Efna til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2018 10:17 Róhingjakona ásamt börnum í flóttamannabúðunum í Bangladess. vísir/getty Í dag, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna sem haldinn er hátíðlegur um allan heim. Í tilefni af deginum blæs UN Women á Íslandi til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess en þær hafa mátt þola mikið ofbeldi og búa við grimman veruleika. Í tilkynningu frá UN Women á Íslandi segir að samtökin starfræki neyðarathvarf fyrir konur í flóttamannabúðum í Cox‘s Bazar í Bangladess. Í neyðarathvörfunum fá konurnar áfallahjálp, sæmdarsett, atvinnutækifæri og öryggi gegn ofbeldi. Sæmdarsettið inniheldur helstu nauðsynjar í takt við þarfir Róhingjakvenna; helstu hreinlætisvörur, teppi, vasaljós og vistvæn kol til matseldar og upphitunar. Konur sjást varla á förnum vegi í flóttamannabúðunum þar sem þær þora ekki út úr kofunum sínum af ótta við ofbeldi. Róhingjakonur hafa þó fundið sér bjargir við að afla aukakróna fyrir fjölskyldur sínar með matseld en þá standa konur yfir pottum og reykmengun af kolum sem þær elda á. Reykurinn er óhollur, veldur sviða í augum, augnsýkingum og lungnaþembu. Vistvænu kolin sem þær fá í sæmdarsetti UN Women valda hins vegar ekki eins mikilli reykmengun í kofum kvennanna. Um 400 þúsund Róhingjakonur búa í flóttamannabúðunum. Þær hafa nánast allar orðið vitni eða verið beittar grófu kynferðislegu ofbeldi. Þá hafa konur og stúlkur í mörgum tilfellum verið látnar horfa á þegar hermenn myrtu börn þeirra eða foreldra áður en þeir hófu að nauðga þeim, en nauðganir hafa verið notaðar markvisst sem stríðsvopn í blóðugum ofsóknum gegn Róhingjum í Mjanmar. Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UN Women fyrir Róhingjakonur með því að senda smsið KONUR í 1900. Bangladess Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Í dag, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna sem haldinn er hátíðlegur um allan heim. Í tilefni af deginum blæs UN Women á Íslandi til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess en þær hafa mátt þola mikið ofbeldi og búa við grimman veruleika. Í tilkynningu frá UN Women á Íslandi segir að samtökin starfræki neyðarathvarf fyrir konur í flóttamannabúðum í Cox‘s Bazar í Bangladess. Í neyðarathvörfunum fá konurnar áfallahjálp, sæmdarsett, atvinnutækifæri og öryggi gegn ofbeldi. Sæmdarsettið inniheldur helstu nauðsynjar í takt við þarfir Róhingjakvenna; helstu hreinlætisvörur, teppi, vasaljós og vistvæn kol til matseldar og upphitunar. Konur sjást varla á förnum vegi í flóttamannabúðunum þar sem þær þora ekki út úr kofunum sínum af ótta við ofbeldi. Róhingjakonur hafa þó fundið sér bjargir við að afla aukakróna fyrir fjölskyldur sínar með matseld en þá standa konur yfir pottum og reykmengun af kolum sem þær elda á. Reykurinn er óhollur, veldur sviða í augum, augnsýkingum og lungnaþembu. Vistvænu kolin sem þær fá í sæmdarsetti UN Women valda hins vegar ekki eins mikilli reykmengun í kofum kvennanna. Um 400 þúsund Róhingjakonur búa í flóttamannabúðunum. Þær hafa nánast allar orðið vitni eða verið beittar grófu kynferðislegu ofbeldi. Þá hafa konur og stúlkur í mörgum tilfellum verið látnar horfa á þegar hermenn myrtu börn þeirra eða foreldra áður en þeir hófu að nauðga þeim, en nauðganir hafa verið notaðar markvisst sem stríðsvopn í blóðugum ofsóknum gegn Róhingjum í Mjanmar. Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UN Women fyrir Róhingjakonur með því að senda smsið KONUR í 1900.
Bangladess Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira