Helmingur borgarbúa er hlynntur Borgarlínunni Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. mars 2018 06:00 Borgarlínan verður í sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins með forgang á umferðarljósum, BORGARLINAN.IS Helmingur þeirra Reykvíkinga sem afstöðu taka í könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is er hlynntur Borgarlínunni. Fjórðungur er andvígur henni og fjórðungur er hlutlaus í afstöðu sinni. Þegar svörin eru skoðuð í heild sést að 42 prósent eru hlynnt Borgarlínunni, 21 prósent er andvígt og 21 prósent hlutlaust. Þá eru 13 prósent sem hafa ekki gert upp hug sinn og 4 prósent vilja ekki svara spurningunni. Á vef Samstaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að Borgarlínukerfið verði tveggja laga. Annars vegar er áformað að þar verði um að ræða Borgarlínuna sjálfa sem tengir saman kjarna sveitarfélaganna með liðvögnum, og hins vegar er það strætisvagnakerfi sem lagað verður að Borgarlínukerfinu og myndar net um þéttbýlið. Borgarlínan verður í sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins með forgang á umferðarljósum, og verður ferðatími með henni því styttri en með öðrum ferðamáta. Tíðni ferða getur farið í fimm til sjö mínútur á annatímum en sums staðar getur hún farið í um tvær mínútur. Biðstöðvar verða yfirbyggðar og upplýsingaskilti verða sett upp sem sýna í rauntíma hvenær næsti vagn kemur, líkt og þekkist víða um heim. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.322 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 60,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) Borgarlínunni? Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Tengdar fréttir Breyttar ferðavenjur lykillinn að minni töfum í umferðinni Ef markmiðið er að minnka eða koma í veg fyrir tafir í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu dugir ekki að horfa eingöngu til einstakra framkvæmda. 15. febrúar 2018 11:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Sjá meira
Helmingur þeirra Reykvíkinga sem afstöðu taka í könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is er hlynntur Borgarlínunni. Fjórðungur er andvígur henni og fjórðungur er hlutlaus í afstöðu sinni. Þegar svörin eru skoðuð í heild sést að 42 prósent eru hlynnt Borgarlínunni, 21 prósent er andvígt og 21 prósent hlutlaust. Þá eru 13 prósent sem hafa ekki gert upp hug sinn og 4 prósent vilja ekki svara spurningunni. Á vef Samstaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að Borgarlínukerfið verði tveggja laga. Annars vegar er áformað að þar verði um að ræða Borgarlínuna sjálfa sem tengir saman kjarna sveitarfélaganna með liðvögnum, og hins vegar er það strætisvagnakerfi sem lagað verður að Borgarlínukerfinu og myndar net um þéttbýlið. Borgarlínan verður í sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins með forgang á umferðarljósum, og verður ferðatími með henni því styttri en með öðrum ferðamáta. Tíðni ferða getur farið í fimm til sjö mínútur á annatímum en sums staðar getur hún farið í um tvær mínútur. Biðstöðvar verða yfirbyggðar og upplýsingaskilti verða sett upp sem sýna í rauntíma hvenær næsti vagn kemur, líkt og þekkist víða um heim. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.322 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 60,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) Borgarlínunni?
Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Tengdar fréttir Breyttar ferðavenjur lykillinn að minni töfum í umferðinni Ef markmiðið er að minnka eða koma í veg fyrir tafir í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu dugir ekki að horfa eingöngu til einstakra framkvæmda. 15. febrúar 2018 11:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Sjá meira
Breyttar ferðavenjur lykillinn að minni töfum í umferðinni Ef markmiðið er að minnka eða koma í veg fyrir tafir í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu dugir ekki að horfa eingöngu til einstakra framkvæmda. 15. febrúar 2018 11:15