Telja spillingarásakanir gegn seðlabankastjóra geta verið hluta af áróðursherferð Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2018 22:13 Lögreglumenn gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Ilmars Rimsevics um helgina. Vísir/AFP Lettneska varnarmálaráðuneytið segir hugsanlegt að ásaskanir um spillingu sem leiddu til þess að seðlabankastjóri landsins var handtekinn séu liður í meiriháttar áróðursherferð sem sé ætlað að draga úr trausti á landið og hafa áhrif á kosningar þar í haust. Ilmars Rimsevics, seðlabankastjóri Lettlands, var settur í gæsluvarðhald á sunnudag. Hann er grunaður um að hafa þegið mútur. Þá hafa komið fram ásakanir um að ABLV-bankinn, þriðji stærsti lánveitandi lettneska ríkisins, hafi gerst sekur um peningaþvætti og hjálpað Norður-Kóreu að komast undan refsiaðgerðum. Í yfirlýsingu segir varnarmálaráðuneyti landsins að þær ásakanir gætu verið runnar undan rifjum viðamikillar áróðursherferðar utanaðkomandi aðila, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Vitna til reynslu Frakka, Þjóðverja og BandaríkjamannaEkki kemur fram í yfirlýsingunni hver gæti staðið þar að baki en ráðuneytið segir að herferðinni svipi til þeirra sem hafa átt sér stað fyrir kosningar í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum undanfarið. Bandaríska leyniþjónustan er fullviss um að Rússar hafi staðið að baki tilraunum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar árið 2016. Þrettán Rússar voru ákærðir á föstudag, grunaðir um að hafa tekið þátt í áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðlum. Rússum hefur einnig verið kennt um tilraunir til afskipta af forsetakosningum í Frakklandi í fyrra. Varnarmálaráðuneytið Lettlands telur að herferðin haldi áfram og hún beinist líklega að því að hafa áhrif á innanríkismál landsins og þingkosningar sem fara fram í október. Tilgangurinn sé að draga upp þá mynd að Lettar séu óáreiðanlegir bandamenn. Lettland Tengdar fréttir Forstjóri lettneska seðlabankans í gæsluvarðhald grunaður um spillingu Lögregluyfirvöld ruddust inn á heimili hans og skrifstofu fyrr í dag til að leita að vísbendingum vegna spillingarmáls. 18. febrúar 2018 16:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Lettneska varnarmálaráðuneytið segir hugsanlegt að ásaskanir um spillingu sem leiddu til þess að seðlabankastjóri landsins var handtekinn séu liður í meiriháttar áróðursherferð sem sé ætlað að draga úr trausti á landið og hafa áhrif á kosningar þar í haust. Ilmars Rimsevics, seðlabankastjóri Lettlands, var settur í gæsluvarðhald á sunnudag. Hann er grunaður um að hafa þegið mútur. Þá hafa komið fram ásakanir um að ABLV-bankinn, þriðji stærsti lánveitandi lettneska ríkisins, hafi gerst sekur um peningaþvætti og hjálpað Norður-Kóreu að komast undan refsiaðgerðum. Í yfirlýsingu segir varnarmálaráðuneyti landsins að þær ásakanir gætu verið runnar undan rifjum viðamikillar áróðursherferðar utanaðkomandi aðila, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Vitna til reynslu Frakka, Þjóðverja og BandaríkjamannaEkki kemur fram í yfirlýsingunni hver gæti staðið þar að baki en ráðuneytið segir að herferðinni svipi til þeirra sem hafa átt sér stað fyrir kosningar í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum undanfarið. Bandaríska leyniþjónustan er fullviss um að Rússar hafi staðið að baki tilraunum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar árið 2016. Þrettán Rússar voru ákærðir á föstudag, grunaðir um að hafa tekið þátt í áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðlum. Rússum hefur einnig verið kennt um tilraunir til afskipta af forsetakosningum í Frakklandi í fyrra. Varnarmálaráðuneytið Lettlands telur að herferðin haldi áfram og hún beinist líklega að því að hafa áhrif á innanríkismál landsins og þingkosningar sem fara fram í október. Tilgangurinn sé að draga upp þá mynd að Lettar séu óáreiðanlegir bandamenn.
Lettland Tengdar fréttir Forstjóri lettneska seðlabankans í gæsluvarðhald grunaður um spillingu Lögregluyfirvöld ruddust inn á heimili hans og skrifstofu fyrr í dag til að leita að vísbendingum vegna spillingarmáls. 18. febrúar 2018 16:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Forstjóri lettneska seðlabankans í gæsluvarðhald grunaður um spillingu Lögregluyfirvöld ruddust inn á heimili hans og skrifstofu fyrr í dag til að leita að vísbendingum vegna spillingarmáls. 18. febrúar 2018 16:43