Hver stund er dýrmæt Ritstjórn skrifar 30. mars 2018 09:20 Móðir – kona – meyja. Sumir segja að móðurhlutverkið sé eitt það mikilvægasta í heiminum. Hlutverk sem í senn er það besta og það erfiðasta sem maður tekur sér fyrir hendur á lífsleiðinni. Þrátt fyrir að hlutverkið sjálft hafi breyst í aldanna rás er grunnurinn ávallt sá hinn sami, skilyrðislaus ást. Glamour fékk nokkrar fræknar konur til að deila með okkur sinni reynslu af þessu margslungna hlutverki. Móðurhlutverkið í sinni tærustu mynd, án þess að sykurhúða neitt. Blaðamaðurinn Ingileif Friðriksdóttir kom inn í líf fimm ára gamals drengs fyrir fjórum árum. Hún segir einna helst hafa komið sér á óvart hvað börn eru klár en að móðurhlutverkið sé í senn lærdómsríkt, fallegt og yndislegt.Hvernig er móðurhlutverkið í þínum huga? Lærdómsríkt, fallegt og yndislegt. Ég læri jafn mikið, ef ekki meira, af stráknum mínum og hann lærir af mér. Sambandið snýst um traust, heiðarleika og ást. Ég er svo heppin að eiga strák sem er eins einlægur og hugsast getur og hann segir okkur alltaf hvernig honum líður sem er virkilega dýrmætt. Svo er það bara hlutverk okkar að vera til staðar, kenna, fræða og reyna að vera góðar fyrirmyndir. Hvað er erfiðast og hvað er léttast? Erfiðast er líklega að standa við það þegar maður hefur sett mörk. Það er auðvitað nauðsynlegt fyrir börn að hafa ramma og ef maður gengur á bak orða sinna er það ekki til þess fallið að ná árangri. En það er ekki alltaf létt að standa við það og gefa ekki eftir þegar maður sér saklaus biðjandi augu og ég hef alveg bognað og látið eitthvað eftir eða gefið eitthvað sem ég ætlaði mér að standa í lappirnar með. Það léttasta hlýtur aftur á móti að vera að gefa og taka á móti knúsunum, kúrinu og ástinni. Og ekki er verra að eiga félaga í barninu sínu sem maður getur hlegið og skemmt sér endalaust með.Hvernig leið þér þegar þú fyrst sást son þinn? Þegar við María vorum að byrja að hittast kom ég til hennar á kvöldin þegar hann var sofnaður og var svo inni í herbergi þar til hann var farinn í skólann – enda er það ákveðið skref fyrir móður að kynna barnið sitt fyrir nýjum maka. Ég hafði svo verið að gista hjá henni einn morguninn þegar hann kom hlaupandi inn í herbergi og stökk upp í rúm. Þannig hitti ég hann fyrst. Honum brá auðvitað í brún og ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að snúa mér en okkur líkaði strax vel hvoru við annað. Ingileif ásamt Maríu Rut unnustu sinni og Þorgeiri Atla.Manstu eftir augnablikinu þar sem þið tengdust fyrst? Við vorum góð saman frá upphafi, en það augnablik sem markar upphafið að okkur sem fjölskyldu var þegar Þorgeir bauð mér formlega að vera hluti af fjölskyldunni. Við höfðum verið þrjú saman með kósíkvöld og hann var búinn að vera hugsi eins og honum lægi eitthvað á hjarta. Í lok kvöldsins kom hann svo til mín mjög einlægur og sagði: „Okkur mömmu langar að bjóða þér að vera hluti af fjölskyldunni. Hvernig líst þér á það?“ Og ég auðvitað fékk rykkorn í augað og tók mjög þakklát boðinu.Besta ráðið sem þú hefur fengið varðandi móðurhlutverkið og frá hverjum var það? Að njóta augnabliksins. Tíminn er alltof fljótur að líða og áður en maður veit af er maður kominn með einstakling sem er svo gott sem fullorðinn. Hver stund er svo dýrmæt og maður verður að nýta hana eins vel og maður getur. Mágkona mín hefur verið mér fyrirmynd hvað þetta varðar en hún er ótrúlega dugleg að gera sem mest úr tímanum með sínum börnum. Hafðir þú haft einhverjar fyrirfram hugmyndir um móðurhlutverkið? Í raun var ég bara spennt fyrir því enda hef ég alltaf verið mikil barnamanneskja og hlakkað til að eiga börn. Þegar við María vorum að kynnast var hún hrædd um að ég vildi frekar ferðast um heiminn og vera ábyrgðarlaus. Hún „varaði“ mig margoft við því að það væri vinna sem fylgdi því að eiga barn en ég lét ekki segjast og gæti ekki verið ánægðari með það. Eins og ég sagði henni þá langaði mig miklu frekar að eignast fjölskyldu í þeim tveimur og ferðast með þeim síðar meir en að vera ein og ábyrgðarlaus einhvers staðar. Þrátt fyrir að margir á mínum aldri þá hafi kannski ekki skilið það þá var það einmitt það sem ég vildi gera.Hvað hefur komið þér mest á óvart? Hvað börn eru ótrúlega klár. Maður styttir sér engar leiðir þegar maður er með athugulan einstakling sem tekur eftir öllum smáatriðum á heimilinu. Börn muna ótrúlegustu hluti og eitthvað sem maður segir getur verið notað gegn manni mánuðum og jafnvel árum seinna. Mér finnst þetta samt frábært því ég gleymi oft hlutum sem er fínt að vera minnt á. Hvað hefur kennt þér mest? Það að barnið manns stóli á mann og líti upp til manns er virkilega lærdómsríkt. Maður verður að vera góð fyrirmynd og getur ekki hagað sér á ábyrgðarlausan hátt því maður setur fordæmi með hegðun sinni og framkomu. Svo þarf maður vissulega að læra að vera þolinmóður þegar maður á barn því það koma oft upp alls konar aðstæður sem reyna á þolinmæðina.Ertu með einhverja fyrirmynd að móðurhlutverkinu? Mín eigin er frábær fyrirmynd og dásamleg mamma. Ég er örverpi og fékk því að alast upp við óskipta athygli foreldra minna, sem voru framúrskarandi uppalendur bæði tvö. Við mamma bjuggum svo tvær saman eftir að þau skildu og það var ótrúlega dýrmætur tími. Hún hefur alltaf verið til staðar fyrir mig og hjálpað mér í gegnum alla hluti. Hún hefur alltaf sagt mér að það sé ekkert vandamál of stórt til að ræða það og það hefur verið mitt stef í uppeldinu á mínum strák. Svo hún er sannarlega mín fyrirmynd á þessu sviði.Viðtalið birtist fyrst í sérstökum kafla í júlí/ágústblaði Glamour 2017 tileinkuðu móðurhlutverkinu. Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Fagurkerar fjölmenntu í opnun Geysir Heima Glamour Fimm sumarlegir varalitir fyrir helgina Glamour Tyrfingur Tyrfingsson: "Þú sökkar í dag, blessað barnið mitt" Glamour Drottningin á afmæli í dag Glamour Í stíl á tískuvikunni Glamour Litríkir gestir á Afropunk Glamour Skilaboð til allra tísku-unnenda! Glamour Óförðuð með ellefu vörum Glamour Kim Kardashian í viðtali hjá 60 Minutes Glamour
Móðir – kona – meyja. Sumir segja að móðurhlutverkið sé eitt það mikilvægasta í heiminum. Hlutverk sem í senn er það besta og það erfiðasta sem maður tekur sér fyrir hendur á lífsleiðinni. Þrátt fyrir að hlutverkið sjálft hafi breyst í aldanna rás er grunnurinn ávallt sá hinn sami, skilyrðislaus ást. Glamour fékk nokkrar fræknar konur til að deila með okkur sinni reynslu af þessu margslungna hlutverki. Móðurhlutverkið í sinni tærustu mynd, án þess að sykurhúða neitt. Blaðamaðurinn Ingileif Friðriksdóttir kom inn í líf fimm ára gamals drengs fyrir fjórum árum. Hún segir einna helst hafa komið sér á óvart hvað börn eru klár en að móðurhlutverkið sé í senn lærdómsríkt, fallegt og yndislegt.Hvernig er móðurhlutverkið í þínum huga? Lærdómsríkt, fallegt og yndislegt. Ég læri jafn mikið, ef ekki meira, af stráknum mínum og hann lærir af mér. Sambandið snýst um traust, heiðarleika og ást. Ég er svo heppin að eiga strák sem er eins einlægur og hugsast getur og hann segir okkur alltaf hvernig honum líður sem er virkilega dýrmætt. Svo er það bara hlutverk okkar að vera til staðar, kenna, fræða og reyna að vera góðar fyrirmyndir. Hvað er erfiðast og hvað er léttast? Erfiðast er líklega að standa við það þegar maður hefur sett mörk. Það er auðvitað nauðsynlegt fyrir börn að hafa ramma og ef maður gengur á bak orða sinna er það ekki til þess fallið að ná árangri. En það er ekki alltaf létt að standa við það og gefa ekki eftir þegar maður sér saklaus biðjandi augu og ég hef alveg bognað og látið eitthvað eftir eða gefið eitthvað sem ég ætlaði mér að standa í lappirnar með. Það léttasta hlýtur aftur á móti að vera að gefa og taka á móti knúsunum, kúrinu og ástinni. Og ekki er verra að eiga félaga í barninu sínu sem maður getur hlegið og skemmt sér endalaust með.Hvernig leið þér þegar þú fyrst sást son þinn? Þegar við María vorum að byrja að hittast kom ég til hennar á kvöldin þegar hann var sofnaður og var svo inni í herbergi þar til hann var farinn í skólann – enda er það ákveðið skref fyrir móður að kynna barnið sitt fyrir nýjum maka. Ég hafði svo verið að gista hjá henni einn morguninn þegar hann kom hlaupandi inn í herbergi og stökk upp í rúm. Þannig hitti ég hann fyrst. Honum brá auðvitað í brún og ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að snúa mér en okkur líkaði strax vel hvoru við annað. Ingileif ásamt Maríu Rut unnustu sinni og Þorgeiri Atla.Manstu eftir augnablikinu þar sem þið tengdust fyrst? Við vorum góð saman frá upphafi, en það augnablik sem markar upphafið að okkur sem fjölskyldu var þegar Þorgeir bauð mér formlega að vera hluti af fjölskyldunni. Við höfðum verið þrjú saman með kósíkvöld og hann var búinn að vera hugsi eins og honum lægi eitthvað á hjarta. Í lok kvöldsins kom hann svo til mín mjög einlægur og sagði: „Okkur mömmu langar að bjóða þér að vera hluti af fjölskyldunni. Hvernig líst þér á það?“ Og ég auðvitað fékk rykkorn í augað og tók mjög þakklát boðinu.Besta ráðið sem þú hefur fengið varðandi móðurhlutverkið og frá hverjum var það? Að njóta augnabliksins. Tíminn er alltof fljótur að líða og áður en maður veit af er maður kominn með einstakling sem er svo gott sem fullorðinn. Hver stund er svo dýrmæt og maður verður að nýta hana eins vel og maður getur. Mágkona mín hefur verið mér fyrirmynd hvað þetta varðar en hún er ótrúlega dugleg að gera sem mest úr tímanum með sínum börnum. Hafðir þú haft einhverjar fyrirfram hugmyndir um móðurhlutverkið? Í raun var ég bara spennt fyrir því enda hef ég alltaf verið mikil barnamanneskja og hlakkað til að eiga börn. Þegar við María vorum að kynnast var hún hrædd um að ég vildi frekar ferðast um heiminn og vera ábyrgðarlaus. Hún „varaði“ mig margoft við því að það væri vinna sem fylgdi því að eiga barn en ég lét ekki segjast og gæti ekki verið ánægðari með það. Eins og ég sagði henni þá langaði mig miklu frekar að eignast fjölskyldu í þeim tveimur og ferðast með þeim síðar meir en að vera ein og ábyrgðarlaus einhvers staðar. Þrátt fyrir að margir á mínum aldri þá hafi kannski ekki skilið það þá var það einmitt það sem ég vildi gera.Hvað hefur komið þér mest á óvart? Hvað börn eru ótrúlega klár. Maður styttir sér engar leiðir þegar maður er með athugulan einstakling sem tekur eftir öllum smáatriðum á heimilinu. Börn muna ótrúlegustu hluti og eitthvað sem maður segir getur verið notað gegn manni mánuðum og jafnvel árum seinna. Mér finnst þetta samt frábært því ég gleymi oft hlutum sem er fínt að vera minnt á. Hvað hefur kennt þér mest? Það að barnið manns stóli á mann og líti upp til manns er virkilega lærdómsríkt. Maður verður að vera góð fyrirmynd og getur ekki hagað sér á ábyrgðarlausan hátt því maður setur fordæmi með hegðun sinni og framkomu. Svo þarf maður vissulega að læra að vera þolinmóður þegar maður á barn því það koma oft upp alls konar aðstæður sem reyna á þolinmæðina.Ertu með einhverja fyrirmynd að móðurhlutverkinu? Mín eigin er frábær fyrirmynd og dásamleg mamma. Ég er örverpi og fékk því að alast upp við óskipta athygli foreldra minna, sem voru framúrskarandi uppalendur bæði tvö. Við mamma bjuggum svo tvær saman eftir að þau skildu og það var ótrúlega dýrmætur tími. Hún hefur alltaf verið til staðar fyrir mig og hjálpað mér í gegnum alla hluti. Hún hefur alltaf sagt mér að það sé ekkert vandamál of stórt til að ræða það og það hefur verið mitt stef í uppeldinu á mínum strák. Svo hún er sannarlega mín fyrirmynd á þessu sviði.Viðtalið birtist fyrst í sérstökum kafla í júlí/ágústblaði Glamour 2017 tileinkuðu móðurhlutverkinu.
Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Fagurkerar fjölmenntu í opnun Geysir Heima Glamour Fimm sumarlegir varalitir fyrir helgina Glamour Tyrfingur Tyrfingsson: "Þú sökkar í dag, blessað barnið mitt" Glamour Drottningin á afmæli í dag Glamour Í stíl á tískuvikunni Glamour Litríkir gestir á Afropunk Glamour Skilaboð til allra tísku-unnenda! Glamour Óförðuð með ellefu vörum Glamour Kim Kardashian í viðtali hjá 60 Minutes Glamour