Hræðilegt myndband af fótbroti í formúlu eitt og það er ekki fyrir viðkvæma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2018 12:30 Francesco Cigorini er fótbrotinn eftir keppni helgarinnar í formúlu eitt en hann var þó ekki að keyra einn af bílunum í Barein. Cigorini er starfsmaður Ferrari og hann endaði vinnudaginn sinn á spítala tvíbrotinn á vinstri fæti. Kimi Raikkonen keyrði nefnilega yfir þennan aðstoðarmann sinn í einu þjónustuhléinu og það fór ekki á milli mála hjá þeim sem á horfðu að aðstoðarmaðurinn var fótbrotinn. Það má sjá myndband af þessu atviki í spilaranum hér fyrir ofan en það er rétt að vara viðkvæma við þessum myndum. Ferrari fékk á sig 50 þúsund evru sekt, sex milljón íslenskra króna, fyrir að brjóta öryggisreglur í þjónustuhléi. Ferrari menn hafa þó ekki gefið það upp hvað olli því að Kimi Raikkonen fór of snemma af stað. Hann sjálfur sagðist hafa fengið grænt ljós og því keyrt af stað. Francesco Cigorini birti mynd af sér og sagði að aðgerðin hefði gengið vel. Raikkonen sagðist finna til með honum og vonaðist eftir góðum bata. Surgery ok. I have to thank all the people worried for me. Nothing else, just a big thanks. Hugs! L'operazione è andata bene. Voglio ringraziare tutte le persone che hanno chiesto di me e si sono preoccupate. Solo un grande GRAZIE. Abbracci #thanks #grazie A post shared by Francesco Cigarini (@francesco.cigarini) on Apr 8, 2018 at 5:50pm PDT Formúla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Francesco Cigorini er fótbrotinn eftir keppni helgarinnar í formúlu eitt en hann var þó ekki að keyra einn af bílunum í Barein. Cigorini er starfsmaður Ferrari og hann endaði vinnudaginn sinn á spítala tvíbrotinn á vinstri fæti. Kimi Raikkonen keyrði nefnilega yfir þennan aðstoðarmann sinn í einu þjónustuhléinu og það fór ekki á milli mála hjá þeim sem á horfðu að aðstoðarmaðurinn var fótbrotinn. Það má sjá myndband af þessu atviki í spilaranum hér fyrir ofan en það er rétt að vara viðkvæma við þessum myndum. Ferrari fékk á sig 50 þúsund evru sekt, sex milljón íslenskra króna, fyrir að brjóta öryggisreglur í þjónustuhléi. Ferrari menn hafa þó ekki gefið það upp hvað olli því að Kimi Raikkonen fór of snemma af stað. Hann sjálfur sagðist hafa fengið grænt ljós og því keyrt af stað. Francesco Cigorini birti mynd af sér og sagði að aðgerðin hefði gengið vel. Raikkonen sagðist finna til með honum og vonaðist eftir góðum bata. Surgery ok. I have to thank all the people worried for me. Nothing else, just a big thanks. Hugs! L'operazione è andata bene. Voglio ringraziare tutte le persone che hanno chiesto di me e si sono preoccupate. Solo un grande GRAZIE. Abbracci #thanks #grazie A post shared by Francesco Cigarini (@francesco.cigarini) on Apr 8, 2018 at 5:50pm PDT
Formúla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira