Vantrausti ekki lýst á ráðherra í 100 ár Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. mars 2018 11:00 Smári McCarthy og Þórhildur Sunna skutu fast á dómsmálaráðherra í gær en Katrín Jakobsdóttir greip til varna fyrir ráðherra sinn. Vísir/eyþór Tveir þingmenn stjórnarmeirihlutans, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, studdu tillögu Samfylkingar og Pírata um vantraust á dómsmálaráðherra í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær. Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. Bergþór Ólason, Miðflokknum, greiddi ekki atkvæði. Allir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu vantraustinu atkvæði sitt. Þingmenn VG, aðrir en Rósa Björk og Andrés, vörðust vantrauststillögunni eins og um vantraust á ríkisstjórnina væri að ræða. Gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar þann málflutning harðlega.Vantraust á ráðherra sjaldgæft Samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands er forsætisráðherra skylt að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt hafi vantraust verið samþykkt á ríkisstjórn hans. Hið sama gildir ef vantrausti er lýst á forsætisráðherra sjálfan. Ef hins vegar vantrausti er lýst á einstaka ráðherra er forsætisráðherra skylt að gera tillögu til forseta um að viðkomandi ráðherra verði leystur frá embætti. Því er ljóst að ríkisstjórn getur setið áfram enda þótt vantrausti sé lýst á einstaka ráðherra hennar, nema ef um forsætisráðherra sjálfan er að ræða. Mun algengara er að vantrausti sé lýst á ríkisstjórn í heild en einstaka ráðherra. Aðeins einu sinni áður frá lýðveldisstofnun hefur tillaga um vantraust á einstaka ráðherra verið lögð fram; árið 1954, gegn menntamálaráðherra Bjarna Benediktssyni. Almennt er litið svo á að vantraust á ríkisstjórn feli í sér yfirlýsingu um óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar almennt eða í einstaka málum. Vantraust á einstaka ráðherra tengjast hins vegar gjarnan embættisfærslum hans eða vanhæfi af einhverjum toga. Ákvörðun þingmanna um vantraust til ráðherra þarf ekki að byggja á öðru en huglægri afstöðu hans til ráðherrans og vera háð pólitísku mati, sem er alfarið aðskilið hvers kyns lagalegri ábyrgð ráðherra.Engin rök þarf fyrir vantrausti Um forsendur fyrir vantrausti á ríkisstjórn eða ráðherra gilda hins vegar í raun engar reglur. Í fræðiritinu Þingræði á Íslandi eftir Ragnheiði Kristjánsdóttur o.fl. segir að Alþingi geti „samþykkt vantraust án þess að nokkuð liggi fyrir um óæskilega stjórnarframkvæmd ráðherra, trúnaðarbrest gagnvart þinginu, lögbrot eða annað. Það getur einfaldlega ákveðið að það vilji frekar hafa aðra ráðherra.“ Þótt ekki sé algengt að ráðherrar segi af sér hér á landi í kjölfar hneykslismála, virðast þeir velja að gera það frekar ef vantraust er yfirvofandi og þeir eiga ekki stuðning samflokksmanna vísan. Frá því Ísland fékk heimastjórn árið 1904 hafa sex ráðherrar sagt af sér embætti. Í flestum tilvikum áttu þeir ekki annan kost enda hefðu þeir ella þurft að þola vantraust Alþingis. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Tveir þingmenn stjórnarmeirihlutans, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, studdu tillögu Samfylkingar og Pírata um vantraust á dómsmálaráðherra í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær. Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. Bergþór Ólason, Miðflokknum, greiddi ekki atkvæði. Allir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu vantraustinu atkvæði sitt. Þingmenn VG, aðrir en Rósa Björk og Andrés, vörðust vantrauststillögunni eins og um vantraust á ríkisstjórnina væri að ræða. Gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar þann málflutning harðlega.Vantraust á ráðherra sjaldgæft Samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands er forsætisráðherra skylt að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt hafi vantraust verið samþykkt á ríkisstjórn hans. Hið sama gildir ef vantrausti er lýst á forsætisráðherra sjálfan. Ef hins vegar vantrausti er lýst á einstaka ráðherra er forsætisráðherra skylt að gera tillögu til forseta um að viðkomandi ráðherra verði leystur frá embætti. Því er ljóst að ríkisstjórn getur setið áfram enda þótt vantrausti sé lýst á einstaka ráðherra hennar, nema ef um forsætisráðherra sjálfan er að ræða. Mun algengara er að vantrausti sé lýst á ríkisstjórn í heild en einstaka ráðherra. Aðeins einu sinni áður frá lýðveldisstofnun hefur tillaga um vantraust á einstaka ráðherra verið lögð fram; árið 1954, gegn menntamálaráðherra Bjarna Benediktssyni. Almennt er litið svo á að vantraust á ríkisstjórn feli í sér yfirlýsingu um óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar almennt eða í einstaka málum. Vantraust á einstaka ráðherra tengjast hins vegar gjarnan embættisfærslum hans eða vanhæfi af einhverjum toga. Ákvörðun þingmanna um vantraust til ráðherra þarf ekki að byggja á öðru en huglægri afstöðu hans til ráðherrans og vera háð pólitísku mati, sem er alfarið aðskilið hvers kyns lagalegri ábyrgð ráðherra.Engin rök þarf fyrir vantrausti Um forsendur fyrir vantrausti á ríkisstjórn eða ráðherra gilda hins vegar í raun engar reglur. Í fræðiritinu Þingræði á Íslandi eftir Ragnheiði Kristjánsdóttur o.fl. segir að Alþingi geti „samþykkt vantraust án þess að nokkuð liggi fyrir um óæskilega stjórnarframkvæmd ráðherra, trúnaðarbrest gagnvart þinginu, lögbrot eða annað. Það getur einfaldlega ákveðið að það vilji frekar hafa aðra ráðherra.“ Þótt ekki sé algengt að ráðherrar segi af sér hér á landi í kjölfar hneykslismála, virðast þeir velja að gera það frekar ef vantraust er yfirvofandi og þeir eiga ekki stuðning samflokksmanna vísan. Frá því Ísland fékk heimastjórn árið 1904 hafa sex ráðherrar sagt af sér embætti. Í flestum tilvikum áttu þeir ekki annan kost enda hefðu þeir ella þurft að þola vantraust Alþingis.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15
Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13