BSRB skorar á atvinnurekendur að taka næsta skrefið í tengslum við #metoo byltinguna og ráðast að rótum vandans. Þetta kemur fram í ályktun fundar formannaráðs BSRB sem fór fram í gær.
„Góð stjórnun og markviss samþætting jafnréttissjónarmiða með sérstakri áherslu á að uppræta valdamisræmi í hvers kyns ákvörðunartöku er lykillinn að því að aldrei þurfi nokkur að segja aftur #metoo. Formannaráð BSRB skorar því á atvinnurekendur að taka næsta skref með athugun á vinnumenningu og greiningu á völdum og valdastöðu.“
