Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. mars 2018 09:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur engar áhyggjur af komandi viðskiptastríði. Nordicphotos/AFP Bandaríkin Viðskiptastríð eru góð fyrir almenning og það er auðvelt að vinna þau. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær þegar hann brást við ósætti annarra ríkja við ákvörðun forsetans um að setja 25 prósenta innflutningstoll á stál og tíu prósent á ál. „Við verðum að vernda landið okkar og verkamennina okkar. Stáliðnaðurinn okkar er í slæmu standi. EF ÞÚ ERT EKKI MEÐ STÁL ERTU EKKI MEÐ RÍKI,“ tísti forsetinn. Jafnframt sagði hann að ekki væri skynsamlegt að leggja tolla á innfluttar vörur þegar önnur ríki legðu tolla á vörur sem fluttar eru þangað frá Bandaríkjunum. Trump sagði aukinheldur að þar sem Bandaríkin væru með milljarða dala viðskiptahalla gagnvart nærri hvaða ríki sem er væri þörf á viðskiptastríði. „Til dæmis, þegar við erum með hundrað milljarða dala viðskiptahalla gagnvart ákveðnu landi ættum við að hætta þeim viðskiptum. Við vinnum stórsigur. Það er auðvelt!“ Yfirvöld bæði í Kanada og Evrópusambandinu hafa nú þegar tilkynnt um að ráðist verði í gagnaðgerðir af einhverju tagi. Þá eru Mexíkó, Kína og Brasilía að velta fyrir sér að gera slíkt hið sama. Theo Leggett, fréttaskýrandi BBC, var í gær ósammála fullyrðingu forsetans. „Ef viðskiptastríð væru í raun og veru góð og það væri auðvelt að vinna þau væri Alþjóðaviðskiptastofnunin ekki til,“ sagði í skýringu Leggetts. Flestar þjóðir teldu ákjósanlegra að semja um ágreiningsmál. Verndarstefna gæti skaðað alla hlutaðeigandi aðila. Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, sagði í gær að ákvörðun Trumps væri óásættanleg. „Bandaríkin þurfa að átta sig á því að ef þau fylgja þessu eftir mun Evrópusambandið svara því á samhæfðan hátt. Einhliða aðgerð sem þessi er óásættanleg. Slíkar aðgerðir gætu haft mikil og varanleg áhrif á evrópskt hagkerfi.“ Talsmaður breska forsætisráðuneytisins sagði Bretlandsstjórn nú ræða við Trump um hvað fælist í aðgerðunum. „Við höfum sérstakar áhyggjur af því hvernig þetta gæti bitnað á breskum ál- og stáliðnaði.“ Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Donald Trump Mexíkó Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Bandaríkin Viðskiptastríð eru góð fyrir almenning og það er auðvelt að vinna þau. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær þegar hann brást við ósætti annarra ríkja við ákvörðun forsetans um að setja 25 prósenta innflutningstoll á stál og tíu prósent á ál. „Við verðum að vernda landið okkar og verkamennina okkar. Stáliðnaðurinn okkar er í slæmu standi. EF ÞÚ ERT EKKI MEÐ STÁL ERTU EKKI MEÐ RÍKI,“ tísti forsetinn. Jafnframt sagði hann að ekki væri skynsamlegt að leggja tolla á innfluttar vörur þegar önnur ríki legðu tolla á vörur sem fluttar eru þangað frá Bandaríkjunum. Trump sagði aukinheldur að þar sem Bandaríkin væru með milljarða dala viðskiptahalla gagnvart nærri hvaða ríki sem er væri þörf á viðskiptastríði. „Til dæmis, þegar við erum með hundrað milljarða dala viðskiptahalla gagnvart ákveðnu landi ættum við að hætta þeim viðskiptum. Við vinnum stórsigur. Það er auðvelt!“ Yfirvöld bæði í Kanada og Evrópusambandinu hafa nú þegar tilkynnt um að ráðist verði í gagnaðgerðir af einhverju tagi. Þá eru Mexíkó, Kína og Brasilía að velta fyrir sér að gera slíkt hið sama. Theo Leggett, fréttaskýrandi BBC, var í gær ósammála fullyrðingu forsetans. „Ef viðskiptastríð væru í raun og veru góð og það væri auðvelt að vinna þau væri Alþjóðaviðskiptastofnunin ekki til,“ sagði í skýringu Leggetts. Flestar þjóðir teldu ákjósanlegra að semja um ágreiningsmál. Verndarstefna gæti skaðað alla hlutaðeigandi aðila. Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, sagði í gær að ákvörðun Trumps væri óásættanleg. „Bandaríkin þurfa að átta sig á því að ef þau fylgja þessu eftir mun Evrópusambandið svara því á samhæfðan hátt. Einhliða aðgerð sem þessi er óásættanleg. Slíkar aðgerðir gætu haft mikil og varanleg áhrif á evrópskt hagkerfi.“ Talsmaður breska forsætisráðuneytisins sagði Bretlandsstjórn nú ræða við Trump um hvað fælist í aðgerðunum. „Við höfum sérstakar áhyggjur af því hvernig þetta gæti bitnað á breskum ál- og stáliðnaði.“
Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Donald Trump Mexíkó Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira