Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. mars 2018 12:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það hafa verið vonbrigði að tveir þingmenn VG greiddu atkvæði með vantrausti á dómsmálaráðherra í gær. vísir/hanna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Þingmennirnir upplýstu þingflokk VG um það á þingflokksfundi áður en umræðan um vantraust hófst hvernig þau myndu kjósa. Katrín segir að að sjálfsögðu hefði það áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust yrði samþykkt á einn ráðherra. „Á endanum þegar ráðherralisti var lagður fyrir þingflokk VG nú í nóvember þá var um leið samþykkt bókun af hálfu þingflokksins um stuðning við félagslega niðurstöðu flokksráðsfundar VG og það átta sig auðvitað allir á því að vantrauststillaga á einn ráðherra hefur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Studdu ráðherralista en greiddu atkvæði gegn stjórnarsáttmála Þannig að þú lítur svo á að ef að tillagan hefði verið samþykkt hefði ríkisstjórnarsamstarfinu verið sjálfhætt? „Ef það er samþykkt vantraust á einn ráðherra þá hefur það að sjálfsögðu afleiðingar á ríkisstjórnarsamstarfið í heild,“ segir Katrín. Hún vill ekki tjá sig um það hvort hún líti þá svo á að Rósa Björk og Andrés Ingi styðji ekki ríkisstjórnina og segir að þau verði að svara fyrir sína afstöðu. Þau studdu ráðherralista VG en greiddu atkvæði gegn stjórnarsáttmálanum á flokksráðsfundi VG í nóvember. Þá sagði Rósa að hún áskildi sér rétt til þess að taka afstöðu til einstakra mála í samræmi við sína sannfæringu. Orð forsætisráðherra um vantraust á einn ráðherra og ríkisstjórnarsamstarfið enduróma orð sem Lilja Rafney Magnúsdóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmenn VG, létu falla á Alþingi í gær í umræðum um vantraustið. Þar lýstu þær báðar áhyggjum af því að tillagan snerist um ríkisstjórnina í heild. „Níu þingmenn Vinstri grænna meta það svo að ríkisstjórnarsamstarfið sé undir ef að vantraust verður samþykkt. Við myndum líta þannig á ef málið sneri að okkur, annað er einföldun á pólitíkinni,“ sagði Bjarkey til að mynda þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu í gærkvöldi. Vantrauststillagan kom ekki á óvart Aðspurð hvort að það hafi komið henni á óvart að vantrauststillagan var lögð fram segir hún svo ekki vera. „Nei. Þetta er náttúrulega margboðið og búið að tala um þetta lengi. Ég fór auðvitað yfir það í minni ræðu að mér fyndist ekki fullnægjandi rök fyrir þessari tillögu. Það breytir því ekki að það sem hefur komið fram í dómi Hæstaréttar og héraðsdóms hafi í rauninni legið fyrir í nefndarálitinu sem ég mælti fyrir síðastliðið vor,“ segir Katrín og bætir við að hún teldi það ekki ástæðu til afsagnar heldur ástæðu til að fara yfir málið, nýta tækifærið og fara yfir lagaumgjörð um skipan dómara. „Hæstiréttur kemst að því að ráðherra hafi gerst brotlegur við 10. grein stjórnsýsluréttarins, sem er auðvitað matskennd regla, þannig að mér fannst rökin með vantrausti ekki fullnægjandi fyrir utan að þau voru auðvitað mjög mismunandi hjá stjórnarandstöðunni,“ segir Katrín.En maður veltir því þá fyrir sér hvenær ráðherrar á Íslandi eigi að segja af sér ef það gerist ekki þegar ráðherra hefur fengið á sig dóm fyrir að brjóta lög? „Ég held að lögbrot sé í sjálfu sér ekki mælikvarði á þetta í þessu ljósi. Ég held að það liggi í hinni pólitísku menningu og hjá hverjum og einum hvenær fólk finnur hjá sér þá þörf fyrir að segja af sér. Ég hef nú sagt það líka að ég held að við eigum svolítið langt í land með okkar pólitísku menningu í þá átt,“ segir Katrín. Í byrjun árs skipaði Katrín starfshóp til að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Spurð út í þann hóp í þessu samhengi segir Katrín: „Mín trú er sú að svona breytingar verði ekki á einni nóttu og ég hef heyrt það frá þingmönnum, meira að segja úr mínum eigin flokki að þeim finnist lítið til koma að leggja til slíka vinnu. Ég er bara algjörlega ósammála því. Það sem þarf að gera ef við viljum breyta kerfi þá þarf að huga að því hvar við getum breytt innan kerfisins. Það er auðvitað umhugsunarefni hversu stutt á veg komin við vorum varðandi siðareglur og hagsmunaskráningu fyrir hrun. Enn og aftur erum við kannski ekki í takt við það sem gengur og gerist annars staðar og ég held að það sé mikilvægt að við breytum því kerfislægt.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Þingmennirnir upplýstu þingflokk VG um það á þingflokksfundi áður en umræðan um vantraust hófst hvernig þau myndu kjósa. Katrín segir að að sjálfsögðu hefði það áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust yrði samþykkt á einn ráðherra. „Á endanum þegar ráðherralisti var lagður fyrir þingflokk VG nú í nóvember þá var um leið samþykkt bókun af hálfu þingflokksins um stuðning við félagslega niðurstöðu flokksráðsfundar VG og það átta sig auðvitað allir á því að vantrauststillaga á einn ráðherra hefur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Studdu ráðherralista en greiddu atkvæði gegn stjórnarsáttmála Þannig að þú lítur svo á að ef að tillagan hefði verið samþykkt hefði ríkisstjórnarsamstarfinu verið sjálfhætt? „Ef það er samþykkt vantraust á einn ráðherra þá hefur það að sjálfsögðu afleiðingar á ríkisstjórnarsamstarfið í heild,“ segir Katrín. Hún vill ekki tjá sig um það hvort hún líti þá svo á að Rósa Björk og Andrés Ingi styðji ekki ríkisstjórnina og segir að þau verði að svara fyrir sína afstöðu. Þau studdu ráðherralista VG en greiddu atkvæði gegn stjórnarsáttmálanum á flokksráðsfundi VG í nóvember. Þá sagði Rósa að hún áskildi sér rétt til þess að taka afstöðu til einstakra mála í samræmi við sína sannfæringu. Orð forsætisráðherra um vantraust á einn ráðherra og ríkisstjórnarsamstarfið enduróma orð sem Lilja Rafney Magnúsdóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmenn VG, létu falla á Alþingi í gær í umræðum um vantraustið. Þar lýstu þær báðar áhyggjum af því að tillagan snerist um ríkisstjórnina í heild. „Níu þingmenn Vinstri grænna meta það svo að ríkisstjórnarsamstarfið sé undir ef að vantraust verður samþykkt. Við myndum líta þannig á ef málið sneri að okkur, annað er einföldun á pólitíkinni,“ sagði Bjarkey til að mynda þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu í gærkvöldi. Vantrauststillagan kom ekki á óvart Aðspurð hvort að það hafi komið henni á óvart að vantrauststillagan var lögð fram segir hún svo ekki vera. „Nei. Þetta er náttúrulega margboðið og búið að tala um þetta lengi. Ég fór auðvitað yfir það í minni ræðu að mér fyndist ekki fullnægjandi rök fyrir þessari tillögu. Það breytir því ekki að það sem hefur komið fram í dómi Hæstaréttar og héraðsdóms hafi í rauninni legið fyrir í nefndarálitinu sem ég mælti fyrir síðastliðið vor,“ segir Katrín og bætir við að hún teldi það ekki ástæðu til afsagnar heldur ástæðu til að fara yfir málið, nýta tækifærið og fara yfir lagaumgjörð um skipan dómara. „Hæstiréttur kemst að því að ráðherra hafi gerst brotlegur við 10. grein stjórnsýsluréttarins, sem er auðvitað matskennd regla, þannig að mér fannst rökin með vantrausti ekki fullnægjandi fyrir utan að þau voru auðvitað mjög mismunandi hjá stjórnarandstöðunni,“ segir Katrín.En maður veltir því þá fyrir sér hvenær ráðherrar á Íslandi eigi að segja af sér ef það gerist ekki þegar ráðherra hefur fengið á sig dóm fyrir að brjóta lög? „Ég held að lögbrot sé í sjálfu sér ekki mælikvarði á þetta í þessu ljósi. Ég held að það liggi í hinni pólitísku menningu og hjá hverjum og einum hvenær fólk finnur hjá sér þá þörf fyrir að segja af sér. Ég hef nú sagt það líka að ég held að við eigum svolítið langt í land með okkar pólitísku menningu í þá átt,“ segir Katrín. Í byrjun árs skipaði Katrín starfshóp til að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Spurð út í þann hóp í þessu samhengi segir Katrín: „Mín trú er sú að svona breytingar verði ekki á einni nóttu og ég hef heyrt það frá þingmönnum, meira að segja úr mínum eigin flokki að þeim finnist lítið til koma að leggja til slíka vinnu. Ég er bara algjörlega ósammála því. Það sem þarf að gera ef við viljum breyta kerfi þá þarf að huga að því hvar við getum breytt innan kerfisins. Það er auðvitað umhugsunarefni hversu stutt á veg komin við vorum varðandi siðareglur og hagsmunaskráningu fyrir hrun. Enn og aftur erum við kannski ekki í takt við það sem gengur og gerist annars staðar og ég held að það sé mikilvægt að við breytum því kerfislægt.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15
Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13