Fékk 700 þúsund í miskabætur vegna einangrunar og farbanns Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2018 18:39 Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmanni á þrítugsaldri 700 þúsund krónur í miskabætur vegna viðbragða ýmissa aðila er komu að rannsókn kynferðisbrots sem maðurinn var kærður fyrir árið 2015. Málið var látið niður falla þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Maðurinn, sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald og farbann vegna rannsóknar á meintu kynferðisbroti, krafði íslenska ríkið um 5,75 milljónir í skaðabætur vegna þeirra aðgerða. Atvik málsins eru þau að 15. mars 2015 lagði kona fram kæru hjá lögreglu um að brotið hefði verið gegn henni kynferðislega aðfaranótt 14. mars 2015 á heimili hennar í Reykjavík. Hún kvaðst hafa hitt þrjá erlenda karlmenn á veitingastaðnum English Pub og boðið þeim heim til sín eftir lokun staðarins. Tveir mannanna hefðu fljótlega yfirgefið staðinn, en einn orðið eftir og hefði sá brotið gegn henni. Hann hafi verið að hjálpa henni að leita að símanum hennar í sófa þegar hann hafi dregið niður um sig buxurnar, farið ofan á hana í sófanum, dregið buxur hennar niður og haft við hana samræði án hennar samþykkis, að því er segir um málsatvik í dómi héraðsdóms. Eins og áður sagði var málið látið niður falla.Vistaður í fangaklefa, einangraður í gæsluvarðhaldi og úrskurðaður í farbann Í kjölfar kærunnar var maðurinn handtekinn 17. mars 2015 og settur í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík. Var hann yfirheyrður sama dag og honum kynnt að hann lægi undir grun um kynferðisbrot. Stefnandi gekkst við því að hafa átt samskipti við umrædda konu, en neitaði afdráttarlaust að hafa brotið gegn henni. Tæpum sólarhring eftir handtöku mannsins, um hádegisbil þann 18. mars 2015, var honum með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur gert að sæta gæsluvarðhaldi í einangrun til 20. mars 2015. Þann 20. mars var stefnandi svo leiddur að nýju fyrir dómara sem úrskurðaði hann í farbann til 17. apríl 2015. Maðurinn krafði íslenska ríkið um skaðabætur vegna áðurtaldra aðgerða, þ.e. vistunar í fangaklefa, einangrunar í gæsluvarðhaldi og farbanns. Með dómi héraðsdóms var ríkinu gert að greiða manninum 700 þúsund krónur en hann krafðist upphaflega 5,75 milljóna króna. Þá fellur málskostnaður niður og mun allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðast úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmanni á þrítugsaldri 700 þúsund krónur í miskabætur vegna viðbragða ýmissa aðila er komu að rannsókn kynferðisbrots sem maðurinn var kærður fyrir árið 2015. Málið var látið niður falla þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Maðurinn, sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald og farbann vegna rannsóknar á meintu kynferðisbroti, krafði íslenska ríkið um 5,75 milljónir í skaðabætur vegna þeirra aðgerða. Atvik málsins eru þau að 15. mars 2015 lagði kona fram kæru hjá lögreglu um að brotið hefði verið gegn henni kynferðislega aðfaranótt 14. mars 2015 á heimili hennar í Reykjavík. Hún kvaðst hafa hitt þrjá erlenda karlmenn á veitingastaðnum English Pub og boðið þeim heim til sín eftir lokun staðarins. Tveir mannanna hefðu fljótlega yfirgefið staðinn, en einn orðið eftir og hefði sá brotið gegn henni. Hann hafi verið að hjálpa henni að leita að símanum hennar í sófa þegar hann hafi dregið niður um sig buxurnar, farið ofan á hana í sófanum, dregið buxur hennar niður og haft við hana samræði án hennar samþykkis, að því er segir um málsatvik í dómi héraðsdóms. Eins og áður sagði var málið látið niður falla.Vistaður í fangaklefa, einangraður í gæsluvarðhaldi og úrskurðaður í farbann Í kjölfar kærunnar var maðurinn handtekinn 17. mars 2015 og settur í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík. Var hann yfirheyrður sama dag og honum kynnt að hann lægi undir grun um kynferðisbrot. Stefnandi gekkst við því að hafa átt samskipti við umrædda konu, en neitaði afdráttarlaust að hafa brotið gegn henni. Tæpum sólarhring eftir handtöku mannsins, um hádegisbil þann 18. mars 2015, var honum með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur gert að sæta gæsluvarðhaldi í einangrun til 20. mars 2015. Þann 20. mars var stefnandi svo leiddur að nýju fyrir dómara sem úrskurðaði hann í farbann til 17. apríl 2015. Maðurinn krafði íslenska ríkið um skaðabætur vegna áðurtaldra aðgerða, þ.e. vistunar í fangaklefa, einangrunar í gæsluvarðhaldi og farbanns. Með dómi héraðsdóms var ríkinu gert að greiða manninum 700 þúsund krónur en hann krafðist upphaflega 5,75 milljóna króna. Þá fellur málskostnaður niður og mun allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðast úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira