Útlitið alltaf svartara og svartara hjá Neymar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 14:00 Neymar. Vísir/Getty Nú er HM í Rússlandi líka í smá hættu hjá Neymar eftir að viðtal birtist við lækni brasilíska landsliðsins. Það má nú lítið klikka í endurhæfingunni hjá honum ef hann ætlar að ná sér alveg góðum fyrir heimsmeistaramótið í sumar. Brasilíski knattspyrnumaðurinn gæti verið frá í þrjá mánuði vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik Paris Saint Germain og Marseille á sunnudagskvöldið. Neymar var borinn af velli og hefur síðan verið skoðaður í bak og fyrir. Fyrst héldu einhverjir að hann gæti náð seinni leiknum á móti Real Madrid í Meistaradeildinni en svo var ákveðið að senda hann í aðgerð. Neymar flaug til Rio de Janeiro frá París en hann fer í aðgerðina í Brasilíu á laugardaginn. Rodrigo Lasmar, læknir brasilíska landsliðsins, hefur tjáð sig um meiðsli Neymar. „Fimmta framristarbeinið brotnaði hjá honum og það er mikilvægur hluti af fætinum. Aðgerðin verður í Belo Horizonte á laugardagsmorguninn og endurhæfingin mun taka tvo og hálfan mánuð til þrjá mánuði,“ sagði Rodrigo Lasmar í viðtali við O Globo.Neymar chega ao Brasil para cirurgia, que acontecerá no sábado https://t.co/E1pZOkK9Z9pic.twitter.com/QIkrci7tVa — O Globo_Esportes (@OGlobo_Esportes) March 1, 2018 Neymar hjálpar því ekki Parísarliðinu að vinna Meistaradeildina í vor en ein aðalástæðan fyrir því að hann var keyptur var til að hjálpa PSG að komast loksins alla leið í henni. „Neymar er leiður yfir þessu en gerir sér grein fyrir því að það er ekkert annað í boði fyrir hann. Hann mun leggja sig allan fram við að koma til baka eins fljótt og mögulegt er. Við munum gera okkar besta við að aðstoða hann í því,“ sagði Rodrigo Lasmar.Neymar será operado no fim de semana, informa PSG https://t.co/19C11ScnLepic.twitter.com/YnxBU74LQj — Jornal O Globo (@JornalOGlobo) March 1, 2018 Neymar missir nær örugglega af restinni af tímabilinu hjá Paris Saint Germain en ætti að ná fyrsta leik á HM í Rússlandi. Fyrsti leikur Brasilíu er á móti Sviss 17. júní eða eftir 108 daga.#UPDATE Brazilian superstar Neymar arrives in Rio de Janeiro ahead of an operation on his fractured foot that will rule him out for up to three months https://t.co/sp4Euh2Yfbpic.twitter.com/QP1mipnD7h — AFP news agency (@AFP) March 1, 2018 HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira
Nú er HM í Rússlandi líka í smá hættu hjá Neymar eftir að viðtal birtist við lækni brasilíska landsliðsins. Það má nú lítið klikka í endurhæfingunni hjá honum ef hann ætlar að ná sér alveg góðum fyrir heimsmeistaramótið í sumar. Brasilíski knattspyrnumaðurinn gæti verið frá í þrjá mánuði vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik Paris Saint Germain og Marseille á sunnudagskvöldið. Neymar var borinn af velli og hefur síðan verið skoðaður í bak og fyrir. Fyrst héldu einhverjir að hann gæti náð seinni leiknum á móti Real Madrid í Meistaradeildinni en svo var ákveðið að senda hann í aðgerð. Neymar flaug til Rio de Janeiro frá París en hann fer í aðgerðina í Brasilíu á laugardaginn. Rodrigo Lasmar, læknir brasilíska landsliðsins, hefur tjáð sig um meiðsli Neymar. „Fimmta framristarbeinið brotnaði hjá honum og það er mikilvægur hluti af fætinum. Aðgerðin verður í Belo Horizonte á laugardagsmorguninn og endurhæfingin mun taka tvo og hálfan mánuð til þrjá mánuði,“ sagði Rodrigo Lasmar í viðtali við O Globo.Neymar chega ao Brasil para cirurgia, que acontecerá no sábado https://t.co/E1pZOkK9Z9pic.twitter.com/QIkrci7tVa — O Globo_Esportes (@OGlobo_Esportes) March 1, 2018 Neymar hjálpar því ekki Parísarliðinu að vinna Meistaradeildina í vor en ein aðalástæðan fyrir því að hann var keyptur var til að hjálpa PSG að komast loksins alla leið í henni. „Neymar er leiður yfir þessu en gerir sér grein fyrir því að það er ekkert annað í boði fyrir hann. Hann mun leggja sig allan fram við að koma til baka eins fljótt og mögulegt er. Við munum gera okkar besta við að aðstoða hann í því,“ sagði Rodrigo Lasmar.Neymar será operado no fim de semana, informa PSG https://t.co/19C11ScnLepic.twitter.com/YnxBU74LQj — Jornal O Globo (@JornalOGlobo) March 1, 2018 Neymar missir nær örugglega af restinni af tímabilinu hjá Paris Saint Germain en ætti að ná fyrsta leik á HM í Rússlandi. Fyrsti leikur Brasilíu er á móti Sviss 17. júní eða eftir 108 daga.#UPDATE Brazilian superstar Neymar arrives in Rio de Janeiro ahead of an operation on his fractured foot that will rule him out for up to three months https://t.co/sp4Euh2Yfbpic.twitter.com/QP1mipnD7h — AFP news agency (@AFP) March 1, 2018
HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira