Ólögleg lyf mældust í blóði Saul Alvarez en hann fær þrátt fyrir það að berjast við Gennady Golovkin.
Talsmenn Alvarez segja að mengað kjöt sem hann borðaði í æfingabúðum í Mexíkó hafi ollið því að of mikið magn af clenbuterol hafi fundist í blóði Alvarez. Hann mun því færa æfingabúðir sínar yfir til Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir frekara lyfjaát.
Áður hefur komið upp mál þar sem fimm mexíkóskir landsliðsmenn í fótbolta mældust með of mikið magn af clenbuterol en fengu að spila vegna þess að sannað hafði verið að það kom úr kjöti.
Alvarez mætir Golovkin í Las Vegas í byrjun maí, en bardaginn verður endurtekinn viðureign kappanna frá því í september þar sem þeim var dæmt jafntefli.
Mældist á ólöglegum lyfjum eftir að hafa borðað steik í Mexíkó
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti


„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn