Útflutningur eykst þrátt fyrir styrkingu krónu Sveinn Arnarsson skrifar 23. mars 2018 06:00 Formaður Félags hrossabænda segir gott verð fást fyrir góða gripi en bændur hafi fækkað hjá sér eftir nokkurt offramboð Vísir/Getty Alls voru 1.485 hross flutt út á síðasta ári eða rúmlega fjögur hross á dag að meðaltali. Til samanburðar fæddust um 3.700 folöld í fyrra samkvæmt upprunaættbók íslenska hestsins. Er þetta fjölgun um nærri þrjátíu prósent frá árinu 2010. Sterk staða krónunnar virðist ekki gera hrossabændum erfitt að selja hross út. Þýskaland, Svíþjóð og Danmörk eru aðaláfangastaðir útfluttra hrossa. Samkvæmt WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins, hefur stígandi verið í sölu íslenskra hrossa erlendis. Fleiri íslenskir hestar eru samanlagt í þremur stærstu íslandshestalöndunum en á Íslandi. „Það er mikilvægt fyrir íslenska hrossabændur að flytja út hross. Það bætir stöðu ræktenda og hrossabænda hér á landi. Í gegnum tíðina hefur alltaf ákveðið hlutfall farið út af kynbótahrossum,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda.Landsmót hestamannafélaga er haldið í sumar í Reykjavík. Þessi íslandshestahátíð er haldin annað hvert ár. Að mati Sveins er meira um að vera á landsmótsárum og menn leggja meira upp úr starfinu á þessum árum. „Landsmót er auðvitað mikill gluggi fyrir hestinn og hestamennskuna og menn kappkosta að reyna að ná árangri á landsmóti. Landsmót er til að mynda stærsta útihátíð sem haldin er á Íslandi,“ bætir Sveinn við. Mikill fjöldi erlendra gesta mætir á landsmótið hverju sinni. „Góð hross eru að fara út á góðu verði. Góðir gripir geta selst á það góðu verði að það skili miklum virðisauka til eiganda. Það er í sjálfu sér mjög gott fyrir íslandshestaheiminn allan. Íslenski hesturinn er einnig þjóðinni mikilvægur og hefur mikið aðdráttarafl. Það sannast nú best í því að fjölmargir erlendir aðilar hafa beinlínis sest hér að vegna hestsins, eiga hér aðstöðu, húsnæði og jafnvel jarðir, til að stunda sína hestamennsku og ræktun. Það auðvitað skilar sér í bættum þjóðarhag,“ bætir Sveinn við. Fæddum folöldum hefur verið að fækka undanfarið og segir Sveinn að markaðurinn sé að ná jafnvægi á nýjan leik eftir líkast til nokkurt offramboð á hestum síðustu ár. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Alls voru 1.485 hross flutt út á síðasta ári eða rúmlega fjögur hross á dag að meðaltali. Til samanburðar fæddust um 3.700 folöld í fyrra samkvæmt upprunaættbók íslenska hestsins. Er þetta fjölgun um nærri þrjátíu prósent frá árinu 2010. Sterk staða krónunnar virðist ekki gera hrossabændum erfitt að selja hross út. Þýskaland, Svíþjóð og Danmörk eru aðaláfangastaðir útfluttra hrossa. Samkvæmt WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins, hefur stígandi verið í sölu íslenskra hrossa erlendis. Fleiri íslenskir hestar eru samanlagt í þremur stærstu íslandshestalöndunum en á Íslandi. „Það er mikilvægt fyrir íslenska hrossabændur að flytja út hross. Það bætir stöðu ræktenda og hrossabænda hér á landi. Í gegnum tíðina hefur alltaf ákveðið hlutfall farið út af kynbótahrossum,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda.Landsmót hestamannafélaga er haldið í sumar í Reykjavík. Þessi íslandshestahátíð er haldin annað hvert ár. Að mati Sveins er meira um að vera á landsmótsárum og menn leggja meira upp úr starfinu á þessum árum. „Landsmót er auðvitað mikill gluggi fyrir hestinn og hestamennskuna og menn kappkosta að reyna að ná árangri á landsmóti. Landsmót er til að mynda stærsta útihátíð sem haldin er á Íslandi,“ bætir Sveinn við. Mikill fjöldi erlendra gesta mætir á landsmótið hverju sinni. „Góð hross eru að fara út á góðu verði. Góðir gripir geta selst á það góðu verði að það skili miklum virðisauka til eiganda. Það er í sjálfu sér mjög gott fyrir íslandshestaheiminn allan. Íslenski hesturinn er einnig þjóðinni mikilvægur og hefur mikið aðdráttarafl. Það sannast nú best í því að fjölmargir erlendir aðilar hafa beinlínis sest hér að vegna hestsins, eiga hér aðstöðu, húsnæði og jafnvel jarðir, til að stunda sína hestamennsku og ræktun. Það auðvitað skilar sér í bættum þjóðarhag,“ bætir Sveinn við. Fæddum folöldum hefur verið að fækka undanfarið og segir Sveinn að markaðurinn sé að ná jafnvægi á nýjan leik eftir líkast til nokkurt offramboð á hestum síðustu ár.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira