Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli og var róðurinn orðinn ansi þungur fyrir heimamenn þegar að varamaðurinn Wissam Ben Yedder skoraði tvívegis á fjögurra mínútna kafla í seinni hálfleik.
Romelu Lukaku skoraði fyrir United en það var ekki nóg og United því úr leik. Enn eina ferðina kemst liðið ekki í átta liða úrslitin.
Í Róm var mikið stuð þar sem að Bosníumaðurinn Edin Dzeko skoraði eina markið fyrir heimamenn gegn Shakhtar Donetsk en það dugði til að koma Rómverjum áfram með marki skoruðu á útivelli eftir 2-1 tap í fyrri leiknum.
Það helsta úr báðum leikjum má sjá hér að neðan.
Man. Utd - Sevilla 1-2