Allt of mikið af öllu Ritstjórn skrifar 21. febrúar 2018 11:00 Glamour/Getty Ashish Gupta var 16 ára gamall þegar hann starfaði í Indlandi, þar sem hann hannaði og saumaði föt fyrir Ameríkumarkað, svokallaðann ódýran fjöldaframleiddan fatnað. Þar hófst innblásturinn fyrir vetrarlínuna, en einnig blandaði hann indverskri götutísku, mexíkósku mynstri og endalaust af pallíettum. Allt eða ekkert var þemað hans í línunni, þar sem ádeila á kauphegðun var svolítið í brennidepli. Fyrirsætur gengu niður tískupallana með marga skræpótta plastpoka, og Ashish lék sér með lógó kreditkorta og breytti textanum. Visa varð að Viva, American Express að American Excess og Mastercard að Masturbate. Hann hélt í sín einkenni, eins og pallíettur og mikið skraut. Megnið af flíkunum var allt í pallíettum eins og svo oft hjá Ashish. Margar flíkurnar hafa lifað vel á samfélagsmiðlum eftir sýninguna, og þá sérstaklega Masturbate hettupeysan. Eitthvað verður hún vinsæl í haust! Mest lesið Björk í fullum Utopiu skrúða Glamour Föstudagslag Glamour Glamour Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Besta bjútí grínið Glamour Hvernig verða Svartar fjaðrir til? Glamour Senuþjófar tískuvikunnar Glamour Litríkar sumarneglur Glamour Leiklesa Sorry á stórkostlegan hátt Glamour Topshop hefur sölu á brúðarkjólum Glamour Hreinsihanski sem mun gera þér lífið auðveldara Glamour
Ashish Gupta var 16 ára gamall þegar hann starfaði í Indlandi, þar sem hann hannaði og saumaði föt fyrir Ameríkumarkað, svokallaðann ódýran fjöldaframleiddan fatnað. Þar hófst innblásturinn fyrir vetrarlínuna, en einnig blandaði hann indverskri götutísku, mexíkósku mynstri og endalaust af pallíettum. Allt eða ekkert var þemað hans í línunni, þar sem ádeila á kauphegðun var svolítið í brennidepli. Fyrirsætur gengu niður tískupallana með marga skræpótta plastpoka, og Ashish lék sér með lógó kreditkorta og breytti textanum. Visa varð að Viva, American Express að American Excess og Mastercard að Masturbate. Hann hélt í sín einkenni, eins og pallíettur og mikið skraut. Megnið af flíkunum var allt í pallíettum eins og svo oft hjá Ashish. Margar flíkurnar hafa lifað vel á samfélagsmiðlum eftir sýninguna, og þá sérstaklega Masturbate hettupeysan. Eitthvað verður hún vinsæl í haust!
Mest lesið Björk í fullum Utopiu skrúða Glamour Föstudagslag Glamour Glamour Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Besta bjútí grínið Glamour Hvernig verða Svartar fjaðrir til? Glamour Senuþjófar tískuvikunnar Glamour Litríkar sumarneglur Glamour Leiklesa Sorry á stórkostlegan hátt Glamour Topshop hefur sölu á brúðarkjólum Glamour Hreinsihanski sem mun gera þér lífið auðveldara Glamour