Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda í Norður-Sýrlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2018 19:23 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, spurði utanríkisráðherra út í málsferð ráðherrans og ráðuneytisins varðandi leitina að Hauki Hilmarssyni. Vísir/Anton Brink Þingflokkur Pírata fordæmir árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum þar sem þeir segja að árásirnar fari fram með þöglu samþykki flestra NATO-þjóðanna. Þeir hvetja ríkisstjórnina til að taka undir fordæminguna. Talið er að Íslendingurinn Haukur Hilmarsson hafi fallið í árásum Tyrkja í Afrin-héraði þar sem hann barðist með Kúrdum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, spurði Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, út í málsferð ráðherrans og ráðuneytisins varðandi leitina að Hauki. Svaraði Guðlaugur því meðal annars til að allra leiða hefði verið leitað til að komast að afdrifum Hauks. Lýsa vonbrigðum með svör ráðherra Í tilkynningu sinni lýsir þingflokkur Pírata yfir vonbrigðum með svör Guðlaugs Þórs við óundirbúinni fyrirspurn Þórhildar Sunnu. Í seinni fyrirspurn sinni beindi hún eftirfarandi til ráðherra: „Lítur hann svo á að um ólögmæta innrás og árás Tyrkja inn í Sýrland og á Kúrda sé að ræða samanber stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna? Sé ráðherra sammála mér um að svo sé: Telur ráðherra ekki tilefni til að fordæma þessa innrás og beita sér eftir fremsta megni gegn hernaðaraðgerðum Tyrkja á svæðinu, á vettvangi Nató sem og annars staðar á alþjóðavettvangi?“ Guðlaugur Þór sagði að hvað varðaði aðgerðir Tyrklands í Afrin-héraði þá hafi íslensk stjórnvöld gagnrýnt hernaðaraðgerði Trykja gegn Kúrdum í Sýrlandi örfáum dögum eftir að þær hófust þann 20. janúar síðastliðinn. „Var það gert beint við sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi og í framhaldinu var málið reifað í utanríkismálanefnd,“ sagði utanríkisráðherra. Ber ávallt skylda til að fordæma ódæðisverk Um þessi svör ráðherrans segir í tilkynningu Pírata: „Ráðherra gat ekki svarað til um hvort hann teldi árásir Tyrkja vera ólögmætar og ganga gegn stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Né heldur var hann reiðubúinn til þess að fordæma árásir Tyrkja opinberlega. Það er vissulega góðra gjalda vert að koma á framfæri mótmælum við sendiherra Tyrkja í Noregi, en betur má ef duga skal og vilja þingmenn Pírata hvetja ráðherra og ríkisstjórnina alla til þess að taka sér afgerandi stöðu með friði og grundvallarlögum þjóðarréttar í þessu máli. Við hvetjum ríkisstjórnina eindregið til þess að beita sér á alþjóðavettvangi, t.d. innan NATO sem og á vettvangi Evrópuráðsins, gegn ólöglegum árásum Tyrkja.“ „Okkur ber ávallt skylda til að fordæma ódæðisverk en sér í lagi þegar um er að ræða varnarbandalagsþjóð okkar í NATO sem hefur hafið innrás inn í annað ríki án samþykkis öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða annarra alþjóðastofnana,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Fyrirspurn Þórhildar Sunnu til Guðlaugs Þórs og svör hans má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Tyrkir segjast ekki hafa Hauk í haldi Utanríkisráðherra ræddi við varnarmálaráðherra Tyrklands í síma um mál Hauks HIlmarssonar í dag. 19. mars 2018 18:24 Hætta ekki að leita svara Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa fallið í Sýrlandi í síðasta mánuði, segir að lík Hauks sé ekki í forgangi hjá fjölskyldu hans, heldur staðfesting á því að Haukur sé látinn. 20. mars 2018 15:40 Segir mikla áherslu lagða á aðstoð við aðstandendur Hauks Komist var að þeirri niðurstöðu að skilvirkasta leiðin til að fá svör í máli Hauks Hilmarssonar væri að notast við diplómatískar leiðir. 13. mars 2018 15:38 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Þingflokkur Pírata fordæmir árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum þar sem þeir segja að árásirnar fari fram með þöglu samþykki flestra NATO-þjóðanna. Þeir hvetja ríkisstjórnina til að taka undir fordæminguna. Talið er að Íslendingurinn Haukur Hilmarsson hafi fallið í árásum Tyrkja í Afrin-héraði þar sem hann barðist með Kúrdum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, spurði Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, út í málsferð ráðherrans og ráðuneytisins varðandi leitina að Hauki. Svaraði Guðlaugur því meðal annars til að allra leiða hefði verið leitað til að komast að afdrifum Hauks. Lýsa vonbrigðum með svör ráðherra Í tilkynningu sinni lýsir þingflokkur Pírata yfir vonbrigðum með svör Guðlaugs Þórs við óundirbúinni fyrirspurn Þórhildar Sunnu. Í seinni fyrirspurn sinni beindi hún eftirfarandi til ráðherra: „Lítur hann svo á að um ólögmæta innrás og árás Tyrkja inn í Sýrland og á Kúrda sé að ræða samanber stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna? Sé ráðherra sammála mér um að svo sé: Telur ráðherra ekki tilefni til að fordæma þessa innrás og beita sér eftir fremsta megni gegn hernaðaraðgerðum Tyrkja á svæðinu, á vettvangi Nató sem og annars staðar á alþjóðavettvangi?“ Guðlaugur Þór sagði að hvað varðaði aðgerðir Tyrklands í Afrin-héraði þá hafi íslensk stjórnvöld gagnrýnt hernaðaraðgerði Trykja gegn Kúrdum í Sýrlandi örfáum dögum eftir að þær hófust þann 20. janúar síðastliðinn. „Var það gert beint við sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi og í framhaldinu var málið reifað í utanríkismálanefnd,“ sagði utanríkisráðherra. Ber ávallt skylda til að fordæma ódæðisverk Um þessi svör ráðherrans segir í tilkynningu Pírata: „Ráðherra gat ekki svarað til um hvort hann teldi árásir Tyrkja vera ólögmætar og ganga gegn stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Né heldur var hann reiðubúinn til þess að fordæma árásir Tyrkja opinberlega. Það er vissulega góðra gjalda vert að koma á framfæri mótmælum við sendiherra Tyrkja í Noregi, en betur má ef duga skal og vilja þingmenn Pírata hvetja ráðherra og ríkisstjórnina alla til þess að taka sér afgerandi stöðu með friði og grundvallarlögum þjóðarréttar í þessu máli. Við hvetjum ríkisstjórnina eindregið til þess að beita sér á alþjóðavettvangi, t.d. innan NATO sem og á vettvangi Evrópuráðsins, gegn ólöglegum árásum Tyrkja.“ „Okkur ber ávallt skylda til að fordæma ódæðisverk en sér í lagi þegar um er að ræða varnarbandalagsþjóð okkar í NATO sem hefur hafið innrás inn í annað ríki án samþykkis öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða annarra alþjóðastofnana,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Fyrirspurn Þórhildar Sunnu til Guðlaugs Þórs og svör hans má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Tyrkir segjast ekki hafa Hauk í haldi Utanríkisráðherra ræddi við varnarmálaráðherra Tyrklands í síma um mál Hauks HIlmarssonar í dag. 19. mars 2018 18:24 Hætta ekki að leita svara Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa fallið í Sýrlandi í síðasta mánuði, segir að lík Hauks sé ekki í forgangi hjá fjölskyldu hans, heldur staðfesting á því að Haukur sé látinn. 20. mars 2018 15:40 Segir mikla áherslu lagða á aðstoð við aðstandendur Hauks Komist var að þeirri niðurstöðu að skilvirkasta leiðin til að fá svör í máli Hauks Hilmarssonar væri að notast við diplómatískar leiðir. 13. mars 2018 15:38 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Tyrkir segjast ekki hafa Hauk í haldi Utanríkisráðherra ræddi við varnarmálaráðherra Tyrklands í síma um mál Hauks HIlmarssonar í dag. 19. mars 2018 18:24
Hætta ekki að leita svara Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa fallið í Sýrlandi í síðasta mánuði, segir að lík Hauks sé ekki í forgangi hjá fjölskyldu hans, heldur staðfesting á því að Haukur sé látinn. 20. mars 2018 15:40
Segir mikla áherslu lagða á aðstoð við aðstandendur Hauks Komist var að þeirri niðurstöðu að skilvirkasta leiðin til að fá svör í máli Hauks Hilmarssonar væri að notast við diplómatískar leiðir. 13. mars 2018 15:38