Huliðshjúpi slegið yfir sýndarveruleikasafn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. mars 2018 07:00 Sýndarveruleikasýning verður í gamla bænum á Sauðárkróki. Vísir/Pjetur „Við teljum að þessi sýning muni klárlega fúnkera sem segull fyrir Sauðárkrók og Skagafjörð,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar. Byggðaráð Skagafjarðar hefur samþykkt drög að samningi við Sýndarveruleika ehf. um uppsetningu á sýningu í húsnæði bæjarins á Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Stefán segir um að ræða utanaðkomandi fjárfesta, að mestu einstaklinga, sem ætli að setja upp sýningu byggða á Sturlungaslóðum í Skagafirði og Örlygsstaðabardaga. „Það er verið að reyna að færa gesti nær atburðunum þannig að þeir upplifi þetta með öðrum hætti en þeir eru að gera í dag. Þetta er mjög metnaðarfullt og mjög spennandi verkefni. Þetta verður útskýrt betur á næstu dögum en þetta verður einstök sýning,“ segir Stefán. Vonast sé til að opnað verði seint næsta haust. Bjarni Jónsson, fulltrúi VG og óháðra, sagðist á fundi byggðaráðs á fimmtudag ekki geta stutt málið að svo stöddu vegna trúnaðar sem lagður sé á efnisatriði samninganna og fjárhagsskuldbindingar sveitarfélagsins vegna verkefnisins. „Þegar um er að ræða mjög stór mál með verulegum fjárhagslegum skuldbindingum og jafnvel til lengri tíma þá er mikilvægt fyrir sveitarstjórnarfulltrúa að geta farið yfir þau með sínu samstarfsfólki,“ segir Bjarni sem kveðst sjálfur hafa aðgang að ýmsum upplýsingum sem bundnar séu trúnaði. Hann vilji þó að teknar verði saman frekari upplýsingar um heildarskuldbindingar sveitarfélagsins og áhrif verkefnisins. Stefán segir framlag Skagafjarðar fyrst og fremst felast í að leggja fram húsnæðið á Aðalgötu 21 sem sveitarfélagið eignaðist í makaskiptum við Kaupfélag Skagafjarðar og lét í staðinn svokallað Minjahús þar skammt frá. Stefán bendir á að um sé að ræða samninga viðskiptalegs eðlis. Um þá eigi að gilda trúnaður eins og alla aðra slíka samninga sem sveitarfélagið hafi gert. „Það er búið að kynna þetta fyrir öllum í byggðaráði þannig að menn vita alveg um hvað þetta snýst,“ undirstrikar hann. Varðandi skuldbindingar sveitarfélagsins sjálfs segir Stefán það ekki leyndarmál að það leggi safninu til húsnæði. „Sveitarfélagið mun standsetja húsnæðið,“ segir hann. Þess ber að geta að byggðaráðið samþykkti á fimmtudag 120 milljóna króna aukaframlag í eignasjóð og Stefán játar að áætla megi heildarframlag sveitarfélagsins í peningum. „En ég er ekki með þá tölu í kollinum,“ segir byggðarráðsformaðurinn. Stefán kveðst þurfa að skoða nánar með lögfræðingum hvað megi upplýsa um málið. „Við leggjum það á borðið sem við getum og megum. En þetta er risadæmi. Fjárfestarnir eru að koma með gríðarlegt magn af fjármagni og sveitarfélagið leggur til húsnæðið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
„Við teljum að þessi sýning muni klárlega fúnkera sem segull fyrir Sauðárkrók og Skagafjörð,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar. Byggðaráð Skagafjarðar hefur samþykkt drög að samningi við Sýndarveruleika ehf. um uppsetningu á sýningu í húsnæði bæjarins á Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Stefán segir um að ræða utanaðkomandi fjárfesta, að mestu einstaklinga, sem ætli að setja upp sýningu byggða á Sturlungaslóðum í Skagafirði og Örlygsstaðabardaga. „Það er verið að reyna að færa gesti nær atburðunum þannig að þeir upplifi þetta með öðrum hætti en þeir eru að gera í dag. Þetta er mjög metnaðarfullt og mjög spennandi verkefni. Þetta verður útskýrt betur á næstu dögum en þetta verður einstök sýning,“ segir Stefán. Vonast sé til að opnað verði seint næsta haust. Bjarni Jónsson, fulltrúi VG og óháðra, sagðist á fundi byggðaráðs á fimmtudag ekki geta stutt málið að svo stöddu vegna trúnaðar sem lagður sé á efnisatriði samninganna og fjárhagsskuldbindingar sveitarfélagsins vegna verkefnisins. „Þegar um er að ræða mjög stór mál með verulegum fjárhagslegum skuldbindingum og jafnvel til lengri tíma þá er mikilvægt fyrir sveitarstjórnarfulltrúa að geta farið yfir þau með sínu samstarfsfólki,“ segir Bjarni sem kveðst sjálfur hafa aðgang að ýmsum upplýsingum sem bundnar séu trúnaði. Hann vilji þó að teknar verði saman frekari upplýsingar um heildarskuldbindingar sveitarfélagsins og áhrif verkefnisins. Stefán segir framlag Skagafjarðar fyrst og fremst felast í að leggja fram húsnæðið á Aðalgötu 21 sem sveitarfélagið eignaðist í makaskiptum við Kaupfélag Skagafjarðar og lét í staðinn svokallað Minjahús þar skammt frá. Stefán bendir á að um sé að ræða samninga viðskiptalegs eðlis. Um þá eigi að gilda trúnaður eins og alla aðra slíka samninga sem sveitarfélagið hafi gert. „Það er búið að kynna þetta fyrir öllum í byggðaráði þannig að menn vita alveg um hvað þetta snýst,“ undirstrikar hann. Varðandi skuldbindingar sveitarfélagsins sjálfs segir Stefán það ekki leyndarmál að það leggi safninu til húsnæði. „Sveitarfélagið mun standsetja húsnæðið,“ segir hann. Þess ber að geta að byggðaráðið samþykkti á fimmtudag 120 milljóna króna aukaframlag í eignasjóð og Stefán játar að áætla megi heildarframlag sveitarfélagsins í peningum. „En ég er ekki með þá tölu í kollinum,“ segir byggðarráðsformaðurinn. Stefán kveðst þurfa að skoða nánar með lögfræðingum hvað megi upplýsa um málið. „Við leggjum það á borðið sem við getum og megum. En þetta er risadæmi. Fjárfestarnir eru að koma með gríðarlegt magn af fjármagni og sveitarfélagið leggur til húsnæðið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira