Seðlabankastjórar vara við fjármálalegri áhættu loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2018 10:47 Mark Carney, seðlabankastjóri Englands, var einn þeirra sem ræddu um áhrif loftslagsbreytinga á fjármálakerfið á alþjóðlegum fundi seðlabankastjóra um loftslagsáhættu í Amsterdam. Vísir/AFP Hugmyndir um að fjármálastofnanir og tryggingafyrirtæki þurfi að greina frá áhættu sem tengist áhrifum loftslagsbreytinga og álagspróf vegna hraðra orkuskipta voru ræddar á fundi seðlabankastjóra um loftslagsmál í Hollandi. Seðlabankastjóri Englands varaði þar við hörmulegum afleiðingum loftslagsbreytinga.Financial Times segir að þó að seðlabankastjórarnir hafi ekki komið sér saman um hvernig þeir eigi að bregðast við loftslagsbreytingum hafi þeir verið á einu máli um að aðlaga þyrfti regluverk fjármálastofnana að áhættum sem tengjast þeim. Loftslagsbreytingar af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum hafa verulega áhættu í för með sér fyrir fjármálastofnanir. Gert er ráð fyrir meiri veðuröfgum í hlýnandi heimi sem gætu komið illa við pyngju tryggingafélaga. Þá fylgja orkuskiptum úr jarðefnaeldsneyti í endurnýjanlega orkugjafa einnig umbreytingar í efnahagslífinu. „Þegar loftslagsbreytingar verða orðnar skýr og greinileg ógn við fjármálastöðugleika þá gæti það þegar verið of seint. Skylda okkar er að starfa á þann hátt að fjármálakerfið í heild sinni verði í stakk búið til að aðlagast á mjúkan, skilvirkan og skipulagan hátt eftir því sem loftslagsaðgerðir taka á sig mynd,“ sagði Mark Carney, seðlabankastjóri Englands. Þá talaði Francois Villeroy de Galhau, seðlabankastjóri Frakklands, fyrir því að evrópskir bankar og tryggingafélög þurfi að greina frá áhættu sinni sem tengist loftslagsbreytingum, sektum við fjárfestingum í sem tengjast miklum útblæstri gróðurhúsalofttegunda og loftslagsálagsprófum fyrir allar fjármálastofnanir. „Við þurfum framsýn álagspróf sem meta yfirgripsmikil tengsl loftslagsbreytinga annars vegar og eigna og skulda,“ segir hann. Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir íbúa Fídjíeyja berjast fyrir lífi sínu Fjórir fórust í fellibylnum Josie um páskana. Forsætisráðherra Fídjíeyja segir nýtt og ógnvænlegt tímabil veðuröfga vegna loftslagsbreytinga gengið í garð. 3. apríl 2018 10:03 Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Stöðnun í losun árin á undan hafði vakið vonir um að samband á milli hagvaxtar og aukinnar losunar hefði loks verið rofið. 23. mars 2018 18:07 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hugmyndir um að fjármálastofnanir og tryggingafyrirtæki þurfi að greina frá áhættu sem tengist áhrifum loftslagsbreytinga og álagspróf vegna hraðra orkuskipta voru ræddar á fundi seðlabankastjóra um loftslagsmál í Hollandi. Seðlabankastjóri Englands varaði þar við hörmulegum afleiðingum loftslagsbreytinga.Financial Times segir að þó að seðlabankastjórarnir hafi ekki komið sér saman um hvernig þeir eigi að bregðast við loftslagsbreytingum hafi þeir verið á einu máli um að aðlaga þyrfti regluverk fjármálastofnana að áhættum sem tengjast þeim. Loftslagsbreytingar af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum hafa verulega áhættu í för með sér fyrir fjármálastofnanir. Gert er ráð fyrir meiri veðuröfgum í hlýnandi heimi sem gætu komið illa við pyngju tryggingafélaga. Þá fylgja orkuskiptum úr jarðefnaeldsneyti í endurnýjanlega orkugjafa einnig umbreytingar í efnahagslífinu. „Þegar loftslagsbreytingar verða orðnar skýr og greinileg ógn við fjármálastöðugleika þá gæti það þegar verið of seint. Skylda okkar er að starfa á þann hátt að fjármálakerfið í heild sinni verði í stakk búið til að aðlagast á mjúkan, skilvirkan og skipulagan hátt eftir því sem loftslagsaðgerðir taka á sig mynd,“ sagði Mark Carney, seðlabankastjóri Englands. Þá talaði Francois Villeroy de Galhau, seðlabankastjóri Frakklands, fyrir því að evrópskir bankar og tryggingafélög þurfi að greina frá áhættu sinni sem tengist loftslagsbreytingum, sektum við fjárfestingum í sem tengjast miklum útblæstri gróðurhúsalofttegunda og loftslagsálagsprófum fyrir allar fjármálastofnanir. „Við þurfum framsýn álagspróf sem meta yfirgripsmikil tengsl loftslagsbreytinga annars vegar og eigna og skulda,“ segir hann.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir íbúa Fídjíeyja berjast fyrir lífi sínu Fjórir fórust í fellibylnum Josie um páskana. Forsætisráðherra Fídjíeyja segir nýtt og ógnvænlegt tímabil veðuröfga vegna loftslagsbreytinga gengið í garð. 3. apríl 2018 10:03 Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Stöðnun í losun árin á undan hafði vakið vonir um að samband á milli hagvaxtar og aukinnar losunar hefði loks verið rofið. 23. mars 2018 18:07 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Segir íbúa Fídjíeyja berjast fyrir lífi sínu Fjórir fórust í fellibylnum Josie um páskana. Forsætisráðherra Fídjíeyja segir nýtt og ógnvænlegt tímabil veðuröfga vegna loftslagsbreytinga gengið í garð. 3. apríl 2018 10:03
Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Stöðnun í losun árin á undan hafði vakið vonir um að samband á milli hagvaxtar og aukinnar losunar hefði loks verið rofið. 23. mars 2018 18:07
Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02
Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45