Allra augu beinast að Ryan Seacrest á Óskarnum vegna MeToo Birgir Olgeirsson skrifar 4. mars 2018 22:24 Ryan Seacrest á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Vísir/Getty Óskarsverðlaunin verða afhent vestanhafs í nótt en fjölmiðlar ytra hafa velt því upp hvernig vera fjölmiðlamannsins Ryan Seacrest mun leggjast í þá sem sækja hátíðina.Seacrest hefur verið sakaður um að hafa áreitt stílista sinn kynferðislega á árunum 2007 til 2013. Síðastliðinn mánudag fjallaði Variety um ásakanirnar á hendur honum en hann er sagður hafa káfað á henni, slegið hana svo fast á afturendann að hún fékk mar og neytt höfuð hennar í klof sitt á meðan hún batt skóreimar hans. Seacrest starfar fyrir sjónvarpsstöðina E! en þar var framkvæmd innanhúss rannsókn á þessum ásökunum. Niðurstaða hennar var sú að skortur væri á sönnunargögnum til að geta komist að niðurstöðu. Ákvað sjónvarpsstöðin að aðhafast ekki frekar í málinu og því má búast við því að Seacrest muni standa á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles í kvöld og reyna að ná viðtölum við stjörnurnar.Stofnandi MeToo-byltingarinnar segir það slæma ákvörðun af E! að senda Seacrest á Óskarinn.Vísir/GettyÆtla að spyrja stjörnurnar út í Seacrest Á vef Page Six er rætt við framleiðanda hjá sjónvarpsþættinum Access sem verður með umfjöllun á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles. Rob Silverstein segir í samtali við Page Six að þáttastjórnendurnir Scott Evans og Kit Hoover hafi verið búnir undir að spyrja stjörnurnar á rauða dreglinum út í MeToo-byltinguna og hvort þær muni ræða við Ryan Seacrest á rauða dreglinum. Page Six ræðir einnig við kynningarfulltrúa frá New York sem er með nokkrar stjörnur á sínum snærum. Sá segist vonast til að stjörnurnar sem hann vinnur fyrir eigi eftir að hafa vit á því að neita Seacrest um viðtal.Jennifer Lawrence var óviss Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Lawrence sagði við útvarpsmanninn Howard Stern í liðinni viku að hún væri ekki viss um hvort hún muni fara í viðtal hjá Seacrest.Á vef Deadline er greint frá því að E! hafi tekið þá ákvörðun að hafa 30 sekúndna seinkun til að geta brugðist við ef eitthvað óvænt kemur upp á varðandi útsendinguna með Seacrest. Talskona E! segir í samtali við Deadline að um hefðbundið vinnulag sé að ræða. Deadline bendir hins vegar á að flestar sjónvarpsstöðvar séu með um fimm sekúndna seinkun á sínum útsendingum. Tarana Burke, sem stofnaði til MeToo-byltingarinnar, segir í samtali við Variety að E! ætti að hætta við að senda Seacrest á Óskarinn MeToo Óskarinn Tengdar fréttir Seacrest neitar sök Seacrest er gert að sök að hafa haft í frammi óviðeigandi hegðun. 28. febrúar 2018 15:11 Allt sem þú þarft að vita um Óskarinn í kvöld Óskarsverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Kaliforníu í kvöld. Verðlaunahátíðin er nú haldin í nítugasta skipti, mitt í ólgusjó Time's Up og #MeToo-hreyfinganna. 4. mars 2018 15:00 „Sársaukafullt“ þegar vegið var að starfsheiðrinum með ásökunum um kynferðislega áreitni Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest segir það hafa verið afar sársaukafullt að þurfa að sitja undir ásökunum í nóvember síðastliðnum um að hafa áreitt konu kynferðislega. 6. febrúar 2018 22:34 Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Óskarsverðlaunin verða afhent vestanhafs í nótt en fjölmiðlar ytra hafa velt því upp hvernig vera fjölmiðlamannsins Ryan Seacrest mun leggjast í þá sem sækja hátíðina.Seacrest hefur verið sakaður um að hafa áreitt stílista sinn kynferðislega á árunum 2007 til 2013. Síðastliðinn mánudag fjallaði Variety um ásakanirnar á hendur honum en hann er sagður hafa káfað á henni, slegið hana svo fast á afturendann að hún fékk mar og neytt höfuð hennar í klof sitt á meðan hún batt skóreimar hans. Seacrest starfar fyrir sjónvarpsstöðina E! en þar var framkvæmd innanhúss rannsókn á þessum ásökunum. Niðurstaða hennar var sú að skortur væri á sönnunargögnum til að geta komist að niðurstöðu. Ákvað sjónvarpsstöðin að aðhafast ekki frekar í málinu og því má búast við því að Seacrest muni standa á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles í kvöld og reyna að ná viðtölum við stjörnurnar.Stofnandi MeToo-byltingarinnar segir það slæma ákvörðun af E! að senda Seacrest á Óskarinn.Vísir/GettyÆtla að spyrja stjörnurnar út í Seacrest Á vef Page Six er rætt við framleiðanda hjá sjónvarpsþættinum Access sem verður með umfjöllun á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles. Rob Silverstein segir í samtali við Page Six að þáttastjórnendurnir Scott Evans og Kit Hoover hafi verið búnir undir að spyrja stjörnurnar á rauða dreglinum út í MeToo-byltinguna og hvort þær muni ræða við Ryan Seacrest á rauða dreglinum. Page Six ræðir einnig við kynningarfulltrúa frá New York sem er með nokkrar stjörnur á sínum snærum. Sá segist vonast til að stjörnurnar sem hann vinnur fyrir eigi eftir að hafa vit á því að neita Seacrest um viðtal.Jennifer Lawrence var óviss Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Lawrence sagði við útvarpsmanninn Howard Stern í liðinni viku að hún væri ekki viss um hvort hún muni fara í viðtal hjá Seacrest.Á vef Deadline er greint frá því að E! hafi tekið þá ákvörðun að hafa 30 sekúndna seinkun til að geta brugðist við ef eitthvað óvænt kemur upp á varðandi útsendinguna með Seacrest. Talskona E! segir í samtali við Deadline að um hefðbundið vinnulag sé að ræða. Deadline bendir hins vegar á að flestar sjónvarpsstöðvar séu með um fimm sekúndna seinkun á sínum útsendingum. Tarana Burke, sem stofnaði til MeToo-byltingarinnar, segir í samtali við Variety að E! ætti að hætta við að senda Seacrest á Óskarinn
MeToo Óskarinn Tengdar fréttir Seacrest neitar sök Seacrest er gert að sök að hafa haft í frammi óviðeigandi hegðun. 28. febrúar 2018 15:11 Allt sem þú þarft að vita um Óskarinn í kvöld Óskarsverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Kaliforníu í kvöld. Verðlaunahátíðin er nú haldin í nítugasta skipti, mitt í ólgusjó Time's Up og #MeToo-hreyfinganna. 4. mars 2018 15:00 „Sársaukafullt“ þegar vegið var að starfsheiðrinum með ásökunum um kynferðislega áreitni Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest segir það hafa verið afar sársaukafullt að þurfa að sitja undir ásökunum í nóvember síðastliðnum um að hafa áreitt konu kynferðislega. 6. febrúar 2018 22:34 Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Seacrest neitar sök Seacrest er gert að sök að hafa haft í frammi óviðeigandi hegðun. 28. febrúar 2018 15:11
Allt sem þú þarft að vita um Óskarinn í kvöld Óskarsverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Kaliforníu í kvöld. Verðlaunahátíðin er nú haldin í nítugasta skipti, mitt í ólgusjó Time's Up og #MeToo-hreyfinganna. 4. mars 2018 15:00
„Sársaukafullt“ þegar vegið var að starfsheiðrinum með ásökunum um kynferðislega áreitni Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest segir það hafa verið afar sársaukafullt að þurfa að sitja undir ásökunum í nóvember síðastliðnum um að hafa áreitt konu kynferðislega. 6. febrúar 2018 22:34
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning