Bubbi: Ég held að Valgerður muni eyðileggja veisluna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. mars 2018 13:00 Bubbi er orðinn mjög spenntur. Hnefaleikaáhugamaðurinn Bubbi Morthens er í skýjunum með að Valgerður Guðsteinsdóttir sé að fara að berjast um titil í Noregi um næstu helgi. Hann segir að þetta tækifæri sé risastórt. „Þetta er bara eins stórt og það getur verið. Þarna er hún komin inn á hið alþjóðlega stóra svið. Það skiptir engu máli hvernig þessi bardagi fer, þó svo ég spái henni sigri. Hún er búin að skrá sig inn,“ segir Bubbi sem er gríðarlegur hnefaleikaáhugamaður eins og þjóðin þekkir. Svona stund hefur hann dreymt um lengi. „Ég hef verið að bíða eftir því að Íslendingur myndi berjast um heimsmeistaratitil í hnefaleikum síðan ég var lítill strákur. Ég hélt þetta myndi ekki gerast núna en sjáðu hvernig tilveran er. Á tímum þar sem konur rísa upp út um allan heim þá kemur stelpa frá Íslandi á tímum MeToo-byltingarinnar og er að fara að berjast um titilinn. Auðvitað er hún geðveik fyrirmynd fyrir stelpurnar mínar og allar litlar stelpur sem og konur sem vilja stunda íþróttir. Þetta er makalaust.“ Þó svo Valgerður sé áskorandi sem komi inn í bardagann með aðeins átta daga fyrirvara þá hefur Bubbi trú á því að hún komi á óvart og vinni bardagann. „Ég held að þessi bardagi fari ekki í fimm lotur af því að Valgerður sé of höggþung. Ég held líka að Valgerður hafi hausinn sem til þarf. Það þarf gríðarlegan andlegan styrk og það sýnir hvar hún er stödd er hún fær hringingu með varla viku fyrirvara. Hún segir bara já. „Öll pressan er á norsku stelpunni. Hún er á heimavelli og það er búið að „hæpa“ hana upp. Norðmenn eiga fimmfaldan heimsmeistara í hnefaleikum og það er verið að blása andstæðing Valgerðar upp sem næstu stórstjörnu Norðmanna. Ég held að Valgerður muni eyðileggja veisluna.“ Box Tengdar fréttir Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16 Valgerður: Ég hikaði ekki við að segja já Valgerður Guðsteinsdóttir verður fyrsti Íslendingurinn sem berst um belti í hnefaleikum í Osló um næstu helgi. Bardaginn bar brátt að en þrátt fyrir lítinn undirbúning segist Valgerður vera klár í að skemma teiti Norðmanna. 6. mars 2018 19:30 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Sjá meira
Hnefaleikaáhugamaðurinn Bubbi Morthens er í skýjunum með að Valgerður Guðsteinsdóttir sé að fara að berjast um titil í Noregi um næstu helgi. Hann segir að þetta tækifæri sé risastórt. „Þetta er bara eins stórt og það getur verið. Þarna er hún komin inn á hið alþjóðlega stóra svið. Það skiptir engu máli hvernig þessi bardagi fer, þó svo ég spái henni sigri. Hún er búin að skrá sig inn,“ segir Bubbi sem er gríðarlegur hnefaleikaáhugamaður eins og þjóðin þekkir. Svona stund hefur hann dreymt um lengi. „Ég hef verið að bíða eftir því að Íslendingur myndi berjast um heimsmeistaratitil í hnefaleikum síðan ég var lítill strákur. Ég hélt þetta myndi ekki gerast núna en sjáðu hvernig tilveran er. Á tímum þar sem konur rísa upp út um allan heim þá kemur stelpa frá Íslandi á tímum MeToo-byltingarinnar og er að fara að berjast um titilinn. Auðvitað er hún geðveik fyrirmynd fyrir stelpurnar mínar og allar litlar stelpur sem og konur sem vilja stunda íþróttir. Þetta er makalaust.“ Þó svo Valgerður sé áskorandi sem komi inn í bardagann með aðeins átta daga fyrirvara þá hefur Bubbi trú á því að hún komi á óvart og vinni bardagann. „Ég held að þessi bardagi fari ekki í fimm lotur af því að Valgerður sé of höggþung. Ég held líka að Valgerður hafi hausinn sem til þarf. Það þarf gríðarlegan andlegan styrk og það sýnir hvar hún er stödd er hún fær hringingu með varla viku fyrirvara. Hún segir bara já. „Öll pressan er á norsku stelpunni. Hún er á heimavelli og það er búið að „hæpa“ hana upp. Norðmenn eiga fimmfaldan heimsmeistara í hnefaleikum og það er verið að blása andstæðing Valgerðar upp sem næstu stórstjörnu Norðmanna. Ég held að Valgerður muni eyðileggja veisluna.“
Box Tengdar fréttir Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16 Valgerður: Ég hikaði ekki við að segja já Valgerður Guðsteinsdóttir verður fyrsti Íslendingurinn sem berst um belti í hnefaleikum í Osló um næstu helgi. Bardaginn bar brátt að en þrátt fyrir lítinn undirbúning segist Valgerður vera klár í að skemma teiti Norðmanna. 6. mars 2018 19:30 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Sjá meira
Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16
Valgerður: Ég hikaði ekki við að segja já Valgerður Guðsteinsdóttir verður fyrsti Íslendingurinn sem berst um belti í hnefaleikum í Osló um næstu helgi. Bardaginn bar brátt að en þrátt fyrir lítinn undirbúning segist Valgerður vera klár í að skemma teiti Norðmanna. 6. mars 2018 19:30