Grímseyingar fengu svefnfrið í nótt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2018 10:36 Stærð skjálftanna hefur farið minnkandi. Mynd/Veðurstofa Íslands Jarðskjálftahrinan við Grímsey virðist ekki hafa truflað nætursvefn eyjarskeggja í nótt. Dregið hefur úr jarðskjálfavirkni sé miðað við gærdaginn þegar mikil virkni var á svæðinu. „Það er enn að skjálfa en það virðist vera smá rénun miðað við gærdaginn,“ segir Hildur María Friðriksdóttir náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það lýsir sér í því að stærðin á skjálftunum er að minnka.“ Í gær mældust fjölmargir skjálftar yfir þrjú stig en stærsti skjálftinn var upp úr klukkan hálfsex í gærmorgun og var 5,2 að stærð. Skjálftavirknin hefur haldið áfram í morgun en á lista Veðurstofunnar yfir jarðskjálfta síðustu 48 klukkustundirnar má sjá að enginn skjálfti hefur náð yfir þrjú stig frá því í gærkvöldi. „Það getur allt gerst en við erum að vonast til þess að þetta haldi áfram að róast,“ segir Hildur.Stærsti skjálftinn reið yfir í gær, 5.2 stig.Vísir/PjeturFjarlægðu muni úr hillum„Það er búið að vera mjög rólegt,“ segir Jóhannes G. Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyja í samtali við Vísi. Frá því á sunnudag hafa alls orðið um 1500 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu, flestir um og yfir eitt stig og segir Jóhannes að miðað við gærdaginn líti út fyrir að jarðskjálftahrinan sé að róast. „Maður allavega svaf þetta af sér í nótt. Við fundum aðeins fyrir þessu í gærkvöldi en þetta hefur verið voða meinlaust,“ segir Jóhannes. Viðlagatryggingar minntu Grímseyinga sem og aðra á skjálftasvæðum að mikilvægt væri að koma þungum munum úr hillum en þeir væru líklegastir til að valda skaða í stórum skjálftum. Jóhannes segir að Grímseyingar hafi farið að þessum ráðum í gær. „Við vorum að taka hluti þar sem fólk sefur svo það væri ekki með eitthvað hangandi yfir sér. Þetta er það sem er verið að mælast til í öryggisskyni. Fólk fer að huga að þessu þegar svona læti er,“ segir Jóhannes sem vonar að það versta sé um garð gengið. „Við förum að sjá hvort þetta sé ekki að fara verða búið en það eru allir mjög rólegir hérna og við vonum bara að þetta sé að ganga um garð.“ Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir „Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og valdi einn íbúi í Grímsey að gista í bátnum sínum í nótt. 19. febrúar 2018 09:05 Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. 19. febrúar 2018 20:45 Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Jarðskjálftahrinan við Grímsey virðist ekki hafa truflað nætursvefn eyjarskeggja í nótt. Dregið hefur úr jarðskjálfavirkni sé miðað við gærdaginn þegar mikil virkni var á svæðinu. „Það er enn að skjálfa en það virðist vera smá rénun miðað við gærdaginn,“ segir Hildur María Friðriksdóttir náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það lýsir sér í því að stærðin á skjálftunum er að minnka.“ Í gær mældust fjölmargir skjálftar yfir þrjú stig en stærsti skjálftinn var upp úr klukkan hálfsex í gærmorgun og var 5,2 að stærð. Skjálftavirknin hefur haldið áfram í morgun en á lista Veðurstofunnar yfir jarðskjálfta síðustu 48 klukkustundirnar má sjá að enginn skjálfti hefur náð yfir þrjú stig frá því í gærkvöldi. „Það getur allt gerst en við erum að vonast til þess að þetta haldi áfram að róast,“ segir Hildur.Stærsti skjálftinn reið yfir í gær, 5.2 stig.Vísir/PjeturFjarlægðu muni úr hillum„Það er búið að vera mjög rólegt,“ segir Jóhannes G. Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyja í samtali við Vísi. Frá því á sunnudag hafa alls orðið um 1500 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu, flestir um og yfir eitt stig og segir Jóhannes að miðað við gærdaginn líti út fyrir að jarðskjálftahrinan sé að róast. „Maður allavega svaf þetta af sér í nótt. Við fundum aðeins fyrir þessu í gærkvöldi en þetta hefur verið voða meinlaust,“ segir Jóhannes. Viðlagatryggingar minntu Grímseyinga sem og aðra á skjálftasvæðum að mikilvægt væri að koma þungum munum úr hillum en þeir væru líklegastir til að valda skaða í stórum skjálftum. Jóhannes segir að Grímseyingar hafi farið að þessum ráðum í gær. „Við vorum að taka hluti þar sem fólk sefur svo það væri ekki með eitthvað hangandi yfir sér. Þetta er það sem er verið að mælast til í öryggisskyni. Fólk fer að huga að þessu þegar svona læti er,“ segir Jóhannes sem vonar að það versta sé um garð gengið. „Við förum að sjá hvort þetta sé ekki að fara verða búið en það eru allir mjög rólegir hérna og við vonum bara að þetta sé að ganga um garð.“
Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir „Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og valdi einn íbúi í Grímsey að gista í bátnum sínum í nótt. 19. febrúar 2018 09:05 Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. 19. febrúar 2018 20:45 Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
„Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og valdi einn íbúi í Grímsey að gista í bátnum sínum í nótt. 19. febrúar 2018 09:05
Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. 19. febrúar 2018 20:45
Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31