Guðni óskar Pútín til hamingju með sigurinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2018 11:54 Guðni Th. Jóhannesson og Vladimir Putin á Arctic Forum-ráðstefnunni í Arkhangelsk í Rússlandi í fyrra. Vísir/AFP Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi í dag, miðvikudaginn 21. mars 2018, heillaóskir til forseta Rússlands, Vladímírs Pútíns, sem var kjörinn á ný í embætti um helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands. Í kveðju sinni minnir forseti á þá skyldu þjóðarleiðtoga að vinna að öryggi og hagsæld íbúa. Brýnt sé að fulltrúar ríkja geti rætt saman af hreinskilni. „Miklu skiptir að þjóðarleiðtogar leiti ætíð friðsamlegra lausna þar sem ófriður ríkir og styðji hvarvetna öryggi, hagsæld og einstaklingsfrelsi.“ Sjá einnig: Guðni skaut á Putin sem bauðst til að lána Íslendingum her Loks segir forseti í bréfi sínu að þrátt fyrir miklar sviptingar á alþjóðavettvangi hafi gagnkvæm samskipti Íslands og Rússlands verið báðum ríkjum hagfelld. Heilladrjúg framtíð norðurslóða og íbúa þeirra byggist á sjálfbærri þróun, umhverfisvernd og góðri samvinnu þjóðanna sem þar búa. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi á sunnudag. Pútín hlaut 76 prósent atkvæða og mun því gegna embætti forseta áfram næstu sex árin. Leiðtogar vestrænna ríkja höfðu margir ekki tjáð sig um úrslitin í gær, utan Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, en vaxandi spenna er í samskiptum vestrænna ríkja við Rússland, ekki síst eftir meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 auk taugaeitursárásar á rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans í Bretlandi. Forseti Íslands Tengdar fréttir Þögn frá vesturveldunum vegna sigurs Pútíns Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna 19. mars 2018 11:16 Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi í dag, miðvikudaginn 21. mars 2018, heillaóskir til forseta Rússlands, Vladímírs Pútíns, sem var kjörinn á ný í embætti um helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands. Í kveðju sinni minnir forseti á þá skyldu þjóðarleiðtoga að vinna að öryggi og hagsæld íbúa. Brýnt sé að fulltrúar ríkja geti rætt saman af hreinskilni. „Miklu skiptir að þjóðarleiðtogar leiti ætíð friðsamlegra lausna þar sem ófriður ríkir og styðji hvarvetna öryggi, hagsæld og einstaklingsfrelsi.“ Sjá einnig: Guðni skaut á Putin sem bauðst til að lána Íslendingum her Loks segir forseti í bréfi sínu að þrátt fyrir miklar sviptingar á alþjóðavettvangi hafi gagnkvæm samskipti Íslands og Rússlands verið báðum ríkjum hagfelld. Heilladrjúg framtíð norðurslóða og íbúa þeirra byggist á sjálfbærri þróun, umhverfisvernd og góðri samvinnu þjóðanna sem þar búa. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi á sunnudag. Pútín hlaut 76 prósent atkvæða og mun því gegna embætti forseta áfram næstu sex árin. Leiðtogar vestrænna ríkja höfðu margir ekki tjáð sig um úrslitin í gær, utan Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, en vaxandi spenna er í samskiptum vestrænna ríkja við Rússland, ekki síst eftir meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 auk taugaeitursárásar á rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans í Bretlandi.
Forseti Íslands Tengdar fréttir Þögn frá vesturveldunum vegna sigurs Pútíns Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna 19. mars 2018 11:16 Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Þögn frá vesturveldunum vegna sigurs Pútíns Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna 19. mars 2018 11:16
Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50