Svona úrslitaleikir henta ÍBV og Fram Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. mars 2018 06:00 Enginn þorði að snerta bikarinn fyrir keppni nema Jón Þorbjörn Jóhannsson hjá Haukum. Vísir/Anton Brink Undanúrslit Coca-Cola-bikarsins í karlaflokki fara fram í Laugardalshöll í kvöld með leikjum Hauka og ÍBV annars vegar og Selfoss og Fram hins vegar. Bikarhefðin er rík hjá Haukum og ÍBV en í hinu einvíginu hefur Fram ekki unnið í átján ár og Selfoss aldrei unnið bikarinn.Áberandi sterkari lið Fréttablaðið fékk Kára Garðarsson, þjálfara Gróttu, til að spá í spilin fyrir leiki kvöldsins. Hann á von á því að sigurvegari helgarinnar komi úr einvígi ÍBV og Hauka. „Rétt eins og kvennamegin finnst mér annað einvígið áberandi sterkara og fyrir fram myndi maður telja að sigurvegari þessa leiks sé ansi líklegur til að klára helgina með titli,“ sagði Kári sem hefur hrifist af Haukum eftir áramót. „Haukar eru búnir að endurheimta sína menn og líta mjög vel út. Að mínu mati eru þeir að spila liða best eftir áramót,“ sagði Kári sem sagði stemminguna lykilatriði fyrir ÍBV. „ÍBV er óútreiknanlegra lið fyrir leik á meðan Haukarnir eru stöðugri og bikarkeppnir henta Eyjamönnum mjög vel. Þeir fá oft flottan stuðning í svona leikjum og ná góðri stemningu í leikmannahópinn.“ Í leiknum mætast landsliðsmarkverðirnir Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV, og Björgvin Páll Gústavsson, Haukum. Kári sagði það geta skipt sköpum fyrir úrslit leiksins ef annar hvor þeirra hrykki í gír og næði að loka markinu. „Þetta er einvígi þeirra, markvarslan og varnarleikur á eftir að vera það sem vinnur leikinn fyrir sigurliðið.“Þessir leikir henta Fram Í seinni leiknum mætast Fram og Selfoss en nýliðar Selfoss unnu báða leiki liðanna í Olís-deildinni og eru að berjast við topp deildarinnar. Framarar eru fastir í neðri hluta deildarinnar, fara hvorki neðar né ofar. „Sagan hjá Fram segir manni að félagið þekki þetta betur og þeir eru með lið sem þrífst á svona stórleikjum. Þeir vinna stóru leikina oft, slógu út Aftureldingu og FH í bikarnum í ár. Þeir eiga alltaf frábæra leiki inn á milli og það gæti hjálpað þeim að horfa á þetta sem úrslitaleik og að pressan sé á Selfossi,“ en Kári á von á einhverju óvæntu frá Fram. „Guðmundur, þjálfari Fram, er tilbúinn að taka áhættu og taka menn úr umferð og hann á örugglega eftir að láta reyna á Patrek og Selfyssinga á morgun. Svo getur Viktor Gísli í markinu hjá Fram tekið yfir leiki og lokað markinu.“Pressa á Selfyssingum Þrátt fyrir að vera nýliði í deildinni er meiri pressa á Selfyssingum að komast í bikarúrslitin. „Öll pressan er á þeim, það er ætlast til að þeir nái árangri og þeir hafa verið að spila frábæran handbolta. Patrekur er að gera frábæra hluti með liðið þó að þeir hafi eiginlega verið heppnir að komast áfram gegn Þrótti í síðustu umferð bikarsins,“ sagði Kári og bætti við: „Þeir ná upp góðri stemmingu í liðinu og í stúkunni og það smitar inn á völlinn. Ef þú tekur liðin tvö og berð saman, mann fyrir mann, þá er Selfoss með betra liðið að mínu mati.“ Taldi hann lykilatriði fyrir Fram að loka á skyttur Selfyssinga. „Selfyssingar sakna auðvitað Hauks í leiknum en lykillinn fyrir Fram að sigri er að loka á þessar frábæru skyttur sem Selfoss er með,“ sagði Kári. Leikirnir hefjast klukkan 17.15 og 19.30 og fara fram í Laugardalshöll. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 26-29 | Fram vann sæti í úrslitunum Topplið Olís deildar kvenna, Fram, vann sigur á ÍBV í undanúrslitum Coca cola bikarsins í handbolta í Laugardalshöll í dag. 8. mars 2018 20:00 „Skandall ef Fram verður ekki meistari“ Undanúrslit bikarsins í kvennahandboltanum fara fram í dag. Annars vegar mætast topplið Olís-deildarinnar, Fram og ÍBV en í seinni leiknum mæta Haukar liði KA/Þórs úr 1. deildinni. 8. mars 2018 09:00 Svona var bikarfundurinn fyrir úrslitahelgi Coca-Cola bikarsins Bikarúrslit handboltans eru framundan og Handknattleikssamband Íslands var með blaðamannafund vegna úrslitahelgar Coca-Cola bikarsins. 6. mars 2018 11:52 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Sjá meira
Undanúrslit Coca-Cola-bikarsins í karlaflokki fara fram í Laugardalshöll í kvöld með leikjum Hauka og ÍBV annars vegar og Selfoss og Fram hins vegar. Bikarhefðin er rík hjá Haukum og ÍBV en í hinu einvíginu hefur Fram ekki unnið í átján ár og Selfoss aldrei unnið bikarinn.Áberandi sterkari lið Fréttablaðið fékk Kára Garðarsson, þjálfara Gróttu, til að spá í spilin fyrir leiki kvöldsins. Hann á von á því að sigurvegari helgarinnar komi úr einvígi ÍBV og Hauka. „Rétt eins og kvennamegin finnst mér annað einvígið áberandi sterkara og fyrir fram myndi maður telja að sigurvegari þessa leiks sé ansi líklegur til að klára helgina með titli,“ sagði Kári sem hefur hrifist af Haukum eftir áramót. „Haukar eru búnir að endurheimta sína menn og líta mjög vel út. Að mínu mati eru þeir að spila liða best eftir áramót,“ sagði Kári sem sagði stemminguna lykilatriði fyrir ÍBV. „ÍBV er óútreiknanlegra lið fyrir leik á meðan Haukarnir eru stöðugri og bikarkeppnir henta Eyjamönnum mjög vel. Þeir fá oft flottan stuðning í svona leikjum og ná góðri stemningu í leikmannahópinn.“ Í leiknum mætast landsliðsmarkverðirnir Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV, og Björgvin Páll Gústavsson, Haukum. Kári sagði það geta skipt sköpum fyrir úrslit leiksins ef annar hvor þeirra hrykki í gír og næði að loka markinu. „Þetta er einvígi þeirra, markvarslan og varnarleikur á eftir að vera það sem vinnur leikinn fyrir sigurliðið.“Þessir leikir henta Fram Í seinni leiknum mætast Fram og Selfoss en nýliðar Selfoss unnu báða leiki liðanna í Olís-deildinni og eru að berjast við topp deildarinnar. Framarar eru fastir í neðri hluta deildarinnar, fara hvorki neðar né ofar. „Sagan hjá Fram segir manni að félagið þekki þetta betur og þeir eru með lið sem þrífst á svona stórleikjum. Þeir vinna stóru leikina oft, slógu út Aftureldingu og FH í bikarnum í ár. Þeir eiga alltaf frábæra leiki inn á milli og það gæti hjálpað þeim að horfa á þetta sem úrslitaleik og að pressan sé á Selfossi,“ en Kári á von á einhverju óvæntu frá Fram. „Guðmundur, þjálfari Fram, er tilbúinn að taka áhættu og taka menn úr umferð og hann á örugglega eftir að láta reyna á Patrek og Selfyssinga á morgun. Svo getur Viktor Gísli í markinu hjá Fram tekið yfir leiki og lokað markinu.“Pressa á Selfyssingum Þrátt fyrir að vera nýliði í deildinni er meiri pressa á Selfyssingum að komast í bikarúrslitin. „Öll pressan er á þeim, það er ætlast til að þeir nái árangri og þeir hafa verið að spila frábæran handbolta. Patrekur er að gera frábæra hluti með liðið þó að þeir hafi eiginlega verið heppnir að komast áfram gegn Þrótti í síðustu umferð bikarsins,“ sagði Kári og bætti við: „Þeir ná upp góðri stemmingu í liðinu og í stúkunni og það smitar inn á völlinn. Ef þú tekur liðin tvö og berð saman, mann fyrir mann, þá er Selfoss með betra liðið að mínu mati.“ Taldi hann lykilatriði fyrir Fram að loka á skyttur Selfyssinga. „Selfyssingar sakna auðvitað Hauks í leiknum en lykillinn fyrir Fram að sigri er að loka á þessar frábæru skyttur sem Selfoss er með,“ sagði Kári. Leikirnir hefjast klukkan 17.15 og 19.30 og fara fram í Laugardalshöll.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 26-29 | Fram vann sæti í úrslitunum Topplið Olís deildar kvenna, Fram, vann sigur á ÍBV í undanúrslitum Coca cola bikarsins í handbolta í Laugardalshöll í dag. 8. mars 2018 20:00 „Skandall ef Fram verður ekki meistari“ Undanúrslit bikarsins í kvennahandboltanum fara fram í dag. Annars vegar mætast topplið Olís-deildarinnar, Fram og ÍBV en í seinni leiknum mæta Haukar liði KA/Þórs úr 1. deildinni. 8. mars 2018 09:00 Svona var bikarfundurinn fyrir úrslitahelgi Coca-Cola bikarsins Bikarúrslit handboltans eru framundan og Handknattleikssamband Íslands var með blaðamannafund vegna úrslitahelgar Coca-Cola bikarsins. 6. mars 2018 11:52 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 26-29 | Fram vann sæti í úrslitunum Topplið Olís deildar kvenna, Fram, vann sigur á ÍBV í undanúrslitum Coca cola bikarsins í handbolta í Laugardalshöll í dag. 8. mars 2018 20:00
„Skandall ef Fram verður ekki meistari“ Undanúrslit bikarsins í kvennahandboltanum fara fram í dag. Annars vegar mætast topplið Olís-deildarinnar, Fram og ÍBV en í seinni leiknum mæta Haukar liði KA/Þórs úr 1. deildinni. 8. mars 2018 09:00
Svona var bikarfundurinn fyrir úrslitahelgi Coca-Cola bikarsins Bikarúrslit handboltans eru framundan og Handknattleikssamband Íslands var með blaðamannafund vegna úrslitahelgar Coca-Cola bikarsins. 6. mars 2018 11:52