Gamalt lag sem fékk nýjan hljóm Benedikt Bóas skrifar 12. mars 2018 10:00 Stefán á rjúpum í Mývatnssveit þar sem hluti textans fæddist við lagið Flóttamaður sem nú hljómar á útvarpsstöðvum landsins. Planið var að gera sólóplötu áður en ég yrði þrítugur. Það er löngu liðið en tímasetningin hentaði og ég ákvað að kýla bara á þetta núna,“ segir Stefán Jakobsson en lagið Flóttamaður byrjaði að hljóma á útvarpsstöðum landsins fyrir helgi. Lagið er fyrsta af áætlaðri sólóplötu sem hann ætlar að gefa út með vorinu. Hann er nánast tilbúinn með 10 lög og ætlar að safna fyrir plötunni á Karolinafund. Stefán er söngvari hljómsveitarinnar Dimmu og þar hefur hann róið öllum árum að því að skapa sér stórt nafn. „Dimma er búin að vera á fullu síðan 2011, gefa út þrjár breiðskífur, taka þátt í tónleikum og fleiru með Bubba Morthens og ýmislegt fleira þannig að núna er skipið á floti og siglir áfram þöndum seglum. Það eru fullt af verkefnum með Dimmu fram undan en mér fannst stundin vera núna að gera þessa plötu.“ Hann segir að sér finnist betra að gera plötu með öðrum og líti á sig frekar sem verkstjóra en einhvern harðstjóra. „Það koma margir að því að móta músíkina. Biggi trommari hefur sitt að segja með trommurnar og sama gildir um Hálfdán með bassann. Þetta eru reynslumiklir menn úr bransanum sem hafa snert á miklu og hafa grunn í að vera skapandi í allar áttir. Ég leyfi þeim að njóta sín því þeirra hugmyndir eru yfirleitt miklu betri en mínar,“ bendir hann á. Fleiri lög eru væntanleg af komandi plötu í spilun en Stefán hefur samið flest sitt í samstarfi með Halldór Á. Björnsson. Birgir Jónsson slær á trommur, Hálfdán Árnason plokkar bassann og Birkir Rafn gítarinn. „Flóttamaður er gamalt lag, um 25 ára. Fyrst ætlaði ég að hafa plötuna á ensku en það var algjör vitleysa að syngja á útlensku.“ Stefán ætlar að fylgja plötunni eftir með því að spila á sem flestum stöðum í sumar. Trúlega eftir að Ísland lyftir HM styttunni í Rússlandi. „Tónlistin er ævintýragjörn, blaut og köld en samt svo falleg og hlý. Þetta eru 10 lög sem eru klár og þau hafa öll sín einkenni. Planið er að fylgja plötunni eftir með því að spila í því bæjarfélagi þar sem maður hefur átt bensín til að drífa í. Ætli það verði ekki eftir HM en fyrir Eistnaflug. Þá verða allir enn í stuði eftir að Ísland hefur orðið heimsmeistari.“ Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Tónlist Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira
Planið var að gera sólóplötu áður en ég yrði þrítugur. Það er löngu liðið en tímasetningin hentaði og ég ákvað að kýla bara á þetta núna,“ segir Stefán Jakobsson en lagið Flóttamaður byrjaði að hljóma á útvarpsstöðum landsins fyrir helgi. Lagið er fyrsta af áætlaðri sólóplötu sem hann ætlar að gefa út með vorinu. Hann er nánast tilbúinn með 10 lög og ætlar að safna fyrir plötunni á Karolinafund. Stefán er söngvari hljómsveitarinnar Dimmu og þar hefur hann róið öllum árum að því að skapa sér stórt nafn. „Dimma er búin að vera á fullu síðan 2011, gefa út þrjár breiðskífur, taka þátt í tónleikum og fleiru með Bubba Morthens og ýmislegt fleira þannig að núna er skipið á floti og siglir áfram þöndum seglum. Það eru fullt af verkefnum með Dimmu fram undan en mér fannst stundin vera núna að gera þessa plötu.“ Hann segir að sér finnist betra að gera plötu með öðrum og líti á sig frekar sem verkstjóra en einhvern harðstjóra. „Það koma margir að því að móta músíkina. Biggi trommari hefur sitt að segja með trommurnar og sama gildir um Hálfdán með bassann. Þetta eru reynslumiklir menn úr bransanum sem hafa snert á miklu og hafa grunn í að vera skapandi í allar áttir. Ég leyfi þeim að njóta sín því þeirra hugmyndir eru yfirleitt miklu betri en mínar,“ bendir hann á. Fleiri lög eru væntanleg af komandi plötu í spilun en Stefán hefur samið flest sitt í samstarfi með Halldór Á. Björnsson. Birgir Jónsson slær á trommur, Hálfdán Árnason plokkar bassann og Birkir Rafn gítarinn. „Flóttamaður er gamalt lag, um 25 ára. Fyrst ætlaði ég að hafa plötuna á ensku en það var algjör vitleysa að syngja á útlensku.“ Stefán ætlar að fylgja plötunni eftir með því að spila á sem flestum stöðum í sumar. Trúlega eftir að Ísland lyftir HM styttunni í Rússlandi. „Tónlistin er ævintýragjörn, blaut og köld en samt svo falleg og hlý. Þetta eru 10 lög sem eru klár og þau hafa öll sín einkenni. Planið er að fylgja plötunni eftir með því að spila í því bæjarfélagi þar sem maður hefur átt bensín til að drífa í. Ætli það verði ekki eftir HM en fyrir Eistnaflug. Þá verða allir enn í stuði eftir að Ísland hefur orðið heimsmeistari.“
Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Tónlist Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira