Forstjóri Ernis segir umræðuna um Hvassahraun vera út í hött Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. mars 2018 08:00 Hörður Guðmundsson. „Mér hefur alltaf fundist þessi umræða um flugvöll úti í Hvassahrauni vera út í hött,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis. Hann segir niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar, sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu, ekki koma sér á óvart. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja 59 prósent þeirra sem afstöðu tóku hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, 30 prósent vilja ekki hafa hann þar en 11 prósent eru hlutlaus í afstöðu sinni. Þegar svörin eru skoðuð í heild kemur fram að 54 prósent vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, 28 prósent vilja ekki hafa hann þar áfram, 10 prósent eru hlutlaus, 4 prósent hafa ekki gert upp hug sinn og þrjú prósent neita að svara spurningunni. Þegar svörin eru greind eftir aldri sést að fólk í aldurshópnum 50 ára og eldri er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni en þeir sem eru á aldrinum 18-49 ára. Þá vekur það líka athygli að konur eru líklegri til að vilja hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni en karlar. Hörður segir að hver nefndin hafi verið skipuð á eftir annarri til að kanna hvar Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera. „Það hefur verið Rögnunefndin og fleiri nefndir og alltaf er borgarstjóri leiddur til hásætis í nefndinni. Hann hefur nú yfirleitt bara eyðilagt þessar nefndir af því að það hafa aldrei komið nein skýr svör,“ segir Hörður. Flugfélagið Ernir flýgur til sex staða á landsbyggðinni. „Fjölmörg fyrirtæki eru að þjónusta landsbyggðina og landsbyggðin er að sækja til Reykjavíkur þannig að þetta er svona „win win“ fyrir báða aðila að hafa flugvöllinn og samgöngur í lagi,“ segir Hörður og ítrekar að sér finnist umræða um flugvöll í Hvassahrauni algerlega út í hött. „Þessi umræða er bara ekki alveg í lagi og ég veit eiginlega ekkert hvernig hún verður til.“Aðferð Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.322 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 60,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Viltu hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni? 93 prósent þeirra sem svöruðu tóku afstöðu til spurningarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. 8. febrúar 2018 20:00 Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Laxadauðinn í Berufirði komin á borð lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Sjá meira
„Mér hefur alltaf fundist þessi umræða um flugvöll úti í Hvassahrauni vera út í hött,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis. Hann segir niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar, sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu, ekki koma sér á óvart. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja 59 prósent þeirra sem afstöðu tóku hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, 30 prósent vilja ekki hafa hann þar en 11 prósent eru hlutlaus í afstöðu sinni. Þegar svörin eru skoðuð í heild kemur fram að 54 prósent vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, 28 prósent vilja ekki hafa hann þar áfram, 10 prósent eru hlutlaus, 4 prósent hafa ekki gert upp hug sinn og þrjú prósent neita að svara spurningunni. Þegar svörin eru greind eftir aldri sést að fólk í aldurshópnum 50 ára og eldri er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni en þeir sem eru á aldrinum 18-49 ára. Þá vekur það líka athygli að konur eru líklegri til að vilja hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni en karlar. Hörður segir að hver nefndin hafi verið skipuð á eftir annarri til að kanna hvar Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera. „Það hefur verið Rögnunefndin og fleiri nefndir og alltaf er borgarstjóri leiddur til hásætis í nefndinni. Hann hefur nú yfirleitt bara eyðilagt þessar nefndir af því að það hafa aldrei komið nein skýr svör,“ segir Hörður. Flugfélagið Ernir flýgur til sex staða á landsbyggðinni. „Fjölmörg fyrirtæki eru að þjónusta landsbyggðina og landsbyggðin er að sækja til Reykjavíkur þannig að þetta er svona „win win“ fyrir báða aðila að hafa flugvöllinn og samgöngur í lagi,“ segir Hörður og ítrekar að sér finnist umræða um flugvöll í Hvassahrauni algerlega út í hött. „Þessi umræða er bara ekki alveg í lagi og ég veit eiginlega ekkert hvernig hún verður til.“Aðferð Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.322 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 60,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Viltu hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni? 93 prósent þeirra sem svöruðu tóku afstöðu til spurningarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. 8. febrúar 2018 20:00 Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Laxadauðinn í Berufirði komin á borð lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Sjá meira
Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. 8. febrúar 2018 20:00
Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30