Íbúar vilja fá forsetann í afmælisveislu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. mars 2018 19:30 Íbúar, starfsmenn og velunnarar fögnuðu í dag tuttugu og fimm ára afmæli hjúkrunarheimilisins Eirar. Að því tilefni var haldin söngskemmtun en ein aðal afmælisósk íbúa er að fá forseta Íslands í heimsókn. Hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi tók til starfa árið 1993, en undirbúningur hafði staðið frá árinu 1990 - í dag eru einmitt tuttugu og fimm ár síðan fyrsti íbúinn flutti inn en síðan þá hefur mikið breyst. „2004 að þá opnuðum við annan áfanga. Bara á sautján til tuttugu árum höfum við stækkað. Við byggðum þrjár öryggisíbúðir og þar eru yfir tvö hundruð íbúðir,“ segir Kristín Högnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Eir. Á Eir eru 185 íbúar og þar starfa 350 starfsmenn. Í tilefni dagsins var söngskemmtun þar sem einn af fyrstu starfsmönnum Eirar, Sighvatur rafvirki, sá um skemmtiatriði. Stefnt er að nokkrum afmælishátíðum á þessu ári en íbúar Eirar hafa aðeins eina afmælisósk. „Við ætlum að hafa sumarskemmtun og jafnvel líka skemmtun að hausti og íbúarnir hér vilja gjarnan fá forsetann í heimsókn þá,“ segir Kristín og brosir. Sigfús Bergmann flutti á Eir fyrir um ári en hann mun fagna hundrað ára afmæli sínu í sumar. „Já ég verð hundrað ára ef ég lifi til 18. júlí á þessu ári. En það er ómögulega að vita,“ segir Sigfús. Sigfús, aðrir íbúar og gesti gæddu sér svo að kökum og tóku vel undir í söngnum í dag eins og jafnan er gert í hverri viku. „Öll gömlu ættjarðarlögin eru sungin og þeim er varpað upp á vegg, Þannig að það er mikil gleði hér og mikill söngur,“ segir Kristín Heilbrigðismál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Íbúar, starfsmenn og velunnarar fögnuðu í dag tuttugu og fimm ára afmæli hjúkrunarheimilisins Eirar. Að því tilefni var haldin söngskemmtun en ein aðal afmælisósk íbúa er að fá forseta Íslands í heimsókn. Hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi tók til starfa árið 1993, en undirbúningur hafði staðið frá árinu 1990 - í dag eru einmitt tuttugu og fimm ár síðan fyrsti íbúinn flutti inn en síðan þá hefur mikið breyst. „2004 að þá opnuðum við annan áfanga. Bara á sautján til tuttugu árum höfum við stækkað. Við byggðum þrjár öryggisíbúðir og þar eru yfir tvö hundruð íbúðir,“ segir Kristín Högnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Eir. Á Eir eru 185 íbúar og þar starfa 350 starfsmenn. Í tilefni dagsins var söngskemmtun þar sem einn af fyrstu starfsmönnum Eirar, Sighvatur rafvirki, sá um skemmtiatriði. Stefnt er að nokkrum afmælishátíðum á þessu ári en íbúar Eirar hafa aðeins eina afmælisósk. „Við ætlum að hafa sumarskemmtun og jafnvel líka skemmtun að hausti og íbúarnir hér vilja gjarnan fá forsetann í heimsókn þá,“ segir Kristín og brosir. Sigfús Bergmann flutti á Eir fyrir um ári en hann mun fagna hundrað ára afmæli sínu í sumar. „Já ég verð hundrað ára ef ég lifi til 18. júlí á þessu ári. En það er ómögulega að vita,“ segir Sigfús. Sigfús, aðrir íbúar og gesti gæddu sér svo að kökum og tóku vel undir í söngnum í dag eins og jafnan er gert í hverri viku. „Öll gömlu ættjarðarlögin eru sungin og þeim er varpað upp á vegg, Þannig að það er mikil gleði hér og mikill söngur,“ segir Kristín
Heilbrigðismál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira