Íslandsmet féll í Kaplakrika Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. mars 2018 15:46 Aníta Hinriksdóttir eftir bronsið sitt á EM innanhúss í fyrra. Hún setti mótsmet í dag og var hluti af sveit ÍR sem setti Íslandsmet. Mynd/Fésbókarsíða FRÍ Aníta Hinriksdóttir setti mótsmet í 1500 metra hlaupi í bikarkeppni FRÍ sem fram fór í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag. Aníta, sem hleypur fyrir ÍR, sigraði keppnina í 1500 metra hlaupi á 4:34,68 mínútum sem er 25 sekúndum frá Íslandsmeti hennar í greininni. Önnur var María Birkisdóttir úr FH-A og Helga Guðný Elíasdóttir varð þriðja tæpum 20 sekúndum á eftir tíma Anítu. Boðhlaupssveit ÍR endaði daginn á því að setja Íslandsmet í 4x200 metra boðhlaupi. Þær fóru vegalengdirnar fjórar á 1:38,43 mínútu og voru rétt á undan sveit FH-A sem fór á 1:38,89. Fyrir ÍR hlupu Tiana Ósk Whitworth, Helga Margrét Haraldsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir. Í sveit FH-A voru María Rún Gunnlaugsdóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir, Melkorka Rán Hafliðadóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir. Sveit Breiðabliks varð þriðja. Íslandsmethafinn í 60m hlaupi kvenna, Tiana Ósk Whitworth úr ÍR, kom fyrst í mark í greininni á 7,62 sekúndum. Hún var aðeins 0,2 sekúndum frá Íslandsmetinu sem hún setti í byrjun árs. Andrea Torfadóttir úr FH-A var önnur á 7,71 sekúndum og Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðabliki, varð þriðja. FH-ingurinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann 400m hlaup kvenna á besta tíma sínum í ár, 54,26 sekúndum. Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir varð önnur á 56,68 sekúndum og Vilhelmína Þór Óskarsdóttir þriðja á 57,19, en þær settu báðar nýtt persónulegt met í hlaupinu. Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR náði einnig sínum besta tíma á árinu í sömu vegalengd karlameginn þegar hann kom í mark á 48,25 sekúndum sem skilaði honum sigri. Kormákur Ari Hafliðason úr FH-A varð annar og Bjarni Anton Theódórsson þriðji. Boðsveit FH sigraði í 4x200 metra hlaupi karla. Þar hlupu Arnaldur Þór Guðmundsson, Kristófer Þorgrímsson, Dagur Andri Einarsson og Kormákur Ari Hafliðason. Þeir komu í mark á 1:29,84 mínútum. Sveit Breiðabliks varð í öðru sæti og UMSS í því þriðja. ÍR vann stigakeppni félaganna með 103 stig. A lið FH fékk einnig 103 stig en fékk færri gullverðlaun en ÍR og varð því í öðru sæti. Breiðablik varð í þriðja sæti. Frjálsar íþróttir Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir setti mótsmet í 1500 metra hlaupi í bikarkeppni FRÍ sem fram fór í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag. Aníta, sem hleypur fyrir ÍR, sigraði keppnina í 1500 metra hlaupi á 4:34,68 mínútum sem er 25 sekúndum frá Íslandsmeti hennar í greininni. Önnur var María Birkisdóttir úr FH-A og Helga Guðný Elíasdóttir varð þriðja tæpum 20 sekúndum á eftir tíma Anítu. Boðhlaupssveit ÍR endaði daginn á því að setja Íslandsmet í 4x200 metra boðhlaupi. Þær fóru vegalengdirnar fjórar á 1:38,43 mínútu og voru rétt á undan sveit FH-A sem fór á 1:38,89. Fyrir ÍR hlupu Tiana Ósk Whitworth, Helga Margrét Haraldsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir. Í sveit FH-A voru María Rún Gunnlaugsdóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir, Melkorka Rán Hafliðadóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir. Sveit Breiðabliks varð þriðja. Íslandsmethafinn í 60m hlaupi kvenna, Tiana Ósk Whitworth úr ÍR, kom fyrst í mark í greininni á 7,62 sekúndum. Hún var aðeins 0,2 sekúndum frá Íslandsmetinu sem hún setti í byrjun árs. Andrea Torfadóttir úr FH-A var önnur á 7,71 sekúndum og Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðabliki, varð þriðja. FH-ingurinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann 400m hlaup kvenna á besta tíma sínum í ár, 54,26 sekúndum. Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir varð önnur á 56,68 sekúndum og Vilhelmína Þór Óskarsdóttir þriðja á 57,19, en þær settu báðar nýtt persónulegt met í hlaupinu. Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR náði einnig sínum besta tíma á árinu í sömu vegalengd karlameginn þegar hann kom í mark á 48,25 sekúndum sem skilaði honum sigri. Kormákur Ari Hafliðason úr FH-A varð annar og Bjarni Anton Theódórsson þriðji. Boðsveit FH sigraði í 4x200 metra hlaupi karla. Þar hlupu Arnaldur Þór Guðmundsson, Kristófer Þorgrímsson, Dagur Andri Einarsson og Kormákur Ari Hafliðason. Þeir komu í mark á 1:29,84 mínútum. Sveit Breiðabliks varð í öðru sæti og UMSS í því þriðja. ÍR vann stigakeppni félaganna með 103 stig. A lið FH fékk einnig 103 stig en fékk færri gullverðlaun en ÍR og varð því í öðru sæti. Breiðablik varð í þriðja sæti.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Sjá meira