Segir tollastríð sjaldan enda vel Hersir Aron Ólafsson skrifar 4. mars 2018 22:00 Tollastríð milli Bandaríkjanna og Evrópu gæti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar að mati dósents í hagfræði. Framkvæmdastjóri Samáls telur þó ólíklegt að sérstakir áltollar Trumps Bandaríkjaforseta muni hafa teljandi áhrif á Íslendinga. Kaldar kveðjur hafa gengið milli Trumps Bandaríkjaforseta og forystumanna ESB eftir að sá fyrrnefndi kynnti nýja tolla á innflutt ál og stál á fimmtudag. Forseti framkvæmdastjórnar ESB svaraði um hæl og sagði til skoðunar að leggja sérstaka tolla á bandarískar vörur á borð við viskí, Levi‘s gallabuxur og Harley Davidson mótorhjól. Trump er hins vegar hvergi banginn og sagði í tísti í gærkvöldi að ef Evrópuríki ætluðu að skattleggja bandarískar vörur enn meira, myndi ríkisstjórn hans hækka skatta á evrópska bíla. Ásgeir Jónsson, hagfræðidósent við HÍ, segir að tollastríð af þessu tagi hafi sjaldan endað vel. „Þetta var einmitt það sem gerðist árið 1929 í byrjun kreppunnar miklu. Þá lögðu Bandaríkjamenn á tolla, þeim var svarað af öðrum löndum og þetta vatt upp á sig.“ Nýir tollar Trumps eru ekki komnir til framkvæmdar, en bent hefur verið á að reglur og samþykktir Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eigi að koma í veg fyrir að hægt sé að skella á nýjum tollum sísvona. „Hann er að vísa í einhver lög um þjóðaröryggi landsins. Hann heldur því fram að það varði við þjóðaröryggi landsins að Bandaríkjamenn noti bandarískt stál og ál,“ segir Ásgeir.Engin bein áhrif á íslenskan áliðnað Íslendingar framleiða og flytja út umtalsvert magn af áli og eiga mikla hagsmuni í greininni. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, telur hins vegar ólíklegt að útspil Trumps hafi mikil áhrif á íslenska hagsmuni. „Það ál sem framleitt er hérna fer fyrst og fremst bara á Evrópumarkað,“ segir Pétur. Hann bendir á að þrátt fyrir hörð viðbrögð í Evrópu, sé tollum Trumps líklega helst beint að Kínverjum, sem framleiða og flytja út sífellt meira af áli. „Það er kannski rótin að því sem Bandaríkjamenn eru að bregðast við. Obama hóf þetta ferli á sínum tíma og Trump leiddi það svo áfram. Kínverjar framleiða núna yfir helming als frumframleidds áls í heiminum,“ bendir Pétur á. Ásgeir bendir á að þótt tollarnir snerti Íslendinga ekki beint, gætu þeir haft óbein áhrif. „Það gætu verið afleidd áhrif ef álverð lækkar á heimsmarkaði.“ Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tollastríð milli Bandaríkjanna og Evrópu gæti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar að mati dósents í hagfræði. Framkvæmdastjóri Samáls telur þó ólíklegt að sérstakir áltollar Trumps Bandaríkjaforseta muni hafa teljandi áhrif á Íslendinga. Kaldar kveðjur hafa gengið milli Trumps Bandaríkjaforseta og forystumanna ESB eftir að sá fyrrnefndi kynnti nýja tolla á innflutt ál og stál á fimmtudag. Forseti framkvæmdastjórnar ESB svaraði um hæl og sagði til skoðunar að leggja sérstaka tolla á bandarískar vörur á borð við viskí, Levi‘s gallabuxur og Harley Davidson mótorhjól. Trump er hins vegar hvergi banginn og sagði í tísti í gærkvöldi að ef Evrópuríki ætluðu að skattleggja bandarískar vörur enn meira, myndi ríkisstjórn hans hækka skatta á evrópska bíla. Ásgeir Jónsson, hagfræðidósent við HÍ, segir að tollastríð af þessu tagi hafi sjaldan endað vel. „Þetta var einmitt það sem gerðist árið 1929 í byrjun kreppunnar miklu. Þá lögðu Bandaríkjamenn á tolla, þeim var svarað af öðrum löndum og þetta vatt upp á sig.“ Nýir tollar Trumps eru ekki komnir til framkvæmdar, en bent hefur verið á að reglur og samþykktir Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eigi að koma í veg fyrir að hægt sé að skella á nýjum tollum sísvona. „Hann er að vísa í einhver lög um þjóðaröryggi landsins. Hann heldur því fram að það varði við þjóðaröryggi landsins að Bandaríkjamenn noti bandarískt stál og ál,“ segir Ásgeir.Engin bein áhrif á íslenskan áliðnað Íslendingar framleiða og flytja út umtalsvert magn af áli og eiga mikla hagsmuni í greininni. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, telur hins vegar ólíklegt að útspil Trumps hafi mikil áhrif á íslenska hagsmuni. „Það ál sem framleitt er hérna fer fyrst og fremst bara á Evrópumarkað,“ segir Pétur. Hann bendir á að þrátt fyrir hörð viðbrögð í Evrópu, sé tollum Trumps líklega helst beint að Kínverjum, sem framleiða og flytja út sífellt meira af áli. „Það er kannski rótin að því sem Bandaríkjamenn eru að bregðast við. Obama hóf þetta ferli á sínum tíma og Trump leiddi það svo áfram. Kínverjar framleiða núna yfir helming als frumframleidds áls í heiminum,“ bendir Pétur á. Ásgeir bendir á að þótt tollarnir snerti Íslendinga ekki beint, gætu þeir haft óbein áhrif. „Það gætu verið afleidd áhrif ef álverð lækkar á heimsmarkaði.“
Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira