Stofnanir geti deilt vitneskju um níðinga Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. mars 2018 07:00 Mál starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur hefur verið fyrirferðamikið í fréttum undanfarnar vikur. VÍSIR/DANÍEL Vöntun hefur verið á skýrum lagaheimildum handa stofnunum til að hafa samskipti sín á milli um einstaklinga sem talin er hætta á að brjóti gegn börnum. Í nýju frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknar, eru lagðar til breytingar á þessu. Í því felst að þeir sem brjóta kynferðislega gegn börnum skuli sæta sérstöku mati. „Það virðist stundum sem kerfið sé þannig að hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri sé að gera. Hugmyndin með frumvarpinu er að tengja saman stofnanir,“ segir flutningsmaðurinn. Séu taldar líkur á því að mati loknu að viðkomandi brjóti af sér aftur, er unnt að láta hann sæta sérstökum öryggisráðstöfunum. Þær gætu meðal annars falist í skyldu til að leita meðferðar og eftirliti með internetnotkun. Í alvarlegustu tilfellunum er hægt að kveða á um bann við búsetu á heimili þar sem börn dvelja. Þá er kveðið á um að dómþola sé gert skylt að tilkynna breyttan dvalarstað til Barnaverndarstofu sem og nafnbreytingar. Barnaverndarstofa geti tilkynnt viðkomandi barnaverndarnefnd um flutning einstaklings í umdæmi hennar.Sjá einnig: Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum „Það hefur ekki verið heimilt fyrir stofnanir að hafa samráð við aðrar stofnanir sem að þessum málum koma,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Þótt frumvarpið feli í sér íþyngjandi ráðstafanir í garð dómþola verði börn að njóta vafans. Í frumvarpinu er ekki kveðið á um að nöfn og dvalarstaðir brotamanna séu gerðir opinberir. Anna segir það vel. „Rannsóknir sýna að slíkt hefur öfug áhrif. Það skapar ótta hjá almenningi og kemur ekki í veg fyrir frekari brot.“ „Ég fagna því að þetta sé til umræðu. Vonandi verður niðurstaðan sú að skýrari ferlar liggja fyrir handa lögreglu, barnaverndar- og heilbrigðisyfirvöldum og öðrum sem að málunum koma,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri barnaverndar Reykjavíkur. „Það hefur vantað upp á að skýrt sé hvaða upplýsingum má deila hvenær og með hverjum,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59 Mál starfsmanns barnaverndar: Verknaðarlýsingar kærenda í flestum tilfellum þær sömu Að mati lögreglu eru framburðir kærenda trúverðugir. 23. mars 2018 18:04 Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Vöntun hefur verið á skýrum lagaheimildum handa stofnunum til að hafa samskipti sín á milli um einstaklinga sem talin er hætta á að brjóti gegn börnum. Í nýju frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknar, eru lagðar til breytingar á þessu. Í því felst að þeir sem brjóta kynferðislega gegn börnum skuli sæta sérstöku mati. „Það virðist stundum sem kerfið sé þannig að hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri sé að gera. Hugmyndin með frumvarpinu er að tengja saman stofnanir,“ segir flutningsmaðurinn. Séu taldar líkur á því að mati loknu að viðkomandi brjóti af sér aftur, er unnt að láta hann sæta sérstökum öryggisráðstöfunum. Þær gætu meðal annars falist í skyldu til að leita meðferðar og eftirliti með internetnotkun. Í alvarlegustu tilfellunum er hægt að kveða á um bann við búsetu á heimili þar sem börn dvelja. Þá er kveðið á um að dómþola sé gert skylt að tilkynna breyttan dvalarstað til Barnaverndarstofu sem og nafnbreytingar. Barnaverndarstofa geti tilkynnt viðkomandi barnaverndarnefnd um flutning einstaklings í umdæmi hennar.Sjá einnig: Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum „Það hefur ekki verið heimilt fyrir stofnanir að hafa samráð við aðrar stofnanir sem að þessum málum koma,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Þótt frumvarpið feli í sér íþyngjandi ráðstafanir í garð dómþola verði börn að njóta vafans. Í frumvarpinu er ekki kveðið á um að nöfn og dvalarstaðir brotamanna séu gerðir opinberir. Anna segir það vel. „Rannsóknir sýna að slíkt hefur öfug áhrif. Það skapar ótta hjá almenningi og kemur ekki í veg fyrir frekari brot.“ „Ég fagna því að þetta sé til umræðu. Vonandi verður niðurstaðan sú að skýrari ferlar liggja fyrir handa lögreglu, barnaverndar- og heilbrigðisyfirvöldum og öðrum sem að málunum koma,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri barnaverndar Reykjavíkur. „Það hefur vantað upp á að skýrt sé hvaða upplýsingum má deila hvenær og með hverjum,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59 Mál starfsmanns barnaverndar: Verknaðarlýsingar kærenda í flestum tilfellum þær sömu Að mati lögreglu eru framburðir kærenda trúverðugir. 23. mars 2018 18:04 Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59
Mál starfsmanns barnaverndar: Verknaðarlýsingar kærenda í flestum tilfellum þær sömu Að mati lögreglu eru framburðir kærenda trúverðugir. 23. mars 2018 18:04
Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30