UEFA hefur nefnilega kært boltastrák Roma fyrir leiktöf í leik í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Facundo Ferreira, leikmaður Shakhtar Donetsk, var mjög ósáttur með strákinn í þessu tilfelli undir lok leiksins og hrinti honum meðal annars yfir auglýsingaskilti.
#soccernews UEFA charges Roma for ballboy’s timewasting late in game - NYON, Switzerland (AP) UEFA says it charged Roma for timewasting by a ballboy during its Champions League win over Shakhtar Donetsk. https://t.co/LMc6W9EWCl
— Football Soccer News (@xtsoccer) March 15, 2018
Þetta var þó ekki eina kæran sem Roma fékk á sig eftir leikinn sem liðið vann 1-0 og tryggði sér með því sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Einvígið endaði 2-2 samanlagt en Roma fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.
Roma er líka kært fyrir notkun stuðningmanna þeirra á blysum í stúkunni. Bæði málin verða þó ekki tekin fyrir fyrr en 31. maí. Hvort boltastrákurinn sé kominn í bann fyrir leikinn í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar fylgir ekki sögunni. Hann var kannski bara ein af hetjum Roma í leiknum í augum stuðningsmannanna.