Hætta ekki að leita svara Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2018 15:40 Eva Hauksdóttir og Haukur Hilmarsson. Vísir Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa fallið í Sýrlandi í síðasta mánuði, segir að lík Hauks sé ekki í forgangi hjá fjölskyldu hans, heldur staðfesting á því að Haukur sé látinn. Það hafi þau ekki fengið eftir að Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra, ræddi við Nurettin Canikli, varnarmálaráðherra Tyrklands, í síma í gær. Canikli sagði Tyrkja ekki vera með Hauk í haldi. Í færslu á bloggsíðu sinni segir Eva að það megi skilja sem að þeir séu ekki með lík hans heldur. „Við hljótum að reikna með að hann sé þá í það minnsta ekki á neinni skrá hjá þeim heldur hafi hann annaðhvort bjargast á einhvern dularfullan hátt, eða það sem líklegra er, að jarðneskar leifar hans séu einhvers staðar milli þorpanna Badina og Demilya,“ skrifar Eva. Hún segir fjölskyldu Hauks hafa heyrt frá fyrstu hendi sögu fólk sem fékk lík ástvina sem féllu í Sýrlandi allt að tveimur árum seinna. Það sé þó ekki það mikilvægasta sem fjölskyldan sé eftir. „Okkur vantar ekki líkið sem slíkt heldur staðfestingu á því að Haukur sé látinn. Við höfum hana ekki en við höfum þó staðfestingu á því að hann sé ekki í haldi Tyrkja. Við erum sammála um það ég og faðir Hauks, unnusta hans og uppkominn bróðir, að láta ekki þagga niður í okkur út á möguleikann á því að líkið finnist.“ Færslu Evu fylgir yfirlýsing þar sem fjölskylda Hauks biður fólk um að taka þátttöku hans í átökunum sér ekki til fyrirmyndar. „Við teljum afar óæskilegt að styðja frelsisbaráttu ofsóttra hópa með þeim hætti sem Haukur hefur gert síðustu 9 mánuðina og biðjum fólk fyrir alla muni að taka hann sér ekki til fyrirmyndar að því leyti. Það eru til ótal aðrar og öruggari aðferðir til að styðja baráttuna gegn kúgun og ofsóknum og af skrifum Hauks að dæma er það hreint ekki eins spennandi og ætla mætti að taka þátt í vopnuðum átökum.“ Eva skrifaði sömuleiðis um ástandið í Sýrlandi og aðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum og kallar hún eftir því að íslenska ríkið fordæmi aðgerðir Tyrkja. Mál Hauks Hilmarssonar Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir „Hver dagur, hver klukkustund er dýrmæt“ Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa látist í loftárás í Sýrlandi í febrúar, segir ekki hægt að staðfesta lát sonar síns og að samkvæmt lögum eigi íslenska ríkið að leita hans. 17. mars 2018 19:45 Engar nýjar upplýsingar í máli Hauks Talið er að Haukur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. 19. mars 2018 14:29 Eva telur hugsanlegt að sonur hennar sé á lífi Eva Hauksdóttir segir ýmislegt mótsagnakennt er varðar fregnir af andláti Hauks Hilmarssonar. 16. mars 2018 12:54 Bresk kona féll í stríðsátökum í Afrin-héraði Barðist með systursamtökum YPG. 19. mars 2018 15:41 Katrín ræddi mál Hauks Hilmarssonar við Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, fundaði í dag með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 19. mars 2018 14:46 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa fallið í Sýrlandi í síðasta mánuði, segir að lík Hauks sé ekki í forgangi hjá fjölskyldu hans, heldur staðfesting á því að Haukur sé látinn. Það hafi þau ekki fengið eftir að Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra, ræddi við Nurettin Canikli, varnarmálaráðherra Tyrklands, í síma í gær. Canikli sagði Tyrkja ekki vera með Hauk í haldi. Í færslu á bloggsíðu sinni segir Eva að það megi skilja sem að þeir séu ekki með lík hans heldur. „Við hljótum að reikna með að hann sé þá í það minnsta ekki á neinni skrá hjá þeim heldur hafi hann annaðhvort bjargast á einhvern dularfullan hátt, eða það sem líklegra er, að jarðneskar leifar hans séu einhvers staðar milli þorpanna Badina og Demilya,“ skrifar Eva. Hún segir fjölskyldu Hauks hafa heyrt frá fyrstu hendi sögu fólk sem fékk lík ástvina sem féllu í Sýrlandi allt að tveimur árum seinna. Það sé þó ekki það mikilvægasta sem fjölskyldan sé eftir. „Okkur vantar ekki líkið sem slíkt heldur staðfestingu á því að Haukur sé látinn. Við höfum hana ekki en við höfum þó staðfestingu á því að hann sé ekki í haldi Tyrkja. Við erum sammála um það ég og faðir Hauks, unnusta hans og uppkominn bróðir, að láta ekki þagga niður í okkur út á möguleikann á því að líkið finnist.“ Færslu Evu fylgir yfirlýsing þar sem fjölskylda Hauks biður fólk um að taka þátttöku hans í átökunum sér ekki til fyrirmyndar. „Við teljum afar óæskilegt að styðja frelsisbaráttu ofsóttra hópa með þeim hætti sem Haukur hefur gert síðustu 9 mánuðina og biðjum fólk fyrir alla muni að taka hann sér ekki til fyrirmyndar að því leyti. Það eru til ótal aðrar og öruggari aðferðir til að styðja baráttuna gegn kúgun og ofsóknum og af skrifum Hauks að dæma er það hreint ekki eins spennandi og ætla mætti að taka þátt í vopnuðum átökum.“ Eva skrifaði sömuleiðis um ástandið í Sýrlandi og aðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum og kallar hún eftir því að íslenska ríkið fordæmi aðgerðir Tyrkja.
Mál Hauks Hilmarssonar Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir „Hver dagur, hver klukkustund er dýrmæt“ Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa látist í loftárás í Sýrlandi í febrúar, segir ekki hægt að staðfesta lát sonar síns og að samkvæmt lögum eigi íslenska ríkið að leita hans. 17. mars 2018 19:45 Engar nýjar upplýsingar í máli Hauks Talið er að Haukur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. 19. mars 2018 14:29 Eva telur hugsanlegt að sonur hennar sé á lífi Eva Hauksdóttir segir ýmislegt mótsagnakennt er varðar fregnir af andláti Hauks Hilmarssonar. 16. mars 2018 12:54 Bresk kona féll í stríðsátökum í Afrin-héraði Barðist með systursamtökum YPG. 19. mars 2018 15:41 Katrín ræddi mál Hauks Hilmarssonar við Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, fundaði í dag með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 19. mars 2018 14:46 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
„Hver dagur, hver klukkustund er dýrmæt“ Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa látist í loftárás í Sýrlandi í febrúar, segir ekki hægt að staðfesta lát sonar síns og að samkvæmt lögum eigi íslenska ríkið að leita hans. 17. mars 2018 19:45
Engar nýjar upplýsingar í máli Hauks Talið er að Haukur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. 19. mars 2018 14:29
Eva telur hugsanlegt að sonur hennar sé á lífi Eva Hauksdóttir segir ýmislegt mótsagnakennt er varðar fregnir af andláti Hauks Hilmarssonar. 16. mars 2018 12:54
Katrín ræddi mál Hauks Hilmarssonar við Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, fundaði í dag með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 19. mars 2018 14:46