Starfsmaður Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík var í Héraðsdómi Vestfjarða undir lok febrúar dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt.
Á vikutímabili í september í haust varð maðurinn uppvís að því að millifæra rífega 53 þúsund krónur inn á kortareikning sinn í gegnum afgreiðslukerfi verslunarinnar.
Maðurinn játað brot sitt. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hafði ekki gerst brotlegur áður en einnig til þess að hann hafði ekki endurgreitt féð.
