purcell, en þar spilaði sellóleikarinn svo illa að það fór beinlínis um mann. Lögin voru auk þess stílbrot, þau áttu engan veginn heima á dagskránni. Ekki er hægt að gefa þessum tónleikum háa einkunn. Sellóleikurinn var í forgrunni allan tímann, bar uppi megnið af laglínunum, og því komust herlegheitin aldrei á flug, þrátt fyrir fínan gítar- og slagverksleik. Þórdís er þó góður lagasmiður en hún þarf að æfa sig MIKIÐ ef hún ætlar sér að ná langt sem sellóleikari.Niðurstaða: Fínar lagasmíðar en flutningur í heild var ekki ásættanlegur auk þess sem kynning laganna var klaufaleg.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira