Telur að hún hafi stuðning þingsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2018 11:14 Sigríður Á. Andersend, dómsmálaráðherra, fagnar því að geta rætt störf sín. Komin er vantrauststillaga á hana vegna Landsréttarmálsins. VISIR/ANTON BRINK Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. Sigríður kveðst ekki hafa áhyggjur af því að hún hafi ekki stuðning þingsins. Hún segir það ekki koma sér á óvart að vantrauststillagan sé komin fram. „Nei, menn eru nú búnir að vera að tala um þetta í hálft ár og ég skil nú ekki af hverju menn lögðu þetta ekki fram á síðasta kjörtímabili,“ segir Sigríður. Ekki er algengt að lagðar séu fram vantrauststillögur á einstaka ráðherra heldur frekar á ríkisstjórnir. Sigríður segir það aldrei léttvægt þegar slíkar tillögur komi fram, hvort sem það er á ríkisstjórn eða einstaka ráðherra.Sjá einnig:Þingmenn taki afstöðu hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki „Í því ljósi verður þessari tillögu auðvitað svarað af fullri festu og tilhlýðilegum alvarleika,“ segir Sigríður. Fari það svo að allir þingmenn stjórnarandstöðunnar styðji tillöguna þurfa fjórir þingmenn stjórnarflokkanna að styðja hana einnig eigi hún að fá samþykkt þingsins. Sigríður gerir ráð fyrir stuðningi þingsins í málinu. „Ekkert síður en ég finn fyrir stuðningi utan þings hjá almenningi sem ég hef strax orðið vör við í morgun.“ Fyrir liggur að tveir þingmenn VG studdu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Aðspurð hvort hún hafi ekki áhyggjur af mögulegum „villiköttum“ innan raða Vinstri grænna svarar Sigríður neitandi. „Nei, ég hef engar áhyggjur af því að ég hafi ekki stuðning þingsins.“ Óvíst er hvort tillagan verði tekin fyrir á þingi í dag en hefð er fyrir því að vantrauststillögur séu teknar fyrir á dagskrá við fyrsta tækifæri. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. 5. mars 2018 17:45 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. Sigríður kveðst ekki hafa áhyggjur af því að hún hafi ekki stuðning þingsins. Hún segir það ekki koma sér á óvart að vantrauststillagan sé komin fram. „Nei, menn eru nú búnir að vera að tala um þetta í hálft ár og ég skil nú ekki af hverju menn lögðu þetta ekki fram á síðasta kjörtímabili,“ segir Sigríður. Ekki er algengt að lagðar séu fram vantrauststillögur á einstaka ráðherra heldur frekar á ríkisstjórnir. Sigríður segir það aldrei léttvægt þegar slíkar tillögur komi fram, hvort sem það er á ríkisstjórn eða einstaka ráðherra.Sjá einnig:Þingmenn taki afstöðu hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki „Í því ljósi verður þessari tillögu auðvitað svarað af fullri festu og tilhlýðilegum alvarleika,“ segir Sigríður. Fari það svo að allir þingmenn stjórnarandstöðunnar styðji tillöguna þurfa fjórir þingmenn stjórnarflokkanna að styðja hana einnig eigi hún að fá samþykkt þingsins. Sigríður gerir ráð fyrir stuðningi þingsins í málinu. „Ekkert síður en ég finn fyrir stuðningi utan þings hjá almenningi sem ég hef strax orðið vör við í morgun.“ Fyrir liggur að tveir þingmenn VG studdu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Aðspurð hvort hún hafi ekki áhyggjur af mögulegum „villiköttum“ innan raða Vinstri grænna svarar Sigríður neitandi. „Nei, ég hef engar áhyggjur af því að ég hafi ekki stuðning þingsins.“ Óvíst er hvort tillagan verði tekin fyrir á þingi í dag en hefð er fyrir því að vantrauststillögur séu teknar fyrir á dagskrá við fyrsta tækifæri.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. 5. mars 2018 17:45 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. 5. mars 2018 17:45
„Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21
Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26