Halldór Jóhann: Þarf að taka þessa stöðu alvarlega Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 18. mars 2018 22:33 Halldór Jóhann var ómyrkur í máli í leikslok. vísir/eyþór „Ég er mjög svekktur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir tap liðsins í toppslag gegn Selfoss í Olís-deild karla í kvöld. Með tapinu kastaði FH frá sér deildarmeistaratitlinum. „Við lögðum gríðalega vinnu í þennan leik og mér fannst við stóran part af leiknum ekki góðir. Við vorum rosalega óklókir, köstum ótrúlega mikið af boltum frá okkur sem við þurftum ekki að kasta frá okkur.” „Ég á eftir að kíkja betur á þetta, en það voru margir hlutir sem féllu ekki með okkur í dag og duttu upp í hendurnar á þeim, stundum er þetta bara þannig. Þeir voru að fá öll fráköst og við ekki að nýta dauðafæri okkar. Selfoss liðið er á góðu skriði og eru vel mannaðir,“ sagði Halldór Jóhann, ósáttur með leik sinna manna í dag. „Við vorum bara ekki nógu góður satt best að segja. Leikurinn fjarar frá okkur, á öllum þeim tímapunktum þar sem við gátum jafnað í seinni hálfleik þá erum við að taka einhverjar glórulausar ákvarðanir, ég er hvað svekktastur með það.” „Ég átta mig ekki alveg á þessu, við duttum úr karakter og við þurfum að vinna í okkar málum fyrir úrslitakeppnina, þessi deildarmeistaratitill er farinn frá okkur það er alveg ljóst.“ FH hefur verið á toppi Olís deildarinnar frá fyrsta degi og hafa haft tækifæri á að klára deildina í síðustu umferðum en ekki verið sannfærandi í síðustu leikjum. Þessi frammistaða veldur Halldóri áhyggjum fyrir komandi úrslitakeppni. „Þetta var í okkar höndum og hefur verið það lengi. Við höfum spilað marga úrslitaleiki núna uppá síðkastið og ekki staðið okkur á stóra sviðinu, það veldur mér gríðalegum áhyggjum. Við þurfum að halda áfram að vinna í okkar málum.” „Ég þarf að finna einhverjar lausnir á því hvað er í gangi. Við getum ekki verið að taka glórulausar ákvarðanir trekk í trekk undir pressu. Á tímabili í leiknum í dag vorum við ekki að spila sem lið heldur sem einstaklingar.“ „Ég lít alltaf björtum augum á framhaldið og ég veit alveg hvað liðið mitt getur. En það er alveg ljóst að ég þarf að taka þessa stöðu alvarlega, þetta gerist ekkert að sjálfum sér. Ég veit ekki hverjum er að kenna, af hverju við erum að gefa svona mikið eftir.” „Við misstum auðvitað leikmenn í meiðsli en það er ekki hægt að kenna því um. Á sama tíma eru lykilleikmenn sem eru ekki að spila á sama krafti og þeir gerðu fyrr í vetur, við þurfum við að fá þá aftur inn og ég þarf að fá þessi gæði aftur í liðið ef við ætlum að gera eitthvað í úrslitakeppninni,” sagði Halldór að lokum í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
„Ég er mjög svekktur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir tap liðsins í toppslag gegn Selfoss í Olís-deild karla í kvöld. Með tapinu kastaði FH frá sér deildarmeistaratitlinum. „Við lögðum gríðalega vinnu í þennan leik og mér fannst við stóran part af leiknum ekki góðir. Við vorum rosalega óklókir, köstum ótrúlega mikið af boltum frá okkur sem við þurftum ekki að kasta frá okkur.” „Ég á eftir að kíkja betur á þetta, en það voru margir hlutir sem féllu ekki með okkur í dag og duttu upp í hendurnar á þeim, stundum er þetta bara þannig. Þeir voru að fá öll fráköst og við ekki að nýta dauðafæri okkar. Selfoss liðið er á góðu skriði og eru vel mannaðir,“ sagði Halldór Jóhann, ósáttur með leik sinna manna í dag. „Við vorum bara ekki nógu góður satt best að segja. Leikurinn fjarar frá okkur, á öllum þeim tímapunktum þar sem við gátum jafnað í seinni hálfleik þá erum við að taka einhverjar glórulausar ákvarðanir, ég er hvað svekktastur með það.” „Ég átta mig ekki alveg á þessu, við duttum úr karakter og við þurfum að vinna í okkar málum fyrir úrslitakeppnina, þessi deildarmeistaratitill er farinn frá okkur það er alveg ljóst.“ FH hefur verið á toppi Olís deildarinnar frá fyrsta degi og hafa haft tækifæri á að klára deildina í síðustu umferðum en ekki verið sannfærandi í síðustu leikjum. Þessi frammistaða veldur Halldóri áhyggjum fyrir komandi úrslitakeppni. „Þetta var í okkar höndum og hefur verið það lengi. Við höfum spilað marga úrslitaleiki núna uppá síðkastið og ekki staðið okkur á stóra sviðinu, það veldur mér gríðalegum áhyggjum. Við þurfum að halda áfram að vinna í okkar málum.” „Ég þarf að finna einhverjar lausnir á því hvað er í gangi. Við getum ekki verið að taka glórulausar ákvarðanir trekk í trekk undir pressu. Á tímabili í leiknum í dag vorum við ekki að spila sem lið heldur sem einstaklingar.“ „Ég lít alltaf björtum augum á framhaldið og ég veit alveg hvað liðið mitt getur. En það er alveg ljóst að ég þarf að taka þessa stöðu alvarlega, þetta gerist ekkert að sjálfum sér. Ég veit ekki hverjum er að kenna, af hverju við erum að gefa svona mikið eftir.” „Við misstum auðvitað leikmenn í meiðsli en það er ekki hægt að kenna því um. Á sama tíma eru lykilleikmenn sem eru ekki að spila á sama krafti og þeir gerðu fyrr í vetur, við þurfum við að fá þá aftur inn og ég þarf að fá þessi gæði aftur í liðið ef við ætlum að gera eitthvað í úrslitakeppninni,” sagði Halldór að lokum í kvöld.
Olís-deild karla Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira