Líst ekki vel á lög um að hjóla í einfaldri röð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. mars 2018 06:00 Sífellt fleiri hjóla til vinnu og í tómstundum sínum. Vísir/Stefán Hjólreiðafólk gerir talsverðar athugasemdir við drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga. Ákvæði í drögunum geri lítið til að tryggja öryggi þeirra sem hjóla og sumt sé jafnvel til þess fallið að draga úr því frá núgildandi lögum. Unnið hefur verið að endurskoðun á umferðarlögum undanfarinn áratug en frumvarp til slíkra laga var síðast lagt fram á þingi í ráðherratíð Ögmundar Jónassonar árið 2012. Drögin nú byggjast meðal annars á þeim athugasemdum sem fram komu þá. Meðal nýmæla í drögunum er nýr kafli um hjólreiðar. „Með nýjum lögum er tækifæri til að gera ansi marga góða hluti og það er margt í þessu sem mætti gera mun betur,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson, hjólreiðamaður og reiknifræðingur. Hann og eiginkona hans ákváðu fyrir nokkrum árum að selja „bíl númer tvö“ og brúka reiðhjól sex mánuði ársins til og frá vinnu. Í drögunum er meðal annars kveðið á um að meginreglan skuli vera að hjólreiðamenn hjóli í einfaldri röð. Svokölluð dönsk vinstri beygja er lögð til að ljósastýrðum gatnamótum, það er að hjólreiðamaður skuli hjóla yfir gatnamótin og bíða þar eftir grænu ljósi áður en hann beygir. Einnig er lagt til að tengivagnar við reiðhjól skuli festir á hlið þeirra.Röðin dragi úr öryggi „Hjólreiðar hafa aukist mjög á höfuðborgarsvæðinu og sveitarfélögin þar lagt mikla áherslu á að fólk geti notað aðra kosti en einkabílinn. Það hefur komið skýrt í ljós á síðustu dögum að það er þörf á því að minnka bílaumferð,“ segir Erlendur. Til að slíkt sé hægt verði að finna betri blöndu en lagt er til í drögunum. Hjólreiðamenn nefna meðal annars að þörf sé á að lögfesta svokallaða 1,5 metra reglu, sem gildir meðal annars í Bretlandi, sem kveður á um að þegar bifreið tekur fram úr reiðhjóli skuli vera minnst 1,5 metrar frá bíl í reiðhjólið. Einnig er sett spurningarmerki við að hjólað skuli í einfaldri röð. Slíkt dragi úr öryggi hjólreiðamanna og skapi að auki hættu við framúrakstur enda þurfi bíllinn að fara lengri vegalengd á öfugum helmingi til að komast fram úr halarófunni. „Mörg ákvæði í drögunum eru nánast óbreytt frá eldri reglum. Nær lagi væri að líta til nágrannalanda sem eru komin lengra í þessum efnum og nota reglur sem reynst hafa vel þar,“ segir Erlendur. Frumvarpsdrögin eru til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar þar til á morgun. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Hjólreiðafólk gerir talsverðar athugasemdir við drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga. Ákvæði í drögunum geri lítið til að tryggja öryggi þeirra sem hjóla og sumt sé jafnvel til þess fallið að draga úr því frá núgildandi lögum. Unnið hefur verið að endurskoðun á umferðarlögum undanfarinn áratug en frumvarp til slíkra laga var síðast lagt fram á þingi í ráðherratíð Ögmundar Jónassonar árið 2012. Drögin nú byggjast meðal annars á þeim athugasemdum sem fram komu þá. Meðal nýmæla í drögunum er nýr kafli um hjólreiðar. „Með nýjum lögum er tækifæri til að gera ansi marga góða hluti og það er margt í þessu sem mætti gera mun betur,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson, hjólreiðamaður og reiknifræðingur. Hann og eiginkona hans ákváðu fyrir nokkrum árum að selja „bíl númer tvö“ og brúka reiðhjól sex mánuði ársins til og frá vinnu. Í drögunum er meðal annars kveðið á um að meginreglan skuli vera að hjólreiðamenn hjóli í einfaldri röð. Svokölluð dönsk vinstri beygja er lögð til að ljósastýrðum gatnamótum, það er að hjólreiðamaður skuli hjóla yfir gatnamótin og bíða þar eftir grænu ljósi áður en hann beygir. Einnig er lagt til að tengivagnar við reiðhjól skuli festir á hlið þeirra.Röðin dragi úr öryggi „Hjólreiðar hafa aukist mjög á höfuðborgarsvæðinu og sveitarfélögin þar lagt mikla áherslu á að fólk geti notað aðra kosti en einkabílinn. Það hefur komið skýrt í ljós á síðustu dögum að það er þörf á því að minnka bílaumferð,“ segir Erlendur. Til að slíkt sé hægt verði að finna betri blöndu en lagt er til í drögunum. Hjólreiðamenn nefna meðal annars að þörf sé á að lögfesta svokallaða 1,5 metra reglu, sem gildir meðal annars í Bretlandi, sem kveður á um að þegar bifreið tekur fram úr reiðhjóli skuli vera minnst 1,5 metrar frá bíl í reiðhjólið. Einnig er sett spurningarmerki við að hjólað skuli í einfaldri röð. Slíkt dragi úr öryggi hjólreiðamanna og skapi að auki hættu við framúrakstur enda þurfi bíllinn að fara lengri vegalengd á öfugum helmingi til að komast fram úr halarófunni. „Mörg ákvæði í drögunum eru nánast óbreytt frá eldri reglum. Nær lagi væri að líta til nágrannalanda sem eru komin lengra í þessum efnum og nota reglur sem reynst hafa vel þar,“ segir Erlendur. Frumvarpsdrögin eru til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar þar til á morgun.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira