Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. mars 2018 20:00 Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. Dæmi eru um að fólk í geðrofi og undir áhrifum vímuefna fái ekki viðeigandi aðstoð innan heilbrigðiskerfisins og sé því vistað í fangaklefa, þar sem það á ekkert erindi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk sem er í geðrofi og undir áhrifum vímuefna en tilfellum fer fjölgandi þar sem fólk í slíku ástandi er sett í fangaklefa, þar sem það á ekkert erindi, heldur frekar innan heilbrigðisstofnunar að hans sögn. Fréttastofan veit um að minnsta kosti þrjú tilfelli á skömmum tíma þar sem fólk í geðrofi hafi ætlað eða náð að skaða sig illa á meðan það var vistað í fangageymslu. „Það gerist oft, jafnvel tvisvar til þrisvar sinnum í viku, sem við teljum að að við séum með einstakling hjá okkur sem að við teljum að ætti ekki að vera hjá okkur, sem er þá einstaklingur sem að er í einhverskonar rofi en er í vímu, þá tekur heilbrigðiskerfið ekki við honum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fólk í þessu ástandi er sagt með tvíþættan vanda. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Ásgeirs um úrræðaleysi. „Við höfum fengið ábendingar um það að það sé tekið mis vel á móti fólki. Sífellt fleiri ábendingar varðandi þetta og í framhaldi af því þá höfum við sent erindi til beggja stóru spítalanna, bæði á Akureyri og hér í Reykjavík, og spurt hreinlega út í það hvernig sé tekið á móti fólki með tvíþættan vanda,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastýra Geðhjálpar.Vísir/Anton BrinkSé bráðavandi til staðar, til dæmis sjálfsvígshætta er fólk öllu jafna tekið inn á bráðageðdeild. „Ef það getur ekki tjáð sig almennilega og sé ekki í bráðahættu, er það sent heim,“ segir Anna. Það verður að teljast undarlegt því hvernig er hægt að meta einstakling sem getur ekki tjáð sig. Anna segir að í svörum spítalanna tveggja komi fram að í undantekningar tilfellum sé óskað aðstoðar lögreglu til að vista einstaklinga í geðrofi vegna sjálfskaðahættu og hættu fyrir starfsfólk og aðra sjúklinga. Hins vegar segja dæmin að tilfellum fer fjölgandi, að þessi hópur fólks sé vistað í fangaklefa. Hún segir mikið af ungu fólki sem eigi við tvíþættan vanda að stríða í dag sökum geðrofs og fíkniefna og að vandamálið stækki hratt. „Við þekkjum því miður dæmi um það þetta að fólk sem á heima innan heilbrigðiskerfisins lendir í fangaklefa og þetta er mjög slæmt og brýtur algjörlega í bága við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, bæði varðandi aðgengi að heilsu og vernd gegn grimmúðlegri meðferð,“ segir Anna. Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. Dæmi eru um að fólk í geðrofi og undir áhrifum vímuefna fái ekki viðeigandi aðstoð innan heilbrigðiskerfisins og sé því vistað í fangaklefa, þar sem það á ekkert erindi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk sem er í geðrofi og undir áhrifum vímuefna en tilfellum fer fjölgandi þar sem fólk í slíku ástandi er sett í fangaklefa, þar sem það á ekkert erindi, heldur frekar innan heilbrigðisstofnunar að hans sögn. Fréttastofan veit um að minnsta kosti þrjú tilfelli á skömmum tíma þar sem fólk í geðrofi hafi ætlað eða náð að skaða sig illa á meðan það var vistað í fangageymslu. „Það gerist oft, jafnvel tvisvar til þrisvar sinnum í viku, sem við teljum að að við séum með einstakling hjá okkur sem að við teljum að ætti ekki að vera hjá okkur, sem er þá einstaklingur sem að er í einhverskonar rofi en er í vímu, þá tekur heilbrigðiskerfið ekki við honum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fólk í þessu ástandi er sagt með tvíþættan vanda. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Ásgeirs um úrræðaleysi. „Við höfum fengið ábendingar um það að það sé tekið mis vel á móti fólki. Sífellt fleiri ábendingar varðandi þetta og í framhaldi af því þá höfum við sent erindi til beggja stóru spítalanna, bæði á Akureyri og hér í Reykjavík, og spurt hreinlega út í það hvernig sé tekið á móti fólki með tvíþættan vanda,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastýra Geðhjálpar.Vísir/Anton BrinkSé bráðavandi til staðar, til dæmis sjálfsvígshætta er fólk öllu jafna tekið inn á bráðageðdeild. „Ef það getur ekki tjáð sig almennilega og sé ekki í bráðahættu, er það sent heim,“ segir Anna. Það verður að teljast undarlegt því hvernig er hægt að meta einstakling sem getur ekki tjáð sig. Anna segir að í svörum spítalanna tveggja komi fram að í undantekningar tilfellum sé óskað aðstoðar lögreglu til að vista einstaklinga í geðrofi vegna sjálfskaðahættu og hættu fyrir starfsfólk og aðra sjúklinga. Hins vegar segja dæmin að tilfellum fer fjölgandi, að þessi hópur fólks sé vistað í fangaklefa. Hún segir mikið af ungu fólki sem eigi við tvíþættan vanda að stríða í dag sökum geðrofs og fíkniefna og að vandamálið stækki hratt. „Við þekkjum því miður dæmi um það þetta að fólk sem á heima innan heilbrigðiskerfisins lendir í fangaklefa og þetta er mjög slæmt og brýtur algjörlega í bága við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, bæði varðandi aðgengi að heilsu og vernd gegn grimmúðlegri meðferð,“ segir Anna.
Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37