Jóhanna lætur fylgja með kassamerkið #trúlofun og birtir fallega mynd með færslunni. Þar má sjá einstaklega glæsilegan trúlofunarhring á vinstri hendi söngkonunnar.
Hún stendur þessa dagana í ströngu en Jóhanna Guðrún keppir í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2 á sunnudagskvöldum.
Þar dansar hún með Maxim Petrov og hefur ekkert par fengið betri einkunn en einmitt þau.
