Tölvurnar að þurrka út sýningarstjórana Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. mars 2018 08:00 Einar Ágúst Kristinsson, formaður Félags sýningarstjóra við kvikmyndahús. Vísir/STEFÁN „Breytingarnar hafa orðið svo miklar núna. Tölvurnar hafa tekið alveg yfir á svo stuttum tíma,“ segir Einar Ágúst Kristinsson, formaður Félags sýningarstjóra við kvikmyndahús. Sýningarstjórar í kvikmyndahúsum eru deyjandi stétt á stafrænni öld og verið nokkuð um uppsagnir og fækkun á sýningarstjórum bíóanna undanfarin misseri, nú síðast um áramótin, til að mæta breyttum tímum og tækni. „Þetta er allt orðið tölvustýrt. Við getum bara stjórnað þessu úti í bæ. Það eru engar filmur í gangi í dag,“ segir Einar Ágúst sem er einn af nokkrum síðustu sýningarstjórum landsins eftir að stafrænar myndir hófu innreið sína fyrir alvöru fyrir um fjórum til fimm árum. Þótt sýningarstjórum hafi fækkað eru þeir ekki með öllu horfnir. En verkefni þeirra hafa breyst. „Núna verður bara tæknistjóri fyrir bíóhúsið. Hann setur myndina upp í byrjun og svo þarf ekkert að hugsa um þetta meira.“ „Tækniþróunin hefur verið alveg ofboðslega hröð. Ég held að það sé leitun að einhverju sem hefur þróast jafnhratt. Núna er hætt að tala um sýningarvélar, núna fer þetta bara allt í gegnum stóran myndvarpa.“ Þróun undanfarinna ára hefur einnig sett svip sinn á stéttarfélagið sem Einar Ágúst veitir formennsku. „Við erum um tuttugu sem erum í félaginu. Menn hafa margir farið út í annað en haldið sig þó við félagið. En það hefur snarfækkað síðustu fjögur, fimm árin út af tölvunum.“ Segir Einar Ágúst þetta eiga við um öll bíóin. Nú sé hægt að standa í tækniherbergi í Smárabíói og stýra öllum sölum bæði þar og í Háskólabíói. Í gamla daga hafi þurft fagmenn til að meðhöndla filmurnar þar sem þær hafi meðal annars verið svo eldfimar. Nú sé Bíó Paradís eina bíóið, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu, sem geti sýnt myndir líka á filmu. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
„Breytingarnar hafa orðið svo miklar núna. Tölvurnar hafa tekið alveg yfir á svo stuttum tíma,“ segir Einar Ágúst Kristinsson, formaður Félags sýningarstjóra við kvikmyndahús. Sýningarstjórar í kvikmyndahúsum eru deyjandi stétt á stafrænni öld og verið nokkuð um uppsagnir og fækkun á sýningarstjórum bíóanna undanfarin misseri, nú síðast um áramótin, til að mæta breyttum tímum og tækni. „Þetta er allt orðið tölvustýrt. Við getum bara stjórnað þessu úti í bæ. Það eru engar filmur í gangi í dag,“ segir Einar Ágúst sem er einn af nokkrum síðustu sýningarstjórum landsins eftir að stafrænar myndir hófu innreið sína fyrir alvöru fyrir um fjórum til fimm árum. Þótt sýningarstjórum hafi fækkað eru þeir ekki með öllu horfnir. En verkefni þeirra hafa breyst. „Núna verður bara tæknistjóri fyrir bíóhúsið. Hann setur myndina upp í byrjun og svo þarf ekkert að hugsa um þetta meira.“ „Tækniþróunin hefur verið alveg ofboðslega hröð. Ég held að það sé leitun að einhverju sem hefur þróast jafnhratt. Núna er hætt að tala um sýningarvélar, núna fer þetta bara allt í gegnum stóran myndvarpa.“ Þróun undanfarinna ára hefur einnig sett svip sinn á stéttarfélagið sem Einar Ágúst veitir formennsku. „Við erum um tuttugu sem erum í félaginu. Menn hafa margir farið út í annað en haldið sig þó við félagið. En það hefur snarfækkað síðustu fjögur, fimm árin út af tölvunum.“ Segir Einar Ágúst þetta eiga við um öll bíóin. Nú sé hægt að standa í tækniherbergi í Smárabíói og stýra öllum sölum bæði þar og í Háskólabíói. Í gamla daga hafi þurft fagmenn til að meðhöndla filmurnar þar sem þær hafi meðal annars verið svo eldfimar. Nú sé Bíó Paradís eina bíóið, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu, sem geti sýnt myndir líka á filmu.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira