Ættingjar Fridu Kahlo ósáttir við Barbie-dúkku sem byggð er á henni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2018 07:58 Frida Kahlo er ein þeirra kvenna sem ný lína Barbie er byggð á. skjáskot af vef mattel Ættingjar mexíkóska listmálarans Fridu Kahlo eru ósáttir við Barbie-dúkku sem byggð er á málaranum en Mattel, fyrirtækið sem framleiðir Barbie, hefur gefið út nýja línu af dúkkum undir heitinu Inspiring Women, eða „Konur sem veita innblástur.“ Er dúkkan sem byggð er á Kahlo ein þeirra. Í frétt BBC segir að fjölskylda Kahlo telja Mattel ekki eiga rétt á því að búa til Barbie-dúkku byggða á henni en bæði fyrirtækið og Frida Kahlo Corporation, sem á höfundarréttin að nafni og ímynd listamannsins, hafna því að ekki hafi mátt búa til dúkkuna. Kahlo er einn þekktasti listamaður Mexíkó og vakti ekki aðeins athygli fyrir list sína heldur einnig útlit. Kahlo lést árið 1954 og síðan þá hefur ímynd hennar verið ýmsum innblástur í ýmissi vöruhönnun, allt frá tékíla yfir í varagloss. Þetta er því ekki í fyrsta sinn sem notkun á nafni og ímynd Kahlo fyrir vörur hefur reitt ættingja hennar til reiði. „Mara Romeo, frænka Fridu Kahlo, er eini eigandi réttarins að ímynd mexíkóska málarans,“ sagði fjölskyldan í yfirlýsingu en Romeo segir að málið snúist ekki bara um höfundarrétt. „Ég hefði viljað að dúkkan líktist Fridu meira en þessi dúkka er með svo ljós augu,“ sagði hún. Mattel kveðst hins vegar vera með rétt til þess að búa til dúkkuna. Fyrirtækið hafi unnið náið með Frida Kahlo Corporation að verkefninu og það hafi bæði leyfi og samning þess efnis að það megi búa til dúkkuna. Mexíkó Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ættingjar mexíkóska listmálarans Fridu Kahlo eru ósáttir við Barbie-dúkku sem byggð er á málaranum en Mattel, fyrirtækið sem framleiðir Barbie, hefur gefið út nýja línu af dúkkum undir heitinu Inspiring Women, eða „Konur sem veita innblástur.“ Er dúkkan sem byggð er á Kahlo ein þeirra. Í frétt BBC segir að fjölskylda Kahlo telja Mattel ekki eiga rétt á því að búa til Barbie-dúkku byggða á henni en bæði fyrirtækið og Frida Kahlo Corporation, sem á höfundarréttin að nafni og ímynd listamannsins, hafna því að ekki hafi mátt búa til dúkkuna. Kahlo er einn þekktasti listamaður Mexíkó og vakti ekki aðeins athygli fyrir list sína heldur einnig útlit. Kahlo lést árið 1954 og síðan þá hefur ímynd hennar verið ýmsum innblástur í ýmissi vöruhönnun, allt frá tékíla yfir í varagloss. Þetta er því ekki í fyrsta sinn sem notkun á nafni og ímynd Kahlo fyrir vörur hefur reitt ættingja hennar til reiði. „Mara Romeo, frænka Fridu Kahlo, er eini eigandi réttarins að ímynd mexíkóska málarans,“ sagði fjölskyldan í yfirlýsingu en Romeo segir að málið snúist ekki bara um höfundarrétt. „Ég hefði viljað að dúkkan líktist Fridu meira en þessi dúkka er með svo ljós augu,“ sagði hún. Mattel kveðst hins vegar vera með rétt til þess að búa til dúkkuna. Fyrirtækið hafi unnið náið með Frida Kahlo Corporation að verkefninu og það hafi bæði leyfi og samning þess efnis að það megi búa til dúkkuna.
Mexíkó Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira