Senda Rússum tóninn vegna undarlegra veikinda njósnara Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2018 17:40 Sergei Skripal í dómssal árið 2006 þegar hann var fangelsaður fyrir njósnir. Vísir/EPA Yfirvöld Bretlands segjast tilbúin til að bregðast við af hörku ef í ljós kemur að Rússar hafi verið á bak við undarleg veikindi fyrrverandi rússnesks njósnara sem gekk til liðs við Breta. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir að Sergei Skripal, fyrrverandi yfirmaður innan GRU leyniþjónustunnar, og 33 ára gömul dóttir hans hafi fundist meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð á sunnudaginn. Lögreglan segir þau hafa orðið fyrir áhrifum óþekkts efnis og eru þau bæði á gjörgæslu í alvarlegu ástandi. Tveir lögregluþjónar urðu einnig fyrir áhrifum efnisins en þeir eru sagðir hafa náð sér að fullu. Þar að auki er einn sjúkraflutningamaður á sjúkrahúsi.Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Johnson sagði þingmönnum í dag að enn væri ekki vitað nákvæmlega hvað hefði gerst. Hins vegar grunaði yfirvöld að Rússar stæðu að baki veikindum feðginanna. „Það er ljóst að Rússland, því miður, er nú að mörgu leyti illt og spillandi afl og Bretland er í forystu meðal þjóða heimsins í að koma í veg fyrir aðgerðir þeirra,“ sagði Johnson samkvæmt frétt Reuters.Líkindi með dauða LitvenkoJohnson, sem vitnaði í dauða njósnarans Alexander Litvenko sem dó árið 2006 eftir að eitrað hafði verið fyrir honum, sagði einnig að ef í ljós kæmi að Rússar hefðu reynt að myrða Skripal væri „erfitt að sjá“ hvernig Bretar gætu tekið þátt í Heimsmeistarakeppninni í fótbolta sem fram fer í Rússlandi í sumar „með eðlilegum hætti“. Eitrað var fyrir hinum 43 ára Litvinenko þann 1. nóvember 2006 með geislavirka efninu pólon-210, en því hafði verið komið fyrir í tebolla sem hann drakk úr. Hann lést þann 23. nóvember sama ár. Á dánarbeði sínu gaf hann frá sér tilkynningu þar sem hann ásakaði Putin um að vera að baki ódæðinu. Í skýrslu sem bresk stjórnvöld birtu árið 2016 er því haldið fram að Putin og Nikolai Patrushev, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar hafi fyrirskipað morðið á Litvenko. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Sjá meira
Yfirvöld Bretlands segjast tilbúin til að bregðast við af hörku ef í ljós kemur að Rússar hafi verið á bak við undarleg veikindi fyrrverandi rússnesks njósnara sem gekk til liðs við Breta. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir að Sergei Skripal, fyrrverandi yfirmaður innan GRU leyniþjónustunnar, og 33 ára gömul dóttir hans hafi fundist meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð á sunnudaginn. Lögreglan segir þau hafa orðið fyrir áhrifum óþekkts efnis og eru þau bæði á gjörgæslu í alvarlegu ástandi. Tveir lögregluþjónar urðu einnig fyrir áhrifum efnisins en þeir eru sagðir hafa náð sér að fullu. Þar að auki er einn sjúkraflutningamaður á sjúkrahúsi.Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Johnson sagði þingmönnum í dag að enn væri ekki vitað nákvæmlega hvað hefði gerst. Hins vegar grunaði yfirvöld að Rússar stæðu að baki veikindum feðginanna. „Það er ljóst að Rússland, því miður, er nú að mörgu leyti illt og spillandi afl og Bretland er í forystu meðal þjóða heimsins í að koma í veg fyrir aðgerðir þeirra,“ sagði Johnson samkvæmt frétt Reuters.Líkindi með dauða LitvenkoJohnson, sem vitnaði í dauða njósnarans Alexander Litvenko sem dó árið 2006 eftir að eitrað hafði verið fyrir honum, sagði einnig að ef í ljós kæmi að Rússar hefðu reynt að myrða Skripal væri „erfitt að sjá“ hvernig Bretar gætu tekið þátt í Heimsmeistarakeppninni í fótbolta sem fram fer í Rússlandi í sumar „með eðlilegum hætti“. Eitrað var fyrir hinum 43 ára Litvinenko þann 1. nóvember 2006 með geislavirka efninu pólon-210, en því hafði verið komið fyrir í tebolla sem hann drakk úr. Hann lést þann 23. nóvember sama ár. Á dánarbeði sínu gaf hann frá sér tilkynningu þar sem hann ásakaði Putin um að vera að baki ódæðinu. Í skýrslu sem bresk stjórnvöld birtu árið 2016 er því haldið fram að Putin og Nikolai Patrushev, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar hafi fyrirskipað morðið á Litvenko.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Sjá meira
Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56