Mál þunguðu konunnar hefur verið tilkynnt til lögreglu Sylvía Hall skrifar 29. mars 2018 14:14 Konan leitaði til bráðamóttöku eftir nálastungumeðferð. vísir/pjetur Landspítalinn tilkynnti mál þungaðrar konu til lögreglu, en konan var í lífshættu eftir nálastungumeðferð. Málið er litið alvarlegum augum hjá embætti Landlæknis, en ekkert eftirlit er með nálastungumeðferðum hér á landi. Þetta kemur fram á vef RÚV. Eins og kom fram á Vísi í vikunni gekkst konan undir aðgerð vegna loftbrjósts eftir að hafa leitað til bráðamóttöku í kjölfar áverka eftir nálastungur. „Embættið lítur það auðvitað alltaf mjög alvarlegum augum ef fólk er í lífshættu af áverkum eða líkamstjóni, sérstaklega ef það er vegna vankunnáttu eða gáleysis einhverra aðila sem taka að sér að meðhöndla það við heilsukvillum,“ segir Björn Geir Leifsson, yfirlæknir eftirlits og frávika hjá embætti Landlæknis í samtali við RÚV. Loftbrjóst á sér stað þegar gat kemur á lungað og það fellur saman og hindrar öndun samkvæmt upplýsingum á vef landlæknis. Tilfelli konunnar var svo alvarlegt að hún var talin í bráðri lífshættu, en hún hafði farið í meðferðina í von um að minnka meðgönguógleði.Gagnsemi nálastungumeðferða umdeild Björn Geir segir að eftirlit þurfi að vera með þeim sem stundi nálastungur, en þær séu ekki hættulausar. Á vef landlæknis kemur fram að full ástæða sé til að vara við slíkum meðferðum á viðkvæmum einstaklingum, til dæmis þunguðum konum. Í tilkynningu frá embætti landlæknis um þetta mál kemur fram að gagnsemi slíkra meðferða sé umdeild. „Að mati landlæknis er fullt tilefni til að vara við því að leitað sé þjónustu eða meðferðar hjá ófaglærðum áhugamönnum eða öðrum sem vafi getur leikið á um að kunni vel til verka. Á þetta sérstaklega við þegar um er að ræða viðkvæma einstaklinga, þungaðar konur, börn og sjúklinga með alvarleg eða langvinn veikindi svo sem krabbamein. Gagnsemi nálastungumeðferða er umdeild. Þótt fylgikvillar séu fremur sjaldgæfir þá geta afleiðingar þeirra verið mjög alvarlegar og í sumum tilvikum lífshættulegar. Auk loftbrjósts og ástungu í önnur viðkvæm líffæri, hafa komið upp alvarlegar sýkingar í kjölfar slíkra meðferða. Sem dæmi má nefna að nýlega lést maður í Noregi af sýkingu eftir nálastungur á hendi. Þá vöruðu dönsk yfirvöld á síðasta ári við áhættu af nálastungum eftir fjögur alvarleg tilfelli það sama ár, þar af var eitt dauðsfall,“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þunguð kona í lífshættu eftir nálastungur Þunguð kona var á dögunum í bráðri lífshættu eftir að hafa farið í nálastungumeðferð í því skyni að bæta meðgönguógleði. 28. mars 2018 14:52 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira
Landspítalinn tilkynnti mál þungaðrar konu til lögreglu, en konan var í lífshættu eftir nálastungumeðferð. Málið er litið alvarlegum augum hjá embætti Landlæknis, en ekkert eftirlit er með nálastungumeðferðum hér á landi. Þetta kemur fram á vef RÚV. Eins og kom fram á Vísi í vikunni gekkst konan undir aðgerð vegna loftbrjósts eftir að hafa leitað til bráðamóttöku í kjölfar áverka eftir nálastungur. „Embættið lítur það auðvitað alltaf mjög alvarlegum augum ef fólk er í lífshættu af áverkum eða líkamstjóni, sérstaklega ef það er vegna vankunnáttu eða gáleysis einhverra aðila sem taka að sér að meðhöndla það við heilsukvillum,“ segir Björn Geir Leifsson, yfirlæknir eftirlits og frávika hjá embætti Landlæknis í samtali við RÚV. Loftbrjóst á sér stað þegar gat kemur á lungað og það fellur saman og hindrar öndun samkvæmt upplýsingum á vef landlæknis. Tilfelli konunnar var svo alvarlegt að hún var talin í bráðri lífshættu, en hún hafði farið í meðferðina í von um að minnka meðgönguógleði.Gagnsemi nálastungumeðferða umdeild Björn Geir segir að eftirlit þurfi að vera með þeim sem stundi nálastungur, en þær séu ekki hættulausar. Á vef landlæknis kemur fram að full ástæða sé til að vara við slíkum meðferðum á viðkvæmum einstaklingum, til dæmis þunguðum konum. Í tilkynningu frá embætti landlæknis um þetta mál kemur fram að gagnsemi slíkra meðferða sé umdeild. „Að mati landlæknis er fullt tilefni til að vara við því að leitað sé þjónustu eða meðferðar hjá ófaglærðum áhugamönnum eða öðrum sem vafi getur leikið á um að kunni vel til verka. Á þetta sérstaklega við þegar um er að ræða viðkvæma einstaklinga, þungaðar konur, börn og sjúklinga með alvarleg eða langvinn veikindi svo sem krabbamein. Gagnsemi nálastungumeðferða er umdeild. Þótt fylgikvillar séu fremur sjaldgæfir þá geta afleiðingar þeirra verið mjög alvarlegar og í sumum tilvikum lífshættulegar. Auk loftbrjósts og ástungu í önnur viðkvæm líffæri, hafa komið upp alvarlegar sýkingar í kjölfar slíkra meðferða. Sem dæmi má nefna að nýlega lést maður í Noregi af sýkingu eftir nálastungur á hendi. Þá vöruðu dönsk yfirvöld á síðasta ári við áhættu af nálastungum eftir fjögur alvarleg tilfelli það sama ár, þar af var eitt dauðsfall,“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þunguð kona í lífshættu eftir nálastungur Þunguð kona var á dögunum í bráðri lífshættu eftir að hafa farið í nálastungumeðferð í því skyni að bæta meðgönguógleði. 28. mars 2018 14:52 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira
Þunguð kona í lífshættu eftir nálastungur Þunguð kona var á dögunum í bráðri lífshættu eftir að hafa farið í nálastungumeðferð í því skyni að bæta meðgönguógleði. 28. mars 2018 14:52