Það vakti athygli okkar að Katrín klæddist kjól úr haust- og vetrarlínu Geysis á fundinum. Alltaf gaman að sjá íslenska hönnun á svona vettfangi. Kjólinn heitir Ásta og er úr merino ull.
Katrín mun, á meðan dvöl hennar stendur í Berlín, einnig taka þátt í dagskrá fullveldishátíðar á vegum sendiráðs Íslands í Berlín og ávarpa jafnréttisráðstefnu sem ber yfirskriftina DÓTTIR þar sem m.a. verður fjallað um samræmingu vinnu og fjölskyldulífs. Áhugavert.

